Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 12:33 Benedikt G. Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir að enn sem komið er séu engin merki um að kvika sé að færast ofar í jarðskorpunni. Frá miðætti hafa á þriðja tug jarðskjálfta mælst yfir þremur að stærð og þar af hafa sjö mælst fjórir að stærð og jafnvel stærri. Stærsti skjálftinn upp á 4,8 að stærð reið yfir klukkan 0:46 í nótt og svo fylgdi fjöldinn allur af stórum eftirskjálftum. Stóri skjálftinn í nótt er sá stærsti frá upp hafi jarðskjálftahrinunnar 25. október. Alls hafa 1400 skjálftar mælst á síðasta sólarhring. Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þetta hafa verið brotaskjálfta. Því stærri sem aðalskjálftinn er hverju sinni þeim mun stærri verði eftirskjálftarnir eins og raun bar vitni í nótt. „Það sem við sjáum fyrst og fremst þarna er stór skjálfti og svo eftirskjálftavirkni en það tengist kvikuinnskotinu vegna þess að það eru spennubreytingar sem koma honum af stað en við sjáum ekki nein merki um að þetta hafi komið kviku af stað eða að kvika sé farin að færast ofar í jarðskorpunni. Það er þetta stöðuga landris sem við sjáum.“ Er engin aukning á hraða landrissins eftir þann stóra sem reið yfir í nótt? „Það tekur smá tíma að sjá það,“ segir Benedikt og útskýrði að fleiri gögn þyrfti til að meta hvort hraðinn hafi aukist á landrisinu. Stærðskjálfta á hverju landsvæði fyrir sig er undir því komin hversu þykkur brotakenndi hluti jarðskorpunnar er. Er ekki dálítið óvanalegt að svona stór skjálfti hafi orðið á þessu svæði? „Þetta svæði er metið þannig að það geti borið skjálfta allt upp í 5,5 að stærð og jafnvel aðeins stærri. Við búumst ekki við stórum skjálftum yfir 6 þarna en við búumst við skjálftum, fimm komma eitthvað,“ segir Benedikt. Hamfaraskjálftar sé því ekki inn í myndinni á Reykjanesinu. Benedikt segir að starfsmenn Veðurstofunnar fylgist vel með þróun mála og að í þessum töluðu orðum sé verið að koma fyrir fleiri GPS mælum við Þorbjörn. Hann segir að umræðan í samfélaginu um yfirstandandi jarðhræringar hafi einkennst mjög af tali um allra verstu sviðsmyndina sem engin söguleg gögn séu um að hafi áður gerst en hann útilokaði þú ekki að hún gæti raungerst. Hún sé einfaldlega ekki líklegust. „Líklegasta niðurstaðan er að þetta hætti og ef það fer af stað atburðarás sem endar í gosi þá er lang líklegast að hún taki talsvert marga klukkutíma og jafnvel daga, það er bara það sem reynslan úr öðrum gosum fyrri ára segir okkur,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir aðspurð í samtali við fréttastofu að breytingar á almannavarnastigi sé alltaf í skoðun. Málið snúist um hvort kvika sé að færast ofar í jarðskorpunni sem vísindamenn segja að ekki bendi til á þessari stundu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. 9. nóvember 2023 12:09 „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Alls hafa 1400 skjálftar mælst á síðasta sólarhring. Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þetta hafa verið brotaskjálfta. Því stærri sem aðalskjálftinn er hverju sinni þeim mun stærri verði eftirskjálftarnir eins og raun bar vitni í nótt. „Það sem við sjáum fyrst og fremst þarna er stór skjálfti og svo eftirskjálftavirkni en það tengist kvikuinnskotinu vegna þess að það eru spennubreytingar sem koma honum af stað en við sjáum ekki nein merki um að þetta hafi komið kviku af stað eða að kvika sé farin að færast ofar í jarðskorpunni. Það er þetta stöðuga landris sem við sjáum.“ Er engin aukning á hraða landrissins eftir þann stóra sem reið yfir í nótt? „Það tekur smá tíma að sjá það,“ segir Benedikt og útskýrði að fleiri gögn þyrfti til að meta hvort hraðinn hafi aukist á landrisinu. Stærðskjálfta á hverju landsvæði fyrir sig er undir því komin hversu þykkur brotakenndi hluti jarðskorpunnar er. Er ekki dálítið óvanalegt að svona stór skjálfti hafi orðið á þessu svæði? „Þetta svæði er metið þannig að það geti borið skjálfta allt upp í 5,5 að stærð og jafnvel aðeins stærri. Við búumst ekki við stórum skjálftum yfir 6 þarna en við búumst við skjálftum, fimm komma eitthvað,“ segir Benedikt. Hamfaraskjálftar sé því ekki inn í myndinni á Reykjanesinu. Benedikt segir að starfsmenn Veðurstofunnar fylgist vel með þróun mála og að í þessum töluðu orðum sé verið að koma fyrir fleiri GPS mælum við Þorbjörn. Hann segir að umræðan í samfélaginu um yfirstandandi jarðhræringar hafi einkennst mjög af tali um allra verstu sviðsmyndina sem engin söguleg gögn séu um að hafi áður gerst en hann útilokaði þú ekki að hún gæti raungerst. Hún sé einfaldlega ekki líklegust. „Líklegasta niðurstaðan er að þetta hætti og ef það fer af stað atburðarás sem endar í gosi þá er lang líklegast að hún taki talsvert marga klukkutíma og jafnvel daga, það er bara það sem reynslan úr öðrum gosum fyrri ára segir okkur,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir aðspurð í samtali við fréttastofu að breytingar á almannavarnastigi sé alltaf í skoðun. Málið snúist um hvort kvika sé að færast ofar í jarðskorpunni sem vísindamenn segja að ekki bendi til á þessari stundu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. 9. nóvember 2023 12:09 „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
„Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. 9. nóvember 2023 12:09
„Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30