Auka framlög vegna átakanna um hundrað milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2023 15:17 Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra. Vísir/Einar Ísland mun veita hundrað milljóna króna viðbótarframlag til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC). Er það vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs, milli Ísraela og Hamas-samtakanna. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, kynnti hin auknu framlög á ríkisstjórnarfundi í dag. Heildarframlög Íslands vegna átakanna verða því 240 milljónir króna og er þetta í þriðja sinn sem stjórnvöld veita viðbótarframlag til UNRWA. Ísland er í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins sagt meðal hæstu framlagsríkja, sé mið tekið af höfðatölu. „Mannúðarástandið á Gaza fer enn versnandi og þörfin fyrir aðstoð og nauðþurftir er mikil. Við Íslendingar höldum áfram að leggja okkar af mörkum við þessar aðstæður. UNRWA er meginviðbragðsaðili Sameinuðu þjóðanna í þeirri neyð sem ríkir meðal almennra borgara og Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur lögsögu í Palestínu þegar kemur að því að rannsaka alþjóðaglæpi, þar á meðal stríðsglæpi,“ segir Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, í áðurnefndri tilkynningu. Þar segir einnig að UNRWA gegni lykilhlutverki við að koma nauðsynjum eins og mat og vatni inn á Gasastöndina og dreifa þeim til íbúa. Um 830 manns hafa leitað skjóls í skýlum stofnunarinnar, sem áður hýstu skóla, heilsugæslu og aðra þjónustu. Talið er að vel yfir ein og hálf milljón af 2,3 milljónum íbúa Gasa hafi þurft að flýja heimil sín vegna átakanna. Sjá einnig: Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Að minnsta kosti 11.400 manns hafa fallið í árásum Ísraela, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir. Erfitt er að ná samskiptum við íbúa Gasastrandarinnar þar sem öll orkuver eru eldsneytislaus. Ísraelar hafa komið í veg fyrir að birgðir séu fluttar á Gasaströndina fyrir utan lítið magn matvæla og vatns sem flutt er frá Egyptalandi. Hjálparstarfsfólk segir þær birgðir sem hafa verið fluttar til Gasa alls ekki vera í nægjanlegu magni. UNRWA flutti þó í dag nauðsynjar til Gasastrandarinnar í dag í eigin bílalest, samkvæmt AP fréttaveitunni. Birgðunum verður þó ekki dreift að svo stöddu vegna skorts á eldsneyti. Samskiptaleysið hefur einnig gert hjálparstörf erfið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Lögðust niður í Kringlunni og kröfðust aðgerða Um 70 manns komu saman í Kringlunni síðdegis í dag og lögðust hreyfingarlaus á gólfið í Kringlunni. Fólkið krafðist þess að alþjóðasamfélagið beitti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. 14. nóvember 2023 20:38 Samstaða um Gasa á Alþingi en pattstaða í átökum Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas. 8. nóvember 2023 19:22 Náðu saman með ályktun um vopnahlé Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. 8. nóvember 2023 14:06 Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. 8. nóvember 2023 12:01 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, kynnti hin auknu framlög á ríkisstjórnarfundi í dag. Heildarframlög Íslands vegna átakanna verða því 240 milljónir króna og er þetta í þriðja sinn sem stjórnvöld veita viðbótarframlag til UNRWA. Ísland er í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins sagt meðal hæstu framlagsríkja, sé mið tekið af höfðatölu. „Mannúðarástandið á Gaza fer enn versnandi og þörfin fyrir aðstoð og nauðþurftir er mikil. Við Íslendingar höldum áfram að leggja okkar af mörkum við þessar aðstæður. UNRWA er meginviðbragðsaðili Sameinuðu þjóðanna í þeirri neyð sem ríkir meðal almennra borgara og Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur lögsögu í Palestínu þegar kemur að því að rannsaka alþjóðaglæpi, þar á meðal stríðsglæpi,“ segir Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, í áðurnefndri tilkynningu. Þar segir einnig að UNRWA gegni lykilhlutverki við að koma nauðsynjum eins og mat og vatni inn á Gasastöndina og dreifa þeim til íbúa. Um 830 manns hafa leitað skjóls í skýlum stofnunarinnar, sem áður hýstu skóla, heilsugæslu og aðra þjónustu. Talið er að vel yfir ein og hálf milljón af 2,3 milljónum íbúa Gasa hafi þurft að flýja heimil sín vegna átakanna. Sjá einnig: Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Að minnsta kosti 11.400 manns hafa fallið í árásum Ísraela, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir. Erfitt er að ná samskiptum við íbúa Gasastrandarinnar þar sem öll orkuver eru eldsneytislaus. Ísraelar hafa komið í veg fyrir að birgðir séu fluttar á Gasaströndina fyrir utan lítið magn matvæla og vatns sem flutt er frá Egyptalandi. Hjálparstarfsfólk segir þær birgðir sem hafa verið fluttar til Gasa alls ekki vera í nægjanlegu magni. UNRWA flutti þó í dag nauðsynjar til Gasastrandarinnar í dag í eigin bílalest, samkvæmt AP fréttaveitunni. Birgðunum verður þó ekki dreift að svo stöddu vegna skorts á eldsneyti. Samskiptaleysið hefur einnig gert hjálparstörf erfið.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Lögðust niður í Kringlunni og kröfðust aðgerða Um 70 manns komu saman í Kringlunni síðdegis í dag og lögðust hreyfingarlaus á gólfið í Kringlunni. Fólkið krafðist þess að alþjóðasamfélagið beitti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. 14. nóvember 2023 20:38 Samstaða um Gasa á Alþingi en pattstaða í átökum Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas. 8. nóvember 2023 19:22 Náðu saman með ályktun um vopnahlé Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. 8. nóvember 2023 14:06 Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. 8. nóvember 2023 12:01 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Lögðust niður í Kringlunni og kröfðust aðgerða Um 70 manns komu saman í Kringlunni síðdegis í dag og lögðust hreyfingarlaus á gólfið í Kringlunni. Fólkið krafðist þess að alþjóðasamfélagið beitti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. 14. nóvember 2023 20:38
Samstaða um Gasa á Alþingi en pattstaða í átökum Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas. 8. nóvember 2023 19:22
Náðu saman með ályktun um vopnahlé Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. 8. nóvember 2023 14:06
Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. 8. nóvember 2023 12:01