Goðsögn í Kópavogi fallin frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2023 14:29 Jói á hjólinu í Hamraborginni í Kópavogi. Orri Ragnar Árnason Amin Óhætt er segja að Kópavogur sakni eins síns dáðasta drengs. Jóhannes Jónasson, betur þekktur sem Jói á hjólinu, féll frá þann 27. október síðastliðinn. Hann var 81 árs. Jóhannes var eins og viðurnefni hans gefur til kynna alltaf á ferðinni og þar lék hjól hans lykilhlutverk. Kynslóðir íbúa í gamla hluta Kópavogs hafa orðið varar við Jóhannes, átt við hann samtöl og rætt daginn og veginn. Fjölmargar sögur eru til af Jóa, meðal annars ein þar sem hann átti að hafa hjólað aftan á strætisvagn. Jói mun hafa brugðist þannig við að rjúka inn í strætó til að ganga úr skugga um að það væri í lagi með alla þar inni. Heiðursviðurkenningin frá Sögufélagi Kópavogs og eldri Kópavogsbúum.Orri Ragnar Árnason Amin Orri Ragnar Árnason Amin átti kynni við Jóa sem barn og aftur þegar hann starfaði á bensínstöð Skeljungs vestast í Kársnesinu. Hann segir að minning um góðan dreng lifi en þarna hafi verið á ferðinni algjör gæðasál. Jói var heiðraður árið 2019 með heiðursviðurkenningu Sögufélags Kópavogs í Héraðsskjalasafni Kópavogs. Þar var hann titlaður Sögulegur reiðhjólameistari Kópavogs. Þar var því velt upp hvort nokkur ætti betra kolefnisspor en Jói sem hefði farið allra sína ferða án annarra orkugjafa en virkni eigin fóta. Konungur Kópavogs ætti nú skilið smá fjölmiðlaumfjöllun á þessum tímamótum. Jói á hjólinu er áttræður í dag. pic.twitter.com/WPWoqmkWr0— Hans Steinar (@hanssteinar) April 26, 2022 Þorkell Gunnarsson átti hugmyndina að viðurkenningunni og flutti erindi við athöfnina sem sjá má að neðan. Þar sagði hann helstu ósk sína til Jóa að brekkur hölluðu framvegis alltaf aðeins undan, vindurinn yrði í bakið og sólin skini ekki beint í augun. „Við erum að heiðra Jóhannes Jónasson vin okkar sem við þekkjum öll og hann þekkir okkur flest.“ Var honum afhent nýtt númer fyrir hjólið með Y-merkinu, bókstaf Kópavogs í gömlu bílnúmerunum, og ártalinu 1942. Jói hafði verið með númerið I á hjólinu sínu sem var bókstafur Ísafjarðar í gamla daga. Þá fylgdi gullmerki með mynd af einstaklingi á hjóli. Á henni stóð: „Jóhannes Jónasson, sögulegur hjólreiðameistari Kópavogs.“ Andlát Kópavogur Hjólreiðar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Jóhannes var eins og viðurnefni hans gefur til kynna alltaf á ferðinni og þar lék hjól hans lykilhlutverk. Kynslóðir íbúa í gamla hluta Kópavogs hafa orðið varar við Jóhannes, átt við hann samtöl og rætt daginn og veginn. Fjölmargar sögur eru til af Jóa, meðal annars ein þar sem hann átti að hafa hjólað aftan á strætisvagn. Jói mun hafa brugðist þannig við að rjúka inn í strætó til að ganga úr skugga um að það væri í lagi með alla þar inni. Heiðursviðurkenningin frá Sögufélagi Kópavogs og eldri Kópavogsbúum.Orri Ragnar Árnason Amin Orri Ragnar Árnason Amin átti kynni við Jóa sem barn og aftur þegar hann starfaði á bensínstöð Skeljungs vestast í Kársnesinu. Hann segir að minning um góðan dreng lifi en þarna hafi verið á ferðinni algjör gæðasál. Jói var heiðraður árið 2019 með heiðursviðurkenningu Sögufélags Kópavogs í Héraðsskjalasafni Kópavogs. Þar var hann titlaður Sögulegur reiðhjólameistari Kópavogs. Þar var því velt upp hvort nokkur ætti betra kolefnisspor en Jói sem hefði farið allra sína ferða án annarra orkugjafa en virkni eigin fóta. Konungur Kópavogs ætti nú skilið smá fjölmiðlaumfjöllun á þessum tímamótum. Jói á hjólinu er áttræður í dag. pic.twitter.com/WPWoqmkWr0— Hans Steinar (@hanssteinar) April 26, 2022 Þorkell Gunnarsson átti hugmyndina að viðurkenningunni og flutti erindi við athöfnina sem sjá má að neðan. Þar sagði hann helstu ósk sína til Jóa að brekkur hölluðu framvegis alltaf aðeins undan, vindurinn yrði í bakið og sólin skini ekki beint í augun. „Við erum að heiðra Jóhannes Jónasson vin okkar sem við þekkjum öll og hann þekkir okkur flest.“ Var honum afhent nýtt númer fyrir hjólið með Y-merkinu, bókstaf Kópavogs í gömlu bílnúmerunum, og ártalinu 1942. Jói hafði verið með númerið I á hjólinu sínu sem var bókstafur Ísafjarðar í gamla daga. Þá fylgdi gullmerki með mynd af einstaklingi á hjóli. Á henni stóð: „Jóhannes Jónasson, sögulegur hjólreiðameistari Kópavogs.“
Andlát Kópavogur Hjólreiðar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira