Tveir urðu fyrir skoti í árásinni við Silfratjörn Margrét Björk Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. nóvember 2023 11:50 Blóðslettur voru enn sýnilegar í anddyri fjölbýlishússins við Silfratjörn eftir hádegið í gær. Vísir/Vilhelm Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn fékk skrámu. Um er að ræða deilur milli tveggja hópa sem ólíklegt er að sjái fyrir endann á. Lögregla kannar hvort auka þurfi viðbúnað í höfuðborginni vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu réðust nokkrir menn á fjóra aðra á fimmta tímanum í gærnótt við fjölbýlishúsið við Silfrutjörn. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta það. Ekki er ljóst hversu margir árásarmannanna beittu skotvopnum en skotin hæfðu tvo. Annar þeirra særðist en áverkarnir voru ekki alvarlegir. Hann var útskrifaður af Landspítalanum í gær. Hinn fékk skrámu en leitaði ekki aðhlynningar á sjúkrahúsi. Heimildir herma að um sé að ræða hefnaraðgerðir milli hópanna tveggja sem hafi stigmagnast síðustu daga. Skotin hæfðu íbúð í nágrenninu við árásarvettvang sem er alls ótengd málinu og kyrrstæðan bíl við Silfrutjörn. Aukinn viðbúnaður til skoðunar Sjö hafa verið handteknir vegna árársarinnar og Grímur Grímsson, hjá miðlægri deild lögreglu, telur að lögregla hafi alla í haldi sem tengjast henni. Hann vill ekki gefa upp á þessu stigi málsins hvort mennirnir hafi áður komið við sögu lögreglunnar. Grímur Grímsson vill lítið gefa upp um stöðu mála.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort skotvopn, eitt eða fleiri, hafi fundist segir Grímur að húsleit hafi verið framkvæmd á fleiri en einum stað í gær samhliða handtökunum. Hann telur ekki tímabært að upplýsa hvað hafi komið úr úr þeim. Þá vill hann ekki svara því hvort talið sé að einn eða fleiri aðili hafi beitt skotvopni né nokkuð um vopnategund. Varðandi aukinn viðbúnað lögreglu um helgina segir Grímur að það sé til skoðunar. Eðli málsins samkvæmt sé ekki heppilegt að tilgreina viðbúnað lögreglu í smáatriðum. Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hófst í gær og stendur yfir um helgina. Má búast við miklum fjölda fólks í miðbæ Reykjavíkur. Næstu skref lögreglunnar eru að sögn Gríms að ljúka yfirheyrslum yfir þeim sem handteknir voru í gær og í framhaldi verða teknar ákvarðanir um áframhald rannsóknarinnar. Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Yfirheyrslur yfir sjömenningum framundan Yfirheyrslur yfir mönnunum sjö sem handteknir voru vegna skotárásar í fjölbýli á Silfratjörn í Úlfarsárdal munu fara fram í dag. Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar um mennina að svo stöddu. 3. nóvember 2023 09:29 Lögregla gefur ekkert upp um þá handteknu Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er. 2. nóvember 2023 18:47 Vaktin: Lögregla leitar logandi ljósi að byssumanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar byssumanns eftir að maður var skotinn fyrir utan fjölbýlishús í Silfratjörn í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í málinu. 2. nóvember 2023 14:27 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu réðust nokkrir menn á fjóra aðra á fimmta tímanum í gærnótt við fjölbýlishúsið við Silfrutjörn. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta það. Ekki er ljóst hversu margir árásarmannanna beittu skotvopnum en skotin hæfðu tvo. Annar þeirra særðist en áverkarnir voru ekki alvarlegir. Hann var útskrifaður af Landspítalanum í gær. Hinn fékk skrámu en leitaði ekki aðhlynningar á sjúkrahúsi. Heimildir herma að um sé að ræða hefnaraðgerðir milli hópanna tveggja sem hafi stigmagnast síðustu daga. Skotin hæfðu íbúð í nágrenninu við árásarvettvang sem er alls ótengd málinu og kyrrstæðan bíl við Silfrutjörn. Aukinn viðbúnaður til skoðunar Sjö hafa verið handteknir vegna árársarinnar og Grímur Grímsson, hjá miðlægri deild lögreglu, telur að lögregla hafi alla í haldi sem tengjast henni. Hann vill ekki gefa upp á þessu stigi málsins hvort mennirnir hafi áður komið við sögu lögreglunnar. Grímur Grímsson vill lítið gefa upp um stöðu mála.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort skotvopn, eitt eða fleiri, hafi fundist segir Grímur að húsleit hafi verið framkvæmd á fleiri en einum stað í gær samhliða handtökunum. Hann telur ekki tímabært að upplýsa hvað hafi komið úr úr þeim. Þá vill hann ekki svara því hvort talið sé að einn eða fleiri aðili hafi beitt skotvopni né nokkuð um vopnategund. Varðandi aukinn viðbúnað lögreglu um helgina segir Grímur að það sé til skoðunar. Eðli málsins samkvæmt sé ekki heppilegt að tilgreina viðbúnað lögreglu í smáatriðum. Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hófst í gær og stendur yfir um helgina. Má búast við miklum fjölda fólks í miðbæ Reykjavíkur. Næstu skref lögreglunnar eru að sögn Gríms að ljúka yfirheyrslum yfir þeim sem handteknir voru í gær og í framhaldi verða teknar ákvarðanir um áframhald rannsóknarinnar.
Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Yfirheyrslur yfir sjömenningum framundan Yfirheyrslur yfir mönnunum sjö sem handteknir voru vegna skotárásar í fjölbýli á Silfratjörn í Úlfarsárdal munu fara fram í dag. Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar um mennina að svo stöddu. 3. nóvember 2023 09:29 Lögregla gefur ekkert upp um þá handteknu Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er. 2. nóvember 2023 18:47 Vaktin: Lögregla leitar logandi ljósi að byssumanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar byssumanns eftir að maður var skotinn fyrir utan fjölbýlishús í Silfratjörn í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í málinu. 2. nóvember 2023 14:27 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Yfirheyrslur yfir sjömenningum framundan Yfirheyrslur yfir mönnunum sjö sem handteknir voru vegna skotárásar í fjölbýli á Silfratjörn í Úlfarsárdal munu fara fram í dag. Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar um mennina að svo stöddu. 3. nóvember 2023 09:29
Lögregla gefur ekkert upp um þá handteknu Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er. 2. nóvember 2023 18:47
Vaktin: Lögregla leitar logandi ljósi að byssumanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar byssumanns eftir að maður var skotinn fyrir utan fjölbýlishús í Silfratjörn í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í málinu. 2. nóvember 2023 14:27