Innlent

„Það er ekkert eld­gos að byrja“

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samsett

Víðir Reynisson, yfirlögreglustjóri almannavarna segir eldgos ekki yfirvofandi þrátt fyrir snarpa skjálfta á Reykjanesi. Þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi upplifað stanslausa skjálfta í þrjá klukkutíma sé engin ástæða til að yfirgefa bæinn.

Víðir Reynisson, yfirlögreglustjóri almannavarna var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann fór yfir stöðuna. Hann sagði að miklar skemmdir hafi orðið á vegum og ábendingar borist um að hlutir hafi fallið úr hillum og sprungur orðið á húsum.

„Þetta gæti verið upphafið að því ferli sem við höfum verið að bíða eftir, að kvika brjóti sér leið til yfirborðs en það eru samt engar vísbendingar um að það sé að gerast enn. Þannig það er ekkert eldgos að byrja, alla vegana ekki á næstunni og engar rýmingar eða neitt slíkt.“

Staðan breyti engu fyrir íbúa í Grindavík þó hún sé óþægileg. „Jörð hefur skolfið nánast stanslaust í þrjá klukkutíma,“ segir Víðir.

Engin ástæða sé fyrir Grindvíkinga að fara úr bænum.

„Nei það er engin ástæða til þess en við skiljum það mjög vel að fólk fer eins og við höfum heyrt, en það eru engin tilmæli frá okkur um slíkt enn.

Allt starfsfólk almannavarna sé komið á vaktina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×