Vill stjórnendur laxeldisfyrirtækja í fangelsi Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2023 20:37 Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Vísir/Einar Um milljón lúsugum löxum hefur verið slátrað eða þeir drepist í sjókvíum í Tálknafirði. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir útilokað annað en að fiskarnir þjáist miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag. Hann kallar stjórnendur fyrirtækjanna glæpamenn. Kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttir flaug dróna yfir sjókví Arctic Fish þegar hún var stödd í Tálknafirði um síðustu helgi en ofan í má sjá fjölda laxa nálægt yfirborðinu. Allir þeir eiga það sameiginlegt að vera hvítir á hausnum og er það vegna laxalúsar sem hrjáir laxana í kvíunum í firðinum. Þrettánfaldur íslenski stofninn Í viðtali við Heimildina í gær sagði sviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, að um milljón fiskar hafi drepist eða verið fargað vegna lúsarinnar. Til þess að setja þá tölu í samhengi samanstendur villti íslenski laxastofninn af um 80 þúsund fiskum. Því er allt að þrettán sinnum fleiri fiskar sem lúsafaraldurinn hefur dregið til dauða en þeir sem lifa villtir í ám Íslands. Klippa: Grálúsugir laxar Viðskiptamódelið geri ráð fyrir þjáningu Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir það hafa verið hræðilegt að sjá myndirnar frá Veigu. „Þessar myndir sýna okkur svart á hvítu hvernig þessi fyrirtæki starfa. Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að sjókvíaeldi á laxi, hvílir á viðskiptamódeli þar sem er gert ráð fyrir gríðarlegri þjáningu og dauða eldisdýra. Það er skrifað inn í þessi módel og það er gert ráð fyrir því að 20 prósent eldisdýra deyi ári hverju. Þau deyja ekki friðsamlegum dauða,“ segir Jón. Hann segir ljóst að ef um væri að ræða spendýr þá væri löngu búið að stöðva eldisstarfsemina. „Þetta er í mínum huga glæpsamlegt framferði og stjórnendur þessara fyrirtækja ættu að vera í fangelsi,“ segir Jón. Tálknafjörður Dýraheilbrigði Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttir flaug dróna yfir sjókví Arctic Fish þegar hún var stödd í Tálknafirði um síðustu helgi en ofan í má sjá fjölda laxa nálægt yfirborðinu. Allir þeir eiga það sameiginlegt að vera hvítir á hausnum og er það vegna laxalúsar sem hrjáir laxana í kvíunum í firðinum. Þrettánfaldur íslenski stofninn Í viðtali við Heimildina í gær sagði sviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, að um milljón fiskar hafi drepist eða verið fargað vegna lúsarinnar. Til þess að setja þá tölu í samhengi samanstendur villti íslenski laxastofninn af um 80 þúsund fiskum. Því er allt að þrettán sinnum fleiri fiskar sem lúsafaraldurinn hefur dregið til dauða en þeir sem lifa villtir í ám Íslands. Klippa: Grálúsugir laxar Viðskiptamódelið geri ráð fyrir þjáningu Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir það hafa verið hræðilegt að sjá myndirnar frá Veigu. „Þessar myndir sýna okkur svart á hvítu hvernig þessi fyrirtæki starfa. Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að sjókvíaeldi á laxi, hvílir á viðskiptamódeli þar sem er gert ráð fyrir gríðarlegri þjáningu og dauða eldisdýra. Það er skrifað inn í þessi módel og það er gert ráð fyrir því að 20 prósent eldisdýra deyi ári hverju. Þau deyja ekki friðsamlegum dauða,“ segir Jón. Hann segir ljóst að ef um væri að ræða spendýr þá væri löngu búið að stöðva eldisstarfsemina. „Þetta er í mínum huga glæpsamlegt framferði og stjórnendur þessara fyrirtækja ættu að vera í fangelsi,“ segir Jón.
Tálknafjörður Dýraheilbrigði Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07