Innlent

Ís­lendingur kærður í Kanada vegna barna­níðs­efnis

Jón Þór Stefánsson skrifar
Meint brot Íslendingsins áttu sér stað í Abbotsford í Kanada.
Meint brot Íslendingsins áttu sér stað í Abbotsford í Kanada. Getty

Íslenskur karlmaður hefur verið kærður fyrir þrjú brot er varða barnaníðsefni í kanadísku borginni Abbotsford.

Jafnframt hefur handtökuskipun verið gefin út á hendur Íslendingnum, þar sem að hann mætti ekki í fyrirtöku málsins þann sjötta nóvember síðastliðinn.

Fjallað er um málið í fjölmiðlum vestanhafs, en þar segir að hann hafi verið upplýstur um kæruna, en líkt og áður segir hafi hann ekki mætt fyrir dóm.

Tvö brotanna varða innflutning eða dreifingu á barnaníðsefni í júní í fyrra og janúar á þessu ári. Hann er einnig kærður fyrir vörslu á barnaníðsefni í maí á þessu ári.

Öll brotin eiga að hafa átt sér stað í Abbotsford-borg, en rannsókn lögreglunnar í Kanada hófst í mars á þessu ári. Lögreglan heldur því fram að mikil vinna hafi farið í rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×