Lífið

Sonur Birgis Steins og Rakelar kominn með nafn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Emanúel Dagur er fyrsta barn parsins.
Emanúel Dagur er fyrsta barn parsins. Skjáskot

Sonur Birgis Steins Stefánssonar, tónlistarmanns og flugþjóns, og unnustu hans Rakelar Sigurðardóttur var skírður um helgina. Drengurinn fékk nafnið Emanúel Dagur.

Parið deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum. 

Emanúel Dagur kom í heiminn 28. ágúst síðastliðinn og er fyrsta barn parsins. 

Parið hefur verið saman um nokkurra ára skeið. Birgir Steinn fór á skeljarnar í september í fyrra og bað um hönd Rakelar. Eins og við var að búast samþykkti hún bónorðið og birti mynd af hringnum með Eiffel-turninn í bakgrunn.

Tónlistaráhuginn byrjaði snemma

Fyrr á árinu fór Birgir í einlægt viðtal í Einkalífinu á Vísi og Stöð 2 + þar sem hann spjallaði um tónlistarferilinn og baráttu sína við kvíða sem hefur fylgt honum frá unga aldri svo eitthvað sé nefnt.

Birgir er sonur tónlistarmannsins Stefáns Hilmarssonar og á þvi ekki langt að sækja hæfileikana. Hann fann áhugann snemma á tónlist og byrjaði að fikra sig áfram á hinum ýmsu hljóðfærum áður en hann fór sjálfur að semja tónlist og syngja.

Birgir gaf út lagið Kvíðinn í fyrra með hljómsveitinni Draumfarir, sem samanstendur af Birgi og Ragnari Má Mássyni. Hann segir textann persónulegan sem tók á að semja.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×