Danskir ellilífeyrisþegar mala gull á megrunarlyfjum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2023 13:29 Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu og Danir njóta vel. EPA-EFE/LISELOTTE SABROE Ofsagróði danska lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk vegna sölu þess á megrunalyfinu Wegovy mun hafa gríðarleg áhrif á efnahagslegan uppgang í Danmörku og mikinn gróða í för með sér fyrir fjölmarga Dani sem eru hluthafar í fyrirtækinu. Hagfræðingur segir þó ýmsar hættur felast í ástandinu fyrir efnahag Dana. Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters fréttaveitunnar sem gerir ofsagróða NovoNordisk að umfjöllunarefni sínu. Þar er haft eftir danska hagfræðingnum Lars Christensen að það sé í raun líkt og Danir hafi fundið gull. Eins og fram hefur komið njóta lyfin gríðarlegra vinsælda og er Novo Nordisk nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu. Wegovy er notað sem meðferð við sykursýki 2 og offitu en lyfið dregur úr hungurtilfinningu þannig að fólk borðar minna. Lyf fyrirtækisins Ozempic og Saxenda hafa svipaða virkni og njóta einnig gríðarlegra vinsælda. „Við höfum einfaldlega fundið gullæð,“ hefur Reuters eftir Lars Christiansen, hagfræðingi. Hann segir dönsku þjóðina njóta ávaxta hagnaðar fyrirtækisins sérstaklega mikið þar sem gríðarlegur fjöldi landsmanna eigi hlut í fyrirtækinu. „En í því er jafnframt fólgin gríðarlega mikil áhætta. Bæði vegna þess að um er að ræða stærsta fyrirtækið á hlutabréfamarkaði en líka út af áhrifum þess á samfélagið okkar,“ hefur Reuters eftir hagfræðingnum. Hann segir áhrif velgengni fyrirtækisins á danskt samfélag ótvíræð og nefnir sem dæmi fjölda eldri borgara sem séu hluthafar í fyrirtækinu. Hlutabréf í fyrirtækinu hafa þrefaldast í verði síðan megrunarlyfið kom út í júní 2021. Danmörk Heilbrigðismál Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters fréttaveitunnar sem gerir ofsagróða NovoNordisk að umfjöllunarefni sínu. Þar er haft eftir danska hagfræðingnum Lars Christensen að það sé í raun líkt og Danir hafi fundið gull. Eins og fram hefur komið njóta lyfin gríðarlegra vinsælda og er Novo Nordisk nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu. Wegovy er notað sem meðferð við sykursýki 2 og offitu en lyfið dregur úr hungurtilfinningu þannig að fólk borðar minna. Lyf fyrirtækisins Ozempic og Saxenda hafa svipaða virkni og njóta einnig gríðarlegra vinsælda. „Við höfum einfaldlega fundið gullæð,“ hefur Reuters eftir Lars Christiansen, hagfræðingi. Hann segir dönsku þjóðina njóta ávaxta hagnaðar fyrirtækisins sérstaklega mikið þar sem gríðