Huldumenn frömdu hópárás við frisbígolfvöll Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2023 08:41 Árásin var framin við frisbýgolfvöll. Þessi frisbýgolfari tengist henni ekki. Getty/Fug4s Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás við frisbígolfvöll í Reykjavík. Árásina framdi hann í félagi með „óþekktum aðilum.“ Maðurinn, sem var aðeins sautján ára gamall þegar árásin var framin í júlí árið 2021, var ákærður fyrir að hafa veist að manni með ofbeldi og slegið hann með krepptum hnefa í andlit og búk, og í félagi með óþekktum aðilum sparkað í hann þar sem hann lá á jörðinni, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á framhandlegg, mar á höfði, mar á hálsi, mar á bol og rof á hljóðhimnu. Upphaflega heimfærði ákæruvaldið brot mannsins undir ákvæði hegningarlaga um stórfellda líkamsárás en undir rekstri málsins málsins var því breytt og bókað í þingbók að ákæruvaldið teldi háttsemina falla undir ákvæði um minniháttar líkamsárás. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir eignaspjöll og vopnalagabrot, með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 12. febrúar 2022, haft í vörslum sínum úðavopn og kylfu og síðar sama kvöld slegið í útidyrahurð með kylfunni, með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Brotaþoli krafðist 1,5 milljóna Maðurinn játaði brot sýn skýlaust og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa og að bótakrafa brotaþola yrði lækkuð verulega. Fyrir hönd brotaþola var gerð miskabótakrafa upp á 1,5 milljónir króna. Málið var tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu og talið fullsannað með játningu mannsins. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að maðurinn hafi verið mjög ungur að aldri þegar hann framdi brot sín, að hann hefði ekki áður gerst brotlegur við lög og skýlausrar játningar hans. Aftur á móti var litið til þess að hann hefði ráðist með ofbeldi á annan mann og þannig lagt líf hans í hættu. Ekki yrði annað séð en að að um tilefnislausa árás hafi verið að ræða, sem maðurinn framdi að auki í félagi við óþekkta aðila. Þá hafi líkamsárás hans verið til þess fallin að hafa nokkrar afleiðingar fyrir brotaþola, þar með talið andlegar. Með hliðsjón af því var maðurinn dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar en fullnustu refsingar frestað og hún skilorðsbundin til tveggja ára. Þá segir í dóminum að með hliðsjón af sakarefni málsins, dómaframkvæmd og framlögðum gögnum sé að mati dómsins hæfilegt að maðurinn greiði brotaþola 350 þúsund krónur í miskabætur, með vöxtum og dráttarvöxtum. Þá var manninum gert að greiða brotaþola 482 þúsund krónur í málskostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns upp á sömu krónutölu. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Maðurinn, sem var aðeins sautján ára gamall þegar árásin var framin í júlí árið 2021, var ákærður fyrir að hafa veist að manni með ofbeldi og slegið hann með krepptum hnefa í andlit og búk, og í félagi með óþekktum aðilum sparkað í hann þar sem hann lá á jörðinni, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á framhandlegg, mar á höfði, mar á hálsi, mar á bol og rof á hljóðhimnu. Upphaflega heimfærði ákæruvaldið brot mannsins undir ákvæði hegningarlaga um stórfellda líkamsárás en undir rekstri málsins málsins var því breytt og bókað í þingbók að ákæruvaldið teldi háttsemina falla undir ákvæði um minniháttar líkamsárás. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir eignaspjöll og vopnalagabrot, með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 12. febrúar 2022, haft í vörslum sínum úðavopn og kylfu og síðar sama kvöld slegið í útidyrahurð með kylfunni, með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Brotaþoli krafðist 1,5 milljóna Maðurinn játaði brot sýn skýlaust og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa og að bótakrafa brotaþola yrði lækkuð verulega. Fyrir hönd brotaþola var gerð miskabótakrafa upp á 1,5 milljónir króna. Málið var tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu og talið fullsannað með játningu mannsins. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að maðurinn hafi verið mjög ungur að aldri þegar hann framdi brot sín, að hann hefði ekki áður gerst brotlegur við lög og skýlausrar játningar hans. Aftur á móti var litið til þess að hann hefði ráðist með ofbeldi á annan mann og þannig lagt líf hans í hættu. Ekki yrði annað séð en að að um tilefnislausa árás hafi verið að ræða, sem maðurinn framdi að auki í félagi við óþekkta aðila. Þá hafi líkamsárás hans verið til þess fallin að hafa nokkrar afleiðingar fyrir brotaþola, þar með talið andlegar. Með hliðsjón af því var maðurinn dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar en fullnustu refsingar frestað og hún skilorðsbundin til tveggja ára. Þá segir í dóminum að með hliðsjón af sakarefni málsins, dómaframkvæmd og framlögðum gögnum sé að mati dómsins hæfilegt að maðurinn greiði brotaþola 350 þúsund krónur í miskabætur, með vöxtum og dráttarvöxtum. Þá var manninum gert að greiða brotaþola 482 þúsund krónur í málskostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns upp á sömu krónutölu.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira