Innlent

Líður ekkert allt­of vel í Svarts­engi

Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Ingi Rúnar atvinnubílstjóri.
Ingi Rúnar atvinnubílstjóri. Vísir

Ingi Rúnar atvinnubílstjóri segir að bílstjórum sem vinna að gerð varnargarðanna líði ekkert alltof vel að vera á svæðinu. Unnið sé alla nóttina.

Að sögn björgunarsveita hefur vel gengið við lokunarpóstinn á Grindavíkurvegi í morgun. Yfirvöld hafa biðlað til þeirra Grindvíkinga sem enn eiga eftir að komast heim að hafa samband. Unnið hefur verið að varnargarði við Svartsengi og Bláa lónið dag og nótt undanfarna daga.

Þetta er bara vinna

Hvernig gengur að byggja þessa varnargarða?

„Bara vel held ég. Það er unnið alla nóttina,“ segir Ingi. Hann segist hafa verið að mæta á vakt og því viti hann ekki hver staðan sé á framkvæmdinni, en vonandi hafi hún gengið vel í nótt.

Hvernig líður þér að vinna á þessu svæði núna?

„Ekkert of vel. Alls ekki of vel. En þetta er bara vinna. Því miður.“

Hvað með vinnufélagana, eru þeir sama sinnis, eru þeir órólegir eða hvað?

„Já ég held að það séu bara allir. Sama í hvaða flokki það er.“

Hvað ertu að flytja hérna?

„Núna er ég með tóman bíl, ég er að fara upp í Stapafell að ná í efni og fara með í Arnargarða.“


Tengdar fréttir

Aukið viðbragð í kjölfar grunsamlegra mannaferða

Löggæsla í Grindavík hefur verið aukin eftir að tilkynningar bárust um grunsamlegar mannaferðir að næturlagi. Lögregla stendur nú vaktina allan sólarhringinn. Fjölmiðlum er hins vegar meinaður aðgangur að bænum í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×