Innlent

Breyting á inn­komu í Grinda­vík vegna landriss

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Breytingarnar gætu orðið til þess að bið eftir að komast inn í bæinn lengist. 
Breytingarnar gætu orðið til þess að bið eftir að komast inn í bæinn lengist.  Vísir/Vilhelm

Vegna nýrra gagna sem sýna aukið landris við Svartsengi hefur lögreglan á Suðurnesjum ákveðið að þau sem hafa fengið skilaboð um innkomu í Grindavík á morgun vegna verðmætabjörgunar mæti við lokunarpóst við mót Krísuvíkurvegar og Suðurstrandarvegar, í stað Grindavíkurvegs og Reykjanesbrautar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum, þar sem segir að skilaboðin miðist við óbreytt ástand og gætu breyst án fyrirvara.

„Áfram standa viðbragðsaðilar vaktina á lokurnarpósti og fylgja íbúum inn í Grindavík. Áfram er öryggi viðbragðsaðila og íbúa sem fara inn í bæinn sinn, í fyrirrúmi,“ segir í tilkynningu. 

Þá kemur fram að tölvupóstur varðandi breytinguna hafi verið sendur til þeirra sem hafa fengið boð um að mæta á morgun. Gott sé að hafa í huga að við breytingarnar gæti orðið meiri bið eftir að komast inn til Grindavíkur. Viðbragðsaðilar geri þó allt til þess að svo verði ekki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×