Fótbolti

Fékk rautt spjald en studdi liðsfélagana úr stúkunni með blys við hönd

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ole Sæter sést hér, enn klæddur liðsúlpu Rosenborgar, meðal stuðningsmanna uppi í stúku eftir að hafa fengið rautt spjald.
Ole Sæter sést hér, enn klæddur liðsúlpu Rosenborgar, meðal stuðningsmanna uppi í stúku eftir að hafa fengið rautt spjald.

Ísak Snær Þorvaldsson var á skotskónum þegar Rosenborg lagði erkifjendur sína Molde 2-1 að velli. Þetta var annar sigur liðsins í röð eftir að hafa fara fimm leiki þar áður án sigurs, Ísak hefur skorað mark í báðum leikjum. 

Ísak skoraði opnunarmark leiksins 19. mínútu en Emil Breivik jafnaði fyrir Molde skömmu síðar. 

Það kom svo til átaka undir lok fyrri hálfleiks þegar Mathias Lovik fór í groddaralega tæklingu á Jayden Nelson. Mathias var rekinn af velli fyrir brotið og Ole Sæter, varamaður Molde, var rekinn af velli fyrir að hlaupa inn á völlinn og hrinda leikmanni Molde til jarðar. 

Leikmaðurinn skellti sér samt ekkert í sturtu heldur dreif sig bara beint upp í stúku, fann sér blys og byrjaði að styðja sína menn til sigurs við mikla gleði annarra stuðningsmanna. 

Það dugði þó ekki til, Sverre Halseth Nypan skoraði annað mark Rosenborg í seinni hálfleiknum og tryggði sínu liði þrjú stig úr erkifjendaslagnum, Emil Frederiksen setti svo smiðshöggið á 95. mínútu þegar hann skoraði þriðja mark Rosenborg og gekk endanlega frá leiknum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×