Nóvemberspá Siggu Kling: Þú þarft ekki að flýta þér Sigga Kling skrifar 3. nóvember 2023 06:00 Elsku steingeitin mín. Í öllu þessu yndislega og sérkennilega lífi kemur stundum sá tími að maður veit ekki í hvorn fótinn maður á að stíga. Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar. Gefðu þér rólegheit og hafðu það hugfast að þú þarft ekki að flýta þér. Þetta er allt að raðast saman á réttum tíma. Það þarf ekki að óttast nokkurn skapaðan hlut. Þó að þú sért þessi sterka manneskja sem þú ert, þá hefur kvíðinn náð að hvísla að þér að þetta eða hitt gæti gerst og að sjálfsögðu drekkur þú úr því áhyggju glasi. Taktu þér endilega líka sopa úr kæruleysisglasinu, því þessi snilldar setning Íslendinga er nákvæmlega það sem öllu ræður á næsta tímabili - „þetta reddast.“ Miður nóvembermánuður er svolítil krossgáta fyrir þig og þarna verðurðu að sýna þína sérstöku leiðtogahæfni til að finna út hver á að gera þetta og hver á að gera hitt. Klippa: Nóvemberspá Siggu Kling - Steingeitin Það er alveg kominn tími til þess að þú vitir að það eru fleiri sem geta gert verkin en þú og þú þarft að treysta þeim til þess. Það er vöxtur í bæði peningalegum og andlegum þáttum hjá þér og þegar þú lítur yfir þetta ár þá sérðu hvað þú ert mögnuð ljósvera. Þú færð töluna þrjá svo sterkt inn í kortið þitt, það er tala sköpunar og frjósemi á öllum sviðum. Lífið verður í fullkomnum takti og jafnvægi við óskir þínar en þú sérð það ekki alveg strax. En, frá tuttugasta og fyrsta nóvember til þriðja desember er þetta skýrt skráð í stjörnurnar. Besta meðalið sem þú þarft fæst ekki með lyfseðli, þú skalt elska meira, hlæja hærra og sleppa tökunum. Þá hverfa allar hindranir sem eru í raun aðeins blekking hugans. Það eru margir sem öfunda þig fyrir að vera þú, því það sést alls ekki á þér hvort að þú sért að ganga í gegn um erfiðleika. Þú ættir að sjá það fyrir þér ef þú værir að fá óskarinn og gengir inn rauða dregilinn, hverjum þú ættir raunverulega að þakka fyrir. Það ert þú sem skapaðir þetta hlutverk sem þú hefur og þú hefur svo sannarlega máttinn til að breyta næsta kafla ef þér sýnist svo. Kiefer Sutherland, leikari, 21. desember Finn Wolfhard, leikari, 23. desember Edda Andrésdóttir, sjónvarpskona, 28. desember Nicolas Cage, leikari, 7. janúar Marilyn Manson, söngvari, 5. janúar Diane Keaton, leikkona, 5. janúar Aron Már Ólafsson, leikari, 12. janúar Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Íslands, 12. janúar Davíð Oddson, stjórnmálamaður, 17. janúar Michelle Obama, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, 17. janúar Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar. Gefðu þér rólegheit og hafðu það hugfast að þú þarft ekki að flýta þér. Þetta er allt að raðast saman á réttum tíma. Það þarf ekki að óttast nokkurn skapaðan hlut. Þó að þú sért þessi sterka manneskja sem þú ert, þá hefur kvíðinn náð að hvísla að þér að þetta eða hitt gæti gerst og að sjálfsögðu drekkur þú úr því áhyggju glasi. Taktu þér endilega líka sopa úr kæruleysisglasinu, því þessi snilldar setning Íslendinga er nákvæmlega það sem öllu ræður á næsta tímabili - „þetta reddast.“ Miður nóvembermánuður er svolítil krossgáta fyrir þig og þarna verðurðu að sýna þína sérstöku leiðtogahæfni til að finna út hver á að gera þetta og hver á að gera hitt. Klippa: Nóvemberspá Siggu Kling - Steingeitin Það er alveg kominn tími til þess að þú vitir að það eru fleiri sem geta gert verkin en þú og þú þarft að treysta þeim til þess. Það er vöxtur í bæði peningalegum og andlegum þáttum hjá þér og þegar þú lítur yfir þetta ár þá sérðu hvað þú ert mögnuð ljósvera. Þú færð töluna þrjá svo sterkt inn í kortið þitt, það er tala sköpunar og frjósemi á öllum sviðum. Lífið verður í fullkomnum takti og jafnvægi við óskir þínar en þú sérð það ekki alveg strax. En, frá tuttugasta og fyrsta nóvember til þriðja desember er þetta skýrt skráð í stjörnurnar. Besta meðalið sem þú þarft fæst ekki með lyfseðli, þú skalt elska meira, hlæja hærra og sleppa tökunum. Þá hverfa allar hindranir sem eru í raun aðeins blekking hugans. Það eru margir sem öfunda þig fyrir að vera þú, því það sést alls ekki á þér hvort að þú sért að ganga í gegn um erfiðleika. Þú ættir að sjá það fyrir þér ef þú værir að fá óskarinn og gengir inn rauða dregilinn, hverjum þú ættir raunverulega að þakka fyrir. Það ert þú sem skapaðir þetta hlutverk sem þú hefur og þú hefur svo sannarlega máttinn til að breyta næsta kafla ef þér sýnist svo. Kiefer Sutherland, leikari, 21. desember Finn Wolfhard, leikari, 23. desember Edda Andrésdóttir, sjónvarpskona, 28. desember Nicolas Cage, leikari, 7. janúar Marilyn Manson, söngvari, 5. janúar Diane Keaton, leikkona, 5. janúar Aron Már Ólafsson, leikari, 12. janúar Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Íslands, 12. janúar Davíð Oddson, stjórnmálamaður, 17. janúar Michelle Obama, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, 17. janúar
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira