Greiðsluþátttaka verður einungis fyrir þá sem þjást af offitu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2023 14:42 Lyfin eru ein þau vinsælustu í heimi um þessar mundir. EPA-EFE/Ida Marie Odgaard Lyfjastofnun hefur endurskoðað einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy, í ljósi nýrra upplýsinga frá Norðurlöndunum. Greiðsluþátttöku í Saxenda verður hætt en greiðsluþáttaka Wegovy skilyrt við einstaklinga sem þjást af offitu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar. Um er að ræða þyngdarstjórnunar-og sykursýkislyf sem hafa notið mikilla vinsælda. Saxenda töluvert dýrara Í tilkynningu Lyfjastofnunar segir að stofnuninni beri lögum samkvæmt að endurmeta greiðsluþátttöku lyfja reglulega og ekki sjaldnar en á tveggja ára fresti. Ekki sé gengið jafn langt hér á landi og í skilyrðum hinna Norðurlandanna. Að beiðni Sjúkratrygginga Íslands hafi Lyfjastofnun ákveðið að endurskoða greiðsluþáttöku fyrir Saxenda. Óskuðu Sjúkratryggingar eftir því að einstaklingsbundinni greiðsluþátttöku í Saxenda yrði hætt í kjölfar markaðssetningar á lyfinu Wegovy. Byggði beiðni Sjúkratrygginga meðal annars á því að lyfin hafi sömu ábendingu, virki á sama efnaskiptakerfi líkamans og að Saxenda sé töluvert dýrara en Wegovy. Verð fyrir mánaðarskammt af Saxenda er 45.845 krónur en verð algengs styrkleika af Wegovy er 27.369 krónur, þegar um er að ræða hámarks smásöluverð með virðisaukaskatti samkvæmt lyfjaverðskrá. Miði við offitu Í tilkynningu Lyfjastofnunar kemur meðal annars fram að Sjúkratryggingar Íslands hafi sent Lyfjastofnun tillögu að vinnureglum varðandi greiðsluþátttöku Wegovy sem byggir á samráði við lækna sem hafa sérhæft sig í offitumeðferð fullorðinna og barna sem eiga við þyngdartengd vandamál að stríða. Fram kemur að Svíþjóð og Finnland hafi ekki verið með greiðsluþátttöku á Wegovy. Þá hafi greiðsluþátttöku lyfsins í Noregi og Danmörku verið einstaklingsbundin og sett ströng skilyrði þar sem lyfið er talið of dýrt miðað við klínískan ávinning. Lyfjastofnun muni skilyrða einstaklingsbundna greiðsluþátttöku Wegovy við einstaklinga sem þjást af offitu eins og hún er skilgreind af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, eru með þyngdartengdan fylgisjúkdóm og lyfjameðferðin sé einn af fleiri liðum í meðferð offitu. Þá skuli einstaklingsbundin greiðsluþáttaka einnig taka til unglinga sem þjást af offitu, eins og hún er skilgreind fyrir börn af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, og lyfjameðferðin sé einn af fleiri liðum í meðferð vegna offitu unglinga á aldrinum 12-18 ára. Lyf Sjúkratryggingar Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar. Um er að ræða þyngdarstjórnunar-og sykursýkislyf sem hafa notið mikilla vinsælda. Saxenda töluvert dýrara Í tilkynningu Lyfjastofnunar segir að stofnuninni beri lögum samkvæmt að endurmeta greiðsluþátttöku lyfja reglulega og ekki sjaldnar en á tveggja ára fresti. Ekki sé gengið jafn langt hér á landi og í skilyrðum hinna Norðurlandanna. Að beiðni Sjúkratrygginga Íslands hafi Lyfjastofnun ákveðið að endurskoða greiðsluþáttöku fyrir Saxenda. Óskuðu Sjúkratryggingar eftir því að einstaklingsbundinni greiðsluþátttöku í Saxenda yrði hætt í kjölfar markaðssetningar á lyfinu Wegovy. Byggði beiðni Sjúkratrygginga meðal annars á því að lyfin hafi sömu ábendingu, virki á sama efnaskiptakerfi líkamans og að Saxenda sé töluvert dýrara en Wegovy. Verð fyrir mánaðarskammt af Saxenda er 45.845 krónur en verð algengs styrkleika af Wegovy er 27.369 krónur, þegar um er að ræða hámarks smásöluverð með virðisaukaskatti samkvæmt lyfjaverðskrá. Miði við offitu Í tilkynningu Lyfjastofnunar kemur meðal annars fram að Sjúkratryggingar Íslands hafi sent Lyfjastofnun tillögu að vinnureglum varðandi greiðsluþátttöku Wegovy sem byggir á samráði við lækna sem hafa sérhæft sig í offitumeðferð fullorðinna og barna sem eiga við þyngdartengd vandamál að stríða. Fram kemur að Svíþjóð og Finnland hafi ekki verið með greiðsluþátttöku á Wegovy. Þá hafi greiðsluþátttöku lyfsins í Noregi og Danmörku verið einstaklingsbundin og sett ströng skilyrði þar sem lyfið er talið of dýrt miðað við klínískan ávinning. Lyfjastofnun muni skilyrða einstaklingsbundna greiðsluþátttöku Wegovy við einstaklinga sem þjást af offitu eins og hún er skilgreind af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, eru með þyngdartengdan fylgisjúkdóm og lyfjameðferðin sé einn af fleiri liðum í meðferð offitu. Þá skuli einstaklingsbundin greiðsluþáttaka einnig taka til unglinga sem þjást af offitu, eins og hún er skilgreind fyrir börn af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, og lyfjameðferðin sé einn af fleiri liðum í meðferð vegna offitu unglinga á aldrinum 12-18 ára.
Lyf Sjúkratryggingar Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira