Einstakt stefnumót tunglsins og Venusar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 08:36 Einstakt sjónarspil má sjá nú í morgunsárið þegar tvö skærustu fyrirbæri himingeimsins mætast. Vísir/Vilhelm Tvö skærustu fyrirbæri næturhiminsins, Venus og tunglið, eiga stefnumót nú í morgunsárið sem myndar einstaklega fallegt sjónarspil. „Að morgni fimmtudagsins 9. nóvember 2023 verður sérstaklega glæsileg samstaða Venusar og tunglsins sjáanleg með berum augum í suðaustri. Í gegnum handsjónauka eða litla stjörnusjónauka er útsýnið sérstaklega glæsilegt.“ Þetta ritar stjörnufræðingurinn Sævar Helgi Bragason á vef sinn Stjörnufræði.is. Þar segir jafnframt að þegar líða fari á morguninn megi sjá Venus hverfa á bakvið tunglið. Áhugasömum er bent á að líta eftir því um klukkan 09:10. Venus birtist svo aftur sjónum rétt fyrir klukkan 10. Tunglið og Venus séð með litlum handsjónauka fimmtudagsmorguninn 9. nóvember 2023.Stjörnufræði/Sævar Helgi Jarðskin lýsir upp tunglið Venus og tunglið mætast á himni í hverjum mánuði, séu bæði fyrirbæri sýnileg. „Þetta himneska stefnumót endurtekur sig því að morgni 9. desember næstkomandi. Þá verður bilið á milli þeirra reyndar mun meira. Í byrjun janúar á næsta ári er Venus komin það lágt á loft að samstöðurnar sjást ekki lengur frá Íslandi,“ segir á vef Stjörnuvefsins. Um klukkan tíu mínútur yfir níu má sjá Venus hverfa á bak við tunglið.Vísir/Vilhelm Tunglið er einstaklega vel upplýst þessa dagana, líkt og margir hafa eflaust tekið eftir. Ástæða þess er ljós sem speglast af Jörðinni og lýsir upp tunglið, svokallað jarðskin. „Þetta kallast jarðskin og er ljós sem speglast af Jörðinni og lýsir upp tunglið, rétt eins og fullt tungl lýsir upp nóttina á Jörðinni. Ef þú stæðir á tunglinu sæirðu að Jörðin er að verða full upplýst.“ Geimurinn Tunglið Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
„Að morgni fimmtudagsins 9. nóvember 2023 verður sérstaklega glæsileg samstaða Venusar og tunglsins sjáanleg með berum augum í suðaustri. Í gegnum handsjónauka eða litla stjörnusjónauka er útsýnið sérstaklega glæsilegt.“ Þetta ritar stjörnufræðingurinn Sævar Helgi Bragason á vef sinn Stjörnufræði.is. Þar segir jafnframt að þegar líða fari á morguninn megi sjá Venus hverfa á bakvið tunglið. Áhugasömum er bent á að líta eftir því um klukkan 09:10. Venus birtist svo aftur sjónum rétt fyrir klukkan 10. Tunglið og Venus séð með litlum handsjónauka fimmtudagsmorguninn 9. nóvember 2023.Stjörnufræði/Sævar Helgi Jarðskin lýsir upp tunglið Venus og tunglið mætast á himni í hverjum mánuði, séu bæði fyrirbæri sýnileg. „Þetta himneska stefnumót endurtekur sig því að morgni 9. desember næstkomandi. Þá verður bilið á milli þeirra reyndar mun meira. Í byrjun janúar á næsta ári er Venus komin það lágt á loft að samstöðurnar sjást ekki lengur frá Íslandi,“ segir á vef Stjörnuvefsins. Um klukkan tíu mínútur yfir níu má sjá Venus hverfa á bak við tunglið.Vísir/Vilhelm Tunglið er einstaklega vel upplýst þessa dagana, líkt og margir hafa eflaust tekið eftir. Ástæða þess er ljós sem speglast af Jörðinni og lýsir upp tunglið, svokallað jarðskin. „Þetta kallast jarðskin og er ljós sem speglast af Jörðinni og lýsir upp tunglið, rétt eins og fullt tungl lýsir upp nóttina á Jörðinni. Ef þú stæðir á tunglinu sæirðu að Jörðin er að verða full upplýst.“
Geimurinn Tunglið Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira