Innlent

Vonar að ekki þurfi að dreifa grindvískum börnum milli skóla

Elísabet Inga Sigurðardóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa
Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur vonar að börnin fái að halda hópinn.
Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur vonar að börnin fái að halda hópinn. Vísir/Sigurjón

Skólastjóri grunnskóla Grindavíkur segir enn unnið að útfærslu skólastarfs barna í Grindavík. Best væri að finna aðstöðu svo börnin geti haldið hópinn, frekar en að dreifa þeim á milli skóla.

Almannavarnir hafa sagt mikilvægt að halda rútínu barna í Grindavík og er nú unnið að því að útfæra skólastarf á þessum óvissutímum. Skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur segir að unnið sé að því að kortleggja hópinn enda sé hann á víð og dreif um landið. 

„Þetta er stór hópur, 555 nemendur eru skráðir í skólann í dag og rúmlega hundrað starfsmenn þannig þetta er snúið verkefni. En það eru allir boðnir og búnir,“ sagði Eysteinn Þór Kristinsson, skólastjóri.

Hann segir að ef kostur er væri best að halda börnum í Grindavík sem mest saman.

„Og reyna að finna þá aðstöðu fyrir árganga sem geta hist. Það er tilfinningin sem ég fæ, rannsóknir sýna að það er best að halda hópinn sem mest en auðvitað er það ekki hægt í öllum tilfellum. Þá koma inn þessir skólar sem geta tekið staka nemendur hjá okkur. Það eru nú þegar komnir nemendur í skjól og skólastjórnendur haft samband við mig og boðið aðstoð þannig leiðin verður blönduð. Það verður reynt að koma á einhverju fyrir stærri hóp en líka þar sem kostur er, að nemendur fari í skóla þar sem þeir dvelja með fjölskyldum sínum.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×