„Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2023 21:38 Víðir sagði mikilvægt að fólk hefði í huga að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta. Þá sagði hann engan minni mann ef hann leitaði sér aðstoðar vegna ástandsins á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, sagði mikilvægt að muna að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta, þegar hann ræddi jarðhræringar á Reykjanesskaga á íbúafundi í Stapa í Reykjanesbæ í kvöld. Víðir var á meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn, en auk hans voru framsögumenn Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri og jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni, Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, og Páll Erland, forstjóri HS Veitna. Fundargestum gefst einnig kostur á að spyrja hópinn spurninga, en nálgast má streymi frá fundinum hér. „Mest af umræðunni undanfarna daga hefur snúist um áhrifin og hættu á eldgosu. En við megum ekki gleyma því að einn af fylgikvillum þessara umbrota eru jarðskjálftarnir sem mörg okkar hafa fundið ansi hressilega fyrir,“ sagði Víðir og bætti við að slíkir jarðskjálftar geti verið verulega óþægilegir fyrir marga. Búin undir svörtustu sviðsmyndir „Umfjöllunin hefur að miklu leyti snúist um þessar svörtustu spár,“ sagði Víðir. Hann ítrekaði mikilvægi þess að fólk tæki með í reikninginn að margt gæti gerst, og þá annað og minna en svörtustu spár geri ráð fyrir. „Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin. Það er líklegast að það gerist eitthvað annað en það allra svartasta sem við erum að tala um. Það breytir ekki því að við erum búin undir að takast á við mjög erfið verkefni. En við gerum okkur líka grein fyrir því að umræðan hefur verið á þeim nótum, eðlilega til þess að allir séu upplýstir um hvað getur gerst, þá hefur hún verið með þeim hætti að mörgum líður illa.“ Víðir sagði óvissu alltumlykjandi þegar að jarðhræringunum kemur. „Að búa við óvissu getur skapað vanlíðan og það dregur líka úr þolinu okkar, það minnkar seigluna sem við höfum. Endurteknir atburðir, aftur og aftur, geta dregið smám saman úr baráttuþrekinu sem við höfum,“ sagði Víðir. Enginn minni maður sem leitar sér hjálpar Því væri mikilvægt að fólk hugaði hvert að öðru. „Hugsum um andlegu heilsuna, pössum upp á náungann, pössum upp á fólkið sem á erfitt með að afla sér upplýsinga, pössum upp á þá sem skilja ekki aðstæðurnar, ræðum hreinskilið við börnin okkar, ræðum hreinskilið við fjölskylduna, förum eftir þeim leiðbeiningum sem eru birtar og hlustum á þær upplýsingamiðlanir sem eru byggðar á traustum og góðum upplýsingum.“ Þá minnti Víðir á að hægt væri að leita sér aðstoðar við vanlíðan, meðal annars í hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og á netspjallinu 1717.is. Þar sé alltaf hægt að fá aðstoð í fullum trúnaði. „Það er enginn minni maður þó hann leiti sér aðstoðar og er með einhverjar spurningar þegar ástandið er svona,“ sagði Víðir. Þá sagði Víðir að það mikilvægasta sem íbúar jarðskjálftasvæða gætu gert væri að kynna sér viðbragðsáætlanir, huga að eigin viðbrögðum og gera ráðstafanir til að auka eigið öryggi. Þannig megi minnka álag á viðbragðsaðila og kerfi þegar erfiða tíma beri að garði. „Þannig getum við unnið áfram saman í þessu.“ Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Víðir var á meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn, en auk hans voru framsögumenn Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri og jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni, Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, og Páll Erland, forstjóri HS Veitna. Fundargestum gefst einnig kostur á að spyrja hópinn spurninga, en nálgast má streymi frá fundinum hér. „Mest af umræðunni undanfarna daga hefur snúist um áhrifin og hættu á eldgosu. En við megum ekki gleyma því að einn af fylgikvillum þessara umbrota eru jarðskjálftarnir sem mörg okkar hafa fundið ansi hressilega fyrir,“ sagði Víðir og bætti við að slíkir jarðskjálftar geti verið verulega óþægilegir fyrir marga. Búin undir svörtustu sviðsmyndir „Umfjöllunin hefur að miklu leyti snúist um þessar svörtustu spár,“ sagði Víðir. Hann ítrekaði mikilvægi þess að fólk tæki með í reikninginn að margt gæti gerst, og þá annað og minna en svörtustu spár geri ráð fyrir. „Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin. Það er líklegast að það gerist eitthvað annað en það allra svartasta sem við erum að tala um. Það breytir ekki því að við erum búin undir að takast á við mjög erfið verkefni. En við gerum okkur líka grein fyrir því að umræðan hefur verið á þeim nótum, eðlilega til þess að allir séu upplýstir um hvað getur gerst, þá hefur hún verið með þeim hætti að mörgum líður illa.“ Víðir sagði óvissu alltumlykjandi þegar að jarðhræringunum kemur. „Að búa við óvissu getur skapað vanlíðan og það dregur líka úr þolinu okkar, það minnkar seigluna sem við höfum. Endurteknir atburðir, aftur og aftur, geta dregið smám saman úr baráttuþrekinu sem við höfum,“ sagði Víðir. Enginn minni maður sem leitar sér hjálpar Því væri mikilvægt að fólk hugaði hvert að öðru. „Hugsum um andlegu heilsuna, pössum upp á náungann, pössum upp á fólkið sem á erfitt með að afla sér upplýsinga, pössum upp á þá sem skilja ekki aðstæðurnar, ræðum hreinskilið við börnin okkar, ræðum hreinskilið við fjölskylduna, förum eftir þeim leiðbeiningum sem eru birtar og hlustum á þær upplýsingamiðlanir sem eru byggðar á traustum og góðum upplýsingum.“ Þá minnti Víðir á að hægt væri að leita sér aðstoðar við vanlíðan, meðal annars í hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og á netspjallinu 1717.is. Þar sé alltaf hægt að fá aðstoð í fullum trúnaði. „Það er enginn minni maður þó hann leiti sér aðstoðar og er með einhverjar spurningar þegar ástandið er svona,“ sagði Víðir. Þá sagði Víðir að það mikilvægasta sem íbúar jarðskjálftasvæða gætu gert væri að kynna sér viðbragðsáætlanir, huga að eigin viðbrögðum og gera ráðstafanir til að auka eigið öryggi. Þannig megi minnka álag á viðbragðsaðila og kerfi þegar erfiða tíma beri að garði. „Þannig getum við unnið áfram saman í þessu.“
Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira