Grunar að netverslun útskýri færri ferðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 13:39 Íbúar í Reykjavík fara færri ferðir á dag en fyrir tuttugu árum. Vísir/Vilhelm Íbúar í Reykjavík fara færri ferðir á dag en fyrir tuttugu árum síðan. Í febrúar 2002 fóru íbúar að meðaltali 4,1 ferð á dag en í nóvember í fyrra fóru íbúar að meðaltali 3,3 ferðir daglega. Gallup grunar að netverslun útskýri þessa fækkun ferða. Fækkun ferða hefur verið mikil síðastliðin tíu ár. Árið 2011 voru daglegar ferðir íbúa að meðaltali 4,2. Það sama var uppi á teningnum árið 2014 og 2017 fóru íbúar um 4,1 ferð á dag. Árið 2019 fóru íbúar að meðaltali 3,9 ferðir á dag og í nóvember í fyra voru ferðirnar orðnar 3,3. Þetta kom fram í kynningu Ólafs Veigars Hrafnssonar, sviðsstjóra markaðsrannsókna Gallup á fundinum Léttum á umferðinni, sem fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. „Þetta kom okkur svolítið á óvart því þetta er ekki beint upplifunin í umferðinni. Manni finnst eins og umferðin sé að þyngjast. Við veltum þessu mikið fyrir okkur og meðal annars skoðuðum við hvort að þeir sem vinna heima og eru í heimanámi ferðist minna. Það er ekki svo,“ sagði Ólafur í kynningunni. „Þeir sem vinna heima og læra heima eru með sama meðaltal í ferðum og þeir sem vinna úti. Eitt af því sem mér þykir kannski líklegt að skýri þetta er þessi aukna netverslun.“ Ólafur bætir við að um 36 prósent landsmanna versli á netinu og þannig geti þessi fækkun ferða skýrst. „Þú verslar á netinu, bankinn þinn er á netinu, svo mikil þjónusta er á netinu. Þar af leiðandi ertu ekki að ferðast til að sækja þessa þjónustu.“ Fleiri ganga og ferðast á rafhlaupahjóli Eins benti Ólafur á að bílaumferð hafi minnkað um 2 prósent milli kannanna, annars vegar árið 2019 og 2022. Árið 2019 sögðust 57 prósent svarenda ferðast um á bíl, sem bílstjóri, en í fyrra voru það 55 prósent. Ólafur segist ekki telja þetta einhvers konar vikmörk heldur þróun sem sé í raun og veru að gerast. „Við sjáum líka að þeir sem fara fótgangandi, þeim fjölgar. Farþegum í einkabíl, þeim hefur fækkað jafnt og þétt á tuttugu árum. Þeir voru 17 prósent fyrir tuttugu árum og eru nú um 12 prósent,“ sagði Ólafur. Færri nota bíl sem sinn aðalferðamáta en fyrir tuttugu árum. Rafhlaupahjólið hefur hafið innreið sína. Gallup „Það sem kom mér á óvart í þessu er hvers vegna reiðhjólið er ekki stærra. Hlutdeild reiðhjólsins í ferðamátum er 6 prósent miðað við þessa könnun frá 2022. Maður hefði haldið að það væri meira. Það er búið að byggja upp mjög góða aðstöðu á mörgum vinnustöðum til dæmis,“ segir Ólafur. „Það sem kannski skýrir þetta er að fólk er í raun og veru ekki að nota reiðhjól sem aðal ferðamáta. Það hjólar í vinnuna og heim en notar bílinn í eitthvað annað.“ Um sex prósent svarenda nota strætisvagn sem sinn aðalferðamáta og stendur það hlutfall í stað. Það merkilegasta úr könnuninni sé innreið rafhlaupahjólsins, en um 2 prósent nota það sem sinn aðalferðamáta. Samgöngur Reykjavík Skipulag Verslun Tengdar fréttir Venjuleg gella deilir lyklinum að hamingjunni Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist rafhjól. Nú þýtur hún upp brekkur, kennir bílstjórum að umgangast hjólastíga og segir ekkert kappsmál fyrir henni að vera bíllaus. Hjólið veiti einfaldlega hamingju. Rafhjólin gætu orðið bylting millistéttarinnar. 10. nóvember 2023 12:41 Bein útsending: Léttum á umferðinni 2023 Opinn fundur borgarstjóra í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag klukkan 9-11:30. 