Fótbolti

Bras hjá Ís­lendingum í Evrópu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Guðlaugur Victor og Alfreð þurftu að sætta sig við tap í dag.
Guðlaugur Victor og Alfreð þurftu að sætta sig við tap í dag.

Fjórir Íslendingar komu við sögu hjá liðum sínum í belgísku og grísku deildunum í knattspyrnu í dag. Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason þurftu að sætta sig við tap með Eupen.

Guðlaugur Victor var í byrjunarliði Eupen sem tók á móti Mulenbeek í belgísku deildinni í dag. Eupen komst í forystu á 30. mínútu en gestirnir jöfnuðu fimm mínútum síðar og var staðan í leikhléi 1-1.

Eftir hlé voru það hins vegar gestirnir sem tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum. Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum á 67. mínútu strax í kjölfar þess að lið Mulenbeek komst í 2-1. Hann náði þó ekki að setja mark sitt á leikinn.

Lokatölur 3-1 og Eupen sem stendur í 11. sæti með 14 stig en liðið var jafnt liði Mulenbeek að stigum fyrir leikinn í dag.

Í Grikklandi voru tveir Íslendingar í eldlínunni. Samúel Kári Friðjónsson lék fyrri hálfleikinn fyrir Atromitos sem er sem stendur1-0 undir gegn Panserraikos á heimavelli. Hann var tekinn af velli í leikhléi eftir að hafa byrjað leikinn á miðjunni.

Þá var Guðmundur Þórarinsson í byrjunarliði OFI Creta og lék allan leikinn í 1-1 jafntefli liðsins gegn Giannina. OFI Creta er í 8. sæti deildarinnar með 14 stig en Atromitos í 10. sæti með 9 stig.

Fréttin verður uppfærð með úrslitum í leik Atromitos




Fleiri fréttir

Sjá meira


×