Innlent

Snarpur skjálfti í morgun

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Mikil skjálftavirkni hefur verið við á Reykjanesskaga síðustu daga.
Mikil skjálftavirkni hefur verið við á Reykjanesskaga síðustu daga. Vísir/Vilhelm

Skjálftavirkni jókst upp úr klukkan fimm í morgun við Eldvörp á Reykjanesskaga. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð, rétt fyrir klukkan 6.00 í morgun. Yfir 130 skjálftar hafa mælst síðasta klukkutímann, flestir á um 3-5 kílómetra dýpi. Enginn gosórói er á svæðinu.

Verið er að yfirfara frekari stærðir jarðskjálfta og búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni í dag. Tilkynningar hafa borist um að fólk hafi fundið fyrir skjálftum alla leið upp á Akranesi.

 Yfir 15.500 skjálftar hafa mælst í hrinunni sem hófst 25. október við Þorbjörn. Stærsti skjálftinn mældist 4,5 að stærð.

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna hrinunnar, að því er fram kemur á vef Veðurstofu

Á kortinu sjást hvar jarðskjálftarnir hafa verið í morgun.Veðurstofan


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×