10. nóvember 2023 08:16 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Fækkun ferða hefur verið mikil síðastliðin tíu ár. Árið 2011 voru daglegar ferðir íbúa að meðaltali 4,2. Það sama var uppi á teningnum árið 2014 og 2017 fóru íbúar um 4,1 ferð á dag. Árið 2019 fóru íbúar að meðaltali 3,9 ferðir á dag og í nóvember í fyra voru ferðirnar orðnar 3,3. Þetta kom fram í kynningu Ólafs Veigars Hrafnssonar, sviðsstjóra markaðsrannsókna Gallup á fundinum Léttum á umferðinni, sem fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. „Þetta kom okkur svolítið á óvart því þetta er ekki beint upplifunin í umferðinni. Manni finnst eins og umferðin sé að þyngjast. Við veltum þessu mikið fyrir okkur og meðal annars skoðuðum við hvort að þeir sem vinna heima og eru í heimanámi ferðist minna. Það er ekki svo,“ sagði Ólafur í kynningunni. „Þeir sem vinna heima og læra heima eru með sama meðaltal í ferðum og þeir sem vinna úti. Eitt af því sem mér þykir kannski líklegt að skýri þetta er þessi aukna netverslun.“ Ólafur bætir við að um 36 prósent landsmanna versli á netinu og þannig geti þessi fækkun ferða skýrst. „Þú verslar á netinu, bankinn þinn er á netinu, svo mikil þjónusta er á netinu. Þar af leiðandi ertu ekki að ferðast til að sækja þessa þjónustu.“ Fleiri ganga og ferðast á rafhlaupahjóli Eins benti Ólafur á að bílaumferð hafi minnkað um 2 prósent milli kannanna, annars vegar árið 2019 og 2022. Árið 2019 sögðust 57 prósent svarenda ferðast um á bíl, sem bílstjóri, en í fyrra voru það 55 prósent. Ólafur segist ekki telja þetta einhvers konar vikmörk heldur þróun sem sé í raun og veru að gerast. „Við sjáum líka að þeir sem fara fótgangandi, þeim fjölgar. Farþegum í einkabíl, þeim hefur fækkað jafnt og þétt á tuttugu árum. Þeir voru 17 prósent fyrir tuttugu árum og eru nú um 12 prósent,“ sagði Ólafur. Færri nota bíl sem sinn aðalferðamáta en fyrir tuttugu árum. Rafhlaupahjólið hefur hafið innreið sína. Gallup „Það sem kom mér á óvart í þessu er hvers vegna reiðhjólið er ekki stærra. Hlutdeild reiðhjólsins í ferðamátum er 6 prósent miðað við þessa könnun frá 2022. Maður hefði haldið að það væri meira. Það er búið að byggja upp mjög góða aðstöðu á mörgum vinnustöðum til dæmis,“ segir Ólafur. „Það sem kannski skýrir þetta er að fólk er í raun og veru ekki að nota reiðhjól sem aðal ferðamáta. Það hjólar í vinnuna og heim en notar bílinn í eitthvað annað.“ Um sex prósent svarenda nota strætisvagn sem sinn aðalferðamáta og stendur það hlutfall í stað. Það merkilegasta úr könnuninni sé innreið rafhlaupahjólsins, en um 2 prósent nota það sem sinn aðalferðamáta.
Samgöngur Reykjavík Skipulag Verslun Tengdar fréttir Venjuleg gella deilir lyklinum að hamingjunni Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist rafhjól. Nú þýtur hún upp brekkur, kennir bílstjórum að umgangast hjólastíga og segir ekkert kappsmál fyrir henni að vera bíllaus. Hjólið veiti einfaldlega hamingju. Rafhjólin gætu orðið bylting millistéttarinnar. 10. nóvember 2023 12:41 Bein útsending: Léttum á umferðinni 2023 Opinn fundur borgarstjóra í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag klukkan 9-11:30. 10. nóvember 2023 08:16 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Venjuleg gella deilir lyklinum að hamingjunni Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist rafhjól. Nú þýtur hún upp brekkur, kennir bílstjórum að umgangast hjólastíga og segir ekkert kappsmál fyrir henni að vera bíllaus. Hjólið veiti einfaldlega hamingju. Rafhjólin gætu orðið bylting millistéttarinnar. 10. nóvember 2023 12:41
Bein útsending: Léttum á umferðinni 2023 Opinn fundur borgarstjóra í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag klukkan 9-11:30. 10. nóvember 2023 08:16
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum