Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2023 09:03 Kortið sýnir landfræðilega afmörkun gossprungna sem gætu veitt hrauni inn í Grindavík og Þórkötlustaðahverfi. Breiða rauða línan afmarkar upptök miðlungsstórra hrauna (0,3 km3) og mjóa rauða línan upptök lítilla hrauna (0,02 km3). Ef lítið eða meðalstórt hraungos hefst á gossprungu sem er fyrir utan rauðu línurnar tvær benda hermanir úr hraunflæðilíkönum til þess að hraun mundi ekki renna inn í Grindavík né Þórkötlustaðahverfi. „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ Þetta segir í nýju svari Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðfræði við Háskóla Íslands, við spurningunni „Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík?“ á Vísindavef HÍ. Þar segir að ítarlegar upplýsingar um möguleikana megi finna í nýlegri skýrslu Veðurstofu Íslands. Þar var hætta á Reykjanesskaganum vestan Kleifarvatns metin með tilliti til hrauna-, gasmengunar- og gjóskufallsvá. „Á blaðsíðu 15 í skýrslunni er birt kort þar sem landfræðileg afmörkun gossprungna sem gætu veitt hrauni inn í Grindavík og Þórkötlustaðahverfi er sýnd. Þar er átt við hraunflæði meðalstórra (0,3 km3) eða lítilla (0,02 km3) hraungosa en til samanburðar má geta þess að rúmmál gossins í Fagradalsfjalli 2021 var 0,15 km3 (sjá nánar í svari við spurningunni Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?),“ segir Magnús Tumi. Í stuttu máli megi draga möguleikana saman á eftirfarandi hátt: „Ef gýs norðan eða nokkuð vestan Þorbjarnar, færi hraun einkum til suðurs og suðvesturs og gæti náð að sjó vestan Grindavíkur. Grindavík sjálf væri ekki í beinni hættu. Ef gos kæmi upp á eða nærri Sundhnúkasprungunni, þar sem síðast gaus fyrir um 2000 árum, myndi gos á norðurhluta valda hraunrennsli til vesturs í átt að Svartsengi og Bláa lóninu auk þess að leita til austurs. Hraun sem kæmi upp milli Sundhnúks og Hagafells gæti sent hraun til vesturs í átt að Svartsengi, til austurs og suðausturs og þar með í átt að Grindavík, og það sama gerðist ef hraun færi til suðurs meðfram Grindavíkurvegi. Gos sunnan þess svæðis, myndi senda hraun í átt að Grindavík.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Þetta segir í nýju svari Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðfræði við Háskóla Íslands, við spurningunni „Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík?“ á Vísindavef HÍ. Þar segir að ítarlegar upplýsingar um möguleikana megi finna í nýlegri skýrslu Veðurstofu Íslands. Þar var hætta á Reykjanesskaganum vestan Kleifarvatns metin með tilliti til hrauna-, gasmengunar- og gjóskufallsvá. „Á blaðsíðu 15 í skýrslunni er birt kort þar sem landfræðileg afmörkun gossprungna sem gætu veitt hrauni inn í Grindavík og Þórkötlustaðahverfi er sýnd. Þar er átt við hraunflæði meðalstórra (0,3 km3) eða lítilla (0,02 km3) hraungosa en til samanburðar má geta þess að rúmmál gossins í Fagradalsfjalli 2021 var 0,15 km3 (sjá nánar í svari við spurningunni Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?),“ segir Magnús Tumi. Í stuttu máli megi draga möguleikana saman á eftirfarandi hátt: „Ef gýs norðan eða nokkuð vestan Þorbjarnar, færi hraun einkum til suðurs og suðvesturs og gæti náð að sjó vestan Grindavíkur. Grindavík sjálf væri ekki í beinni hættu. Ef gos kæmi upp á eða nærri Sundhnúkasprungunni, þar sem síðast gaus fyrir um 2000 árum, myndi gos á norðurhluta valda hraunrennsli til vesturs í átt að Svartsengi og Bláa lóninu auk þess að leita til austurs. Hraun sem kæmi upp milli Sundhnúks og Hagafells gæti sent hraun til vesturs í átt að Svartsengi, til austurs og suðausturs og þar með í átt að Grindavík, og það sama gerðist ef hraun færi til suðurs meðfram Grindavíkurvegi. Gos sunnan þess svæðis, myndi senda hraun í átt að Grindavík.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira