Innlent

Svif­ryk lík­lega fram á mánu­dag

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Tilkynnt var um háan styrk svifryks fyrr í vikunni. 
Tilkynnt var um háan styrk svifryks fyrr í vikunni.  Vísir/Vilhelm

Loftgæði hafa mælst óholl víða á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan tvö í dag. Veðurfræðingur segir líklegt að hár styrkur svifryks muni mælast fram á mánudag. 

Marcel De Vries, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands rekur svifrykið til foksands á hálendinu, hvasst sé víða um land. Tilkynnt var um háan styrk svifryks á höfuðborgarsvæðinu fyrr í vikunni af sömu ástæðu. 

Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að loftgæði hafa mælst óholl í dag í Kópavogi og Sundahöfn. Þá hefur svifryk mælst sem óhollt fyrir viðkvæma í Laugarnesi og Vesturbæ.

Svifryk mældist mest við Hörðuvallaskóla í Kópavogi á þriðja tímanum, 218,2 míkrógrömm á rúmmetra. Sólarhringsheilsuverndarmörk fyrir svifryk (PM10) eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Marcel segir líklegt að svifryksmengun haldi áfram að mælast á meðan þurrt og stillt er á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir líklegt að svifryk mælist svipað þar til á mánudag. 

Hægt er að fylgjast með mælingum loftgæða á Loftgæði.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×