„Verður hægt að fara heim aftur?“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2023 16:39 Ögn Þórarinsdóttir ásamt börnum sínum. Grindvíkingarnir Ögn Þórarinsdóttir og Hildur Fjóla Bridde eru í nokkru áfalli eftir að hafa yfirgefið heimili sín í gær. Óvissan er algjör. „Ég er ekkert rosalega bjartsýn á hvernig þetta mun þróast. Ég er búin að búa þarna í fjögur ár og á einbýlishús og sex hunda. Ég er komin til foreldra minna með sex hunda og það er meira en að segja það,“ sagði Hildur Fjóla Bridde, íbúi í Grindavík en hún hafði sjálf farið úr bænum um kvöldmatarleyti í gær. „Það var ekkert hægt að vera þarna lengur. Ég var tilbúin að fara upp úr hálf sex. Hundarnir voru að panikka og húsið réð á reiðiskjálfi.“ Hildur segir útlitið mun verra en talið var. Hún hafi aðeins tekið það helsta með og bíði þess að vita hvort hún geti sótt meira. Hildur Fjóla Bridde er mikil hundakona. Ögn Þórarinsdóttir, íbúi í Grindavík, tekur í sama streng. Hún var staðsett í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum með börnin þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Maður er eiginlega bara í sjokki. Þetta er eitthvað svo ótrúlegt. Það er mikil þreyta í fólki. Þetta er bara eiginlega absúrd.“ Fórstu í nótt eða varstu farin? „Við fórum um sjöleytið. Það kom einn svakalega stór og þá urðu börnin mín svo hrædd að við gátum ekki verið lengur,“ segir hún en þau gista nú hjá tengdaforeldrum hennar. Gengið var húsi úr húsi við rýmingar í gærkvöldi.Vísir/Vilhelm Hún segir tvær systur hennar einnig hafa flúið bæinn í gær og þær hafi verið í góðu sambandi í morgun. Hún segir þau bíða upplýsinga um næstu skref. „Það er vonandi að, af því að það fóru flestir í hálfgerðum hvelli, að við fáum að fara heim til að sækja gæludýr og annað sem hefur orðið eftir. Í upphafi var maður eiginlega bara hræddur um hvað ef frýs í lögnunum þegar heita vatnið er farið. Ekki bara, er húsið mitt uppistandandi? er allt í lagi? Verður hægt að fara heim aftur?“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Dýr Hundar Eldgos á Reykjanesskaga Gæludýr Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
„Ég er ekkert rosalega bjartsýn á hvernig þetta mun þróast. Ég er búin að búa þarna í fjögur ár og á einbýlishús og sex hunda. Ég er komin til foreldra minna með sex hunda og það er meira en að segja það,“ sagði Hildur Fjóla Bridde, íbúi í Grindavík en hún hafði sjálf farið úr bænum um kvöldmatarleyti í gær. „Það var ekkert hægt að vera þarna lengur. Ég var tilbúin að fara upp úr hálf sex. Hundarnir voru að panikka og húsið réð á reiðiskjálfi.“ Hildur segir útlitið mun verra en talið var. Hún hafi aðeins tekið það helsta með og bíði þess að vita hvort hún geti sótt meira. Hildur Fjóla Bridde er mikil hundakona. Ögn Þórarinsdóttir, íbúi í Grindavík, tekur í sama streng. Hún var staðsett í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum með börnin þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Maður er eiginlega bara í sjokki. Þetta er eitthvað svo ótrúlegt. Það er mikil þreyta í fólki. Þetta er bara eiginlega absúrd.“ Fórstu í nótt eða varstu farin? „Við fórum um sjöleytið. Það kom einn svakalega stór og þá urðu börnin mín svo hrædd að við gátum ekki verið lengur,“ segir hún en þau gista nú hjá tengdaforeldrum hennar. Gengið var húsi úr húsi við rýmingar í gærkvöldi.Vísir/Vilhelm Hún segir tvær systur hennar einnig hafa flúið bæinn í gær og þær hafi verið í góðu sambandi í morgun. Hún segir þau bíða upplýsinga um næstu skref. „Það er vonandi að, af því að það fóru flestir í hálfgerðum hvelli, að við fáum að fara heim til að sækja gæludýr og annað sem hefur orðið eftir. Í upphafi var maður eiginlega bara hræddur um hvað ef frýs í lögnunum þegar heita vatnið er farið. Ekki bara, er húsið mitt uppistandandi? er allt í lagi? Verður hægt að fara heim aftur?“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Dýr Hundar Eldgos á Reykjanesskaga Gæludýr Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent