Innlent

Merki um að gas sé að koma upp

Atli Ísleifsson skrifar
Fólki var hleypt til Grindavíkur í dag að sækja verðmæti. Klukkan þrjú fóru sírenur í gang brunaði fólk út úr bænum.
Fólki var hleypt til Grindavíkur í dag að sækja verðmæti. Klukkan þrjú fóru sírenur í gang brunaði fólk út úr bænum. vísir/Vilhelm

Ástæða þess að ákveðið var að grípa til rýmingar í Grindavík rétt fyrir klukkan þrjú í dag er að gasmælar Veðurstofunnar sýna að gas, brennisteinsdíoxíð SO2, sé að koma upp úr jörðinni nærri Grindavík.

Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir að slíkt gas losni þegar grunnt sé í kviku. 

„Við vitum ekki nákvæmlega hversu grunnt og verið erum að skoða gögnin. Við sjáum samt ekki önnur merki sem við höfum séð fyrir fyrri gos, til dæmis úr aflögunarmælum,“ segir Benedikt. 

Vel megi vera að um stífa varúðarráðstöfun sé að ræða.

Hann segir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi ákveðið að grípa til rýmingar vegna þessara nýju gagna. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að boð um rýmingu hafi borist frá samhæfingarstöð almannavarna.

Um er að ræða tvo gasmæla, sem staðsettir eru við Húsafjall, austan við Grindavík, sem mæla í geira yfir allan bæinn.


Tengdar fréttir

Vaktin: Grindavík rýmd af öryggisástæðum

Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fá að skjótast eftir eignum í dag. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus.

„Það verður erfiðara og erfiðara að fara um svæðið“

Land heldur áfram að síga í Grindavík og nýjar sprungur myndast í sífellu að sögn sviðsstjóra Almannavarna. Breytingarnar séu sýnilegar á milli daga og því þurfi að gera auknar öryggiskröfur í dag til þeirra sem fái að sækja nauðsynjar og verðmæta í bæinn í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×