Innlent

„Rétt­lætinu er full­nægt“

Árni Sæberg skrifar
Auður Björg ásamt umbjóðanda sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Auður Björg ásamt umbjóðanda sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“

Þetta segir Auður Björg Jónsdóttir lögmaður í samtali við Vísi, skömmu eftir að dómur Landsréttar var kveðinn upp nú síðdegis.

Ummæli Sindra Þórs Sigríðarsonar Hilmarssonar um Ingó voru dæmd dauð og ómerk. Sindri Þór var dæmdur til að greiða Ingólfi 900 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta.


Ummæli Sindra sem tekist var á um

„Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“

„Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“

„Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“

„Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“

„Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“


Hafði engar forsendur fyrir ummælunum

Sindri var sýknaður af öllum kröfum Ingólfs í héraði í maí árið 2022. Í dómi héraðsdóms sagði að Sindri hefði í góðri trú viðhaft ummælin vegna Twitter-þráðs, sem vakti mikla umræðu, þar sem fjöldi fólks lýsti sögum sem það hafði heyrt af Ingólfi í gegn um tíðina.

Auður Björg segir að Landsréttur hafi verið ósammála þessari niðurstöðu. Sindri Þór hafi ekki haft neinar forsendur fyrir því að viðhafa ummælin.

„Hann er bara að byggja þetta á kjaftasögum, það er ekkert til í þessu og Landsréttur ætlar ekki að taka undir það með héraðsdómi að það sé nóg að heyra einhverja kjaftasögu. Að ef þú heyrir hana frá ákveðið mörgum eða ákveðið oft, að þar með sé hún sönn, að þar með sé hún orðin staðreyndagrundvöllur í ærumeiðingamáli.“


Tengdar fréttir

Ingó hafði betur í Landsrétti gegn Sindra Þór

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hafði í dag betur í meiðyrðamáli sínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni í Landsrétti. Sindri Þór mátti ekki viðhafa ummæli á borð við „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×