Gera ráð fyrir afgangi af rekstri borgarinnar á næsta ári Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2023 11:59 Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri Reykjavíkur. Stöð 2/Arnar Gert er ráð fyrir því að sex hundruð milljóna króna afgangur verði af rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á næsta ári, ári á undan áætlun. Borgarstjóri segir að tekist hafi að snúa rekstri borgarinnar við þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024, sem birt var í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hélt stutta kynningu á áætluninni í Ráðhúsinu á tólfta tímanum í dag. Hann segir að áætlunin sé lögð fram við erfiðar aðstæður í efnahagslífinu og að Reykjavíkurborg hafi tekist að takast á við þær aðstæður í ár og við gerð fjárhagsáætlanar. Áætlunin sé lögð fram með afgangi ári á undan áætlun, gert sé ráð fyrir jákvæðu veltufé frá rekstri, hlutfall launa fari lækkandi. „Þetta er auðvitað beint viðbragð við erfiðu rekstrarumhverfi. Það er áhugavert hvað efnahagslegt umhverfi sveitarfélaga og heimila er ótrúlega sveiflukennt á Íslandi,“ segir hann. Tíu milljarða viðsnúningur Þá segir Dagur að útkomuspá sýnir að það stefni í tíu milljarða króna viðsnúning í rekstri borgarinnar milli áranna 2022 og 2023. Áfram verði hagrætt í rekstri og dregið úr fjárfestingum, án þess þó að grunnþjónusta verði skert. Þá sé borgin í sögulegum vexti og tekjur aukist í samræmi við það. „Fjöldi starfandi er að aukast mjög mikið, atvinnuleysi er mjög lítið af því að atvinnulífinu gengur býsna vel, þrátt fyrir erfiðar aðstæður.“ Batnandi afkoma næstu fimm ár Fjárhagsáætlun ársins 2024, sem lögð er fyrir borgarstjórn í dag, gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 7,6 milljarða króna. Á árunum 2025-2028 er gert ráð fyrir batnandi afkomu A- og B- hluta. Gert er ráð fyrir að í lok árs 2024 nemi eignir samtals 969 milljörðum og aukist um 58,4 milljarða á árinu. Þá er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 46,8 prósent og hækki um 0,7 prósent. Fjárhags- og fimm ára áætlun gerir ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að skuldaviðmið verði yfir viðmiði árin 2024 til 2026, en haldi frá og með árinu 2027. Málefni fatlaðra áfram þungur baggi á borginni Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að mikilvægt sé að draga fram stöðuna í málaflokki fatlaðs fólks. Halli í rekstri málaflokksins hafi farið vaxandi á síðustu árum og reynst vanfjármagnaður um 9,3 milljarða króna árið 2022. „Þessi staða ein og sér hefur mikil áhrif á rekstur borgarinnar og fjárhagslega getu hennar til áframhaldandi þróunar og vaxtar, en auk rekstrarhalla af núverandi þjónustu eru biðlistar eftir búsetuíbúðum og nýjum NPA samningum ófjármagnaðir.“ Á fundinum sagði fjárhagsleg samskipti við ríkið í tengslum við málaflokkinn væru skilgreind sem stærsti áhættuþátturinn í fjármálum Reykjavíkurborgar. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024, sem birt var í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hélt stutta kynningu á áætluninni í Ráðhúsinu á tólfta tímanum í dag. Hann segir að áætlunin sé lögð fram við erfiðar aðstæður í efnahagslífinu og að Reykjavíkurborg hafi tekist að takast á við þær aðstæður í ár og við gerð fjárhagsáætlanar. Áætlunin sé lögð fram með afgangi ári á undan áætlun, gert sé ráð fyrir jákvæðu veltufé frá rekstri, hlutfall launa fari lækkandi. „Þetta er auðvitað beint viðbragð við erfiðu rekstrarumhverfi. Það er áhugavert hvað efnahagslegt umhverfi sveitarfélaga og heimila er ótrúlega sveiflukennt á Íslandi,“ segir hann. Tíu milljarða viðsnúningur Þá segir Dagur að útkomuspá sýnir að það stefni í tíu milljarða króna viðsnúning í rekstri borgarinnar milli áranna 2022 og 2023. Áfram verði hagrætt í rekstri og dregið úr fjárfestingum, án þess þó að grunnþjónusta verði skert. Þá sé borgin í sögulegum vexti og tekjur aukist í samræmi við það. „Fjöldi starfandi er að aukast mjög mikið, atvinnuleysi er mjög lítið af því að atvinnulífinu gengur býsna vel, þrátt fyrir erfiðar aðstæður.“ Batnandi afkoma næstu fimm ár Fjárhagsáætlun ársins 2024, sem lögð er fyrir borgarstjórn í dag, gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 7,6 milljarða króna. Á árunum 2025-2028 er gert ráð fyrir batnandi afkomu A- og B- hluta. Gert er ráð fyrir að í lok árs 2024 nemi eignir samtals 969 milljörðum og aukist um 58,4 milljarða á árinu. Þá er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 46,8 prósent og hækki um 0,7 prósent. Fjárhags- og fimm ára áætlun gerir ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að skuldaviðmið verði yfir viðmiði árin 2024 til 2026, en haldi frá og með árinu 2027. Málefni fatlaðra áfram þungur baggi á borginni Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að mikilvægt sé að draga fram stöðuna í málaflokki fatlaðs fólks. Halli í rekstri málaflokksins hafi farið vaxandi á síðustu árum og reynst vanfjármagnaður um 9,3 milljarða króna árið 2022. „Þessi staða ein og sér hefur mikil áhrif á rekstur borgarinnar og fjárhagslega getu hennar til áframhaldandi þróunar og vaxtar, en auk rekstrarhalla af núverandi þjónustu eru biðlistar eftir búsetuíbúðum og nýjum NPA samningum ófjármagnaðir.“ Á fundinum sagði fjárhagsleg samskipti við ríkið í tengslum við málaflokkinn væru skilgreind sem stærsti áhættuþátturinn í fjármálum Reykjavíkurborgar.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira