„Verður hægt að fara heim aftur?“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2023 16:39 Ögn Þórarinsdóttir ásamt börnum sínum. Grindvíkingarnir Ögn Þórarinsdóttir og Hildur Fjóla Bridde eru í nokkru áfalli eftir að hafa yfirgefið heimili sín í gær. Óvissan er algjör. „Ég er ekkert rosalega bjartsýn á hvernig þetta mun þróast. Ég er búin að búa þarna í fjögur ár og á einbýlishús og sex hunda. Ég er komin til foreldra minna með sex hunda og það er meira en að segja það,“ sagði Hildur Fjóla Bridde, íbúi í Grindavík en hún hafði sjálf farið úr bænum um kvöldmatarleyti í gær. „Það var ekkert hægt að vera þarna lengur. Ég var tilbúin að fara upp úr hálf sex. Hundarnir voru að panikka og húsið réð á reiðiskjálfi.“ Hildur segir útlitið mun verra en talið var. Hún hafi aðeins tekið það helsta með og bíði þess að vita hvort hún geti sótt meira. Hildur Fjóla Bridde er mikil hundakona. Ögn Þórarinsdóttir, íbúi í Grindavík, tekur í sama streng. Hún var staðsett í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum með börnin þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Maður er eiginlega bara í sjokki. Þetta er eitthvað svo ótrúlegt. Það er mikil þreyta í fólki. Þetta er bara eiginlega absúrd.“ Fórstu í nótt eða varstu farin? „Við fórum um sjöleytið. Það kom einn svakalega stór og þá urðu börnin mín svo hrædd að við gátum ekki verið lengur,“ segir hún en þau gista nú hjá tengdaforeldrum hennar. Gengið var húsi úr húsi við rýmingar í gærkvöldi.Vísir/Vilhelm Hún segir tvær systur hennar einnig hafa flúið bæinn í gær og þær hafi verið í góðu sambandi í morgun. Hún segir þau bíða upplýsinga um næstu skref. „Það er vonandi að, af því að það fóru flestir í hálfgerðum hvelli, að við fáum að fara heim til að sækja gæludýr og annað sem hefur orðið eftir. Í upphafi var maður eiginlega bara hræddur um hvað ef frýs í lögnunum þegar heita vatnið er farið. Ekki bara, er húsið mitt uppistandandi? er allt í lagi? Verður hægt að fara heim aftur?“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Dýr Hundar Eldgos á Reykjanesskaga Gæludýr Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
„Ég er ekkert rosalega bjartsýn á hvernig þetta mun þróast. Ég er búin að búa þarna í fjögur ár og á einbýlishús og sex hunda. Ég er komin til foreldra minna með sex hunda og það er meira en að segja það,“ sagði Hildur Fjóla Bridde, íbúi í Grindavík en hún hafði sjálf farið úr bænum um kvöldmatarleyti í gær. „Það var ekkert hægt að vera þarna lengur. Ég var tilbúin að fara upp úr hálf sex. Hundarnir voru að panikka og húsið réð á reiðiskjálfi.“ Hildur segir útlitið mun verra en talið var. Hún hafi aðeins tekið það helsta með og bíði þess að vita hvort hún geti sótt meira. Hildur Fjóla Bridde er mikil hundakona. Ögn Þórarinsdóttir, íbúi í Grindavík, tekur í sama streng. Hún var staðsett í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum með börnin þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Maður er eiginlega bara í sjokki. Þetta er eitthvað svo ótrúlegt. Það er mikil þreyta í fólki. Þetta er bara eiginlega absúrd.“ Fórstu í nótt eða varstu farin? „Við fórum um sjöleytið. Það kom einn svakalega stór og þá urðu börnin mín svo hrædd að við gátum ekki verið lengur,“ segir hún en þau gista nú hjá tengdaforeldrum hennar. Gengið var húsi úr húsi við rýmingar í gærkvöldi.Vísir/Vilhelm Hún segir tvær systur hennar einnig hafa flúið bæinn í gær og þær hafi verið í góðu sambandi í morgun. Hún segir þau bíða upplýsinga um næstu skref. „Það er vonandi að, af því að það fóru flestir í hálfgerðum hvelli, að við fáum að fara heim til að sækja gæludýr og annað sem hefur orðið eftir. Í upphafi var maður eiginlega bara hræddur um hvað ef frýs í lögnunum þegar heita vatnið er farið. Ekki bara, er húsið mitt uppistandandi? er allt í lagi? Verður hægt að fara heim aftur?“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Dýr Hundar Eldgos á Reykjanesskaga Gæludýr Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira