Vatnshellir á Snæfellsnesi nýtur mikilla vinsælda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. nóvember 2023 20:30 Ægir Þór Þórsson framkvæmdastjóri Vatnshellisins á Snæfellsnesi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðir í Vatnshelli á Snæfellsnesi með ferðamenn hafa heldur betur slegið í gegn því það eru farnar sextán ferðir á dag þegar mest er að gera. Um er að ræða tvö hundruð metra langan hraunhelli þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Vatnshellirinn, sem er í Purkhólahrauni sunnan við Snæfellsjökul er einn af vinsælustu ferðamannastöðunum á Snæfellsnesi. Hellirinn er aðgengilegur með hringstigum en þá er farið um 35 metra niður fyrir yfirborð jarðar og um 200 metra inn í hellinn með vasaljósum. Feðgarnir Þór Magnússon og Ægir Þór eiga heiðurinn af starfseminni og hellaferðunum. „Þetta er hraunrása hellir, sem að varð til hér fyrir átta þúsund árum, gaus hér í eldfjalli, sem er hér á bak við og heitir Purkhóll. Hann er um 200 metra langur og við förum svona 35 metra undir yfirborðið í þessari ferð, sem við erum að fara og það er eiginlega skoðaður allur hellirinn í þeirri ferð. Það er frekar hátt til loft myndi ég segja miðað við aðra hella en kannski ekkert rosalega langur þannig séð,” segir Ægir Þór Þórsson framkvæmdastjóri hellisins. Ægir segir að ferðirnar í hellinn hafi alveg slegið í gegn. „Já, það má alveg segja það. Við erum búin að vera hérna núna í 10 ár og þetta hefur bara gengið vel. Það eru auðvitað eins og á flestum ferðamannastöðum þá eru þetta langmest erlendir ferðamenn en þetta hafa verið svona tíu prósent Íslendingar í gegnum tíðina hjá okkur. Þetta eru svona um 16 ferðir á dag þegar mest er að gera, sem við erum að fara. Það er á hálftíma fresti alveg frá 10:00 til 17:30,” segir Ægir. Ferðamenn eru mjög ánægðir með þá upplifun, sem fylgir því að fara í hellinn.Aðsend En hver er upplifun ferðamanna, sem hafa skoðað hellinn? „Bara mjög góð myndi ég segja. Við höfum bara verið mjög ánægð með viðtökurnar og fólk virðist bara fíla þetta mjög vel að komast svona inn í hraunrásahelli.” Heimasíða fyrirtækisins Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Vatnshellirinn, sem er í Purkhólahrauni sunnan við Snæfellsjökul er einn af vinsælustu ferðamannastöðunum á Snæfellsnesi. Hellirinn er aðgengilegur með hringstigum en þá er farið um 35 metra niður fyrir yfirborð jarðar og um 200 metra inn í hellinn með vasaljósum. Feðgarnir Þór Magnússon og Ægir Þór eiga heiðurinn af starfseminni og hellaferðunum. „Þetta er hraunrása hellir, sem að varð til hér fyrir átta þúsund árum, gaus hér í eldfjalli, sem er hér á bak við og heitir Purkhóll. Hann er um 200 metra langur og við förum svona 35 metra undir yfirborðið í þessari ferð, sem við erum að fara og það er eiginlega skoðaður allur hellirinn í þeirri ferð. Það er frekar hátt til loft myndi ég segja miðað við aðra hella en kannski ekkert rosalega langur þannig séð,” segir Ægir Þór Þórsson framkvæmdastjóri hellisins. Ægir segir að ferðirnar í hellinn hafi alveg slegið í gegn. „Já, það má alveg segja það. Við erum búin að vera hérna núna í 10 ár og þetta hefur bara gengið vel. Það eru auðvitað eins og á flestum ferðamannastöðum þá eru þetta langmest erlendir ferðamenn en þetta hafa verið svona tíu prósent Íslendingar í gegnum tíðina hjá okkur. Þetta eru svona um 16 ferðir á dag þegar mest er að gera, sem við erum að fara. Það er á hálftíma fresti alveg frá 10:00 til 17:30,” segir Ægir. Ferðamenn eru mjög ánægðir með þá upplifun, sem fylgir því að fara í hellinn.Aðsend En hver er upplifun ferðamanna, sem hafa skoðað hellinn? „Bara mjög góð myndi ég segja. Við höfum bara verið mjög ánægð með viðtökurnar og fólk virðist bara fíla þetta mjög vel að komast svona inn í hraunrásahelli.” Heimasíða fyrirtækisins
Snæfellsbær Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira