Flúði með börnin í bæinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. nóvember 2023 22:20 Halldóra Birtu var ekki lengur sama þegar hlutir byrjuðu að hrynja úr hillum svo hún yfirgaf Grindavík eins og margir aðrir hafa gert í kvöld. Halldóra Birta og fjölskylda hennar búa í Grindavík og fundu rækilega fyrir skjálftunum í dag. Þegar hlutir voru farnir að hrynja úr hillum ákvað Halldóra að fara til Reykjavíkur með börn sín tvö. Hún segir bílaröð hafa myndast á Nesvegi eftir að Grindavíkurvegur lokaði. „Þetta byrjaði upp úr þrjú. Þá fór þetta að aukast og stigmagnaðist með hverri mínútunni. Ég var löngu hætt að telja skjálftanna þetta var orðið svo mikið. Það var orðið þannig að það voru stöðugir skjálftar,“ segir Halldóra um skjálftavirknina í dag. Hér fyrir neðan má sjá myndband af íbúð hennar nötra í dag. „Maður fann kannski stóra skjálfta á mínútu eða tveggja mínútu fresti. Svo voru það þessir litlu, skjálftar upp í þrjá að stærð, sem finnast ekki í Reykjavík og nágrenni en finnast mjög vel í Grindavík. Það var eins og að vera á sjó, mér leið eins og ég væri drukkin eða komin með sjóriðu.“ „Svo var bara að reyna að halda kúlinu fyrir börnin. Þegar það var orðið það mikið að það var farið að hrynja úr hillum þá ákváðum við að pakka í töskur,“ segir Halldóra. Bílaröð út úr bænum Á þeim tímapunkti leið Halldóru eins og fjölskyldan væri ekki örugg lengur. Sérstaklega ekki vegna litlu barnanna hennar tveggja. „Maðurinn minn varð reyndar eftir. Hann fór að hjálpa pabba sínum af því það voru farnir að losna skápar af veggjunum og það þurfti að laga það. Hann ætlar að taka stöðuna á eftir. En með tvö lítil börn var þetta ekki hægt lengur,“ segir Halldóra. „Þá var Grindavíkurvegurinn lokaður þannig við þurftum að fara Nesveginn,“ segir Halldóra en sú leið er þó nokkuð lengri en leiðin um Grindavíkurveginn en honum var lokað eftir að sprunga myndaðist á veginum. Var mikið af fólki á Nesveginum? „Já, það var alveg bílaröð og líka rosalega mikil hálka þannig þetta gekk hægt. Miðað við að það eru ekki margir sem keyra þennan veg venjulega var alveg röð af bílum út úr bænum. Ég sá að einhverjir fóru Suðurstrandarleiðina en ég treysti mér ekki í hana út af Krýsuvíkurleiðinni upp á grjóthrun,“ segir hún. Þið eruð þá komin í bæinn? „Ég er mjög heppin að eiga foreldra í bænum þannig ég flúði til þeirra,“ sagði Halldóra. Hún sagðist ekki þekkja marga sem hefðu ákveðið að yfirgefa bæinn en miðað við umferðina var hún nokkuð viss um að það væru ansi margir farnir. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
„Þetta byrjaði upp úr þrjú. Þá fór þetta að aukast og stigmagnaðist með hverri mínútunni. Ég var löngu hætt að telja skjálftanna þetta var orðið svo mikið. Það var orðið þannig að það voru stöðugir skjálftar,“ segir Halldóra um skjálftavirknina í dag. Hér fyrir neðan má sjá myndband af íbúð hennar nötra í dag. „Maður fann kannski stóra skjálfta á mínútu eða tveggja mínútu fresti. Svo voru það þessir litlu, skjálftar upp í þrjá að stærð, sem finnast ekki í Reykjavík og nágrenni en finnast mjög vel í Grindavík. Það var eins og að vera á sjó, mér leið eins og ég væri drukkin eða komin með sjóriðu.“ „Svo var bara að reyna að halda kúlinu fyrir börnin. Þegar það var orðið það mikið að það var farið að hrynja úr hillum þá ákváðum við að pakka í töskur,“ segir Halldóra. Bílaröð út úr bænum Á þeim tímapunkti leið Halldóru eins og fjölskyldan væri ekki örugg lengur. Sérstaklega ekki vegna litlu barnanna hennar tveggja. „Maðurinn minn varð reyndar eftir. Hann fór að hjálpa pabba sínum af því það voru farnir að losna skápar af veggjunum og það þurfti að laga það. Hann ætlar að taka stöðuna á eftir. En með tvö lítil börn var þetta ekki hægt lengur,“ segir Halldóra. „Þá var Grindavíkurvegurinn lokaður þannig við þurftum að fara Nesveginn,“ segir Halldóra en sú leið er þó nokkuð lengri en leiðin um Grindavíkurveginn en honum var lokað eftir að sprunga myndaðist á veginum. Var mikið af fólki á Nesveginum? „Já, það var alveg bílaröð og líka rosalega mikil hálka þannig þetta gekk hægt. Miðað við að það eru ekki margir sem keyra þennan veg venjulega var alveg röð af bílum út úr bænum. Ég sá að einhverjir fóru Suðurstrandarleiðina en ég treysti mér ekki í hana út af Krýsuvíkurleiðinni upp á grjóthrun,“ segir hún. Þið eruð þá komin í bæinn? „Ég er mjög heppin að eiga foreldra í bænum þannig ég flúði til þeirra,“ sagði Halldóra. Hún sagðist ekki þekkja marga sem hefðu ákveðið að yfirgefa bæinn en miðað við umferðina var hún nokkuð viss um að það væru ansi margir farnir.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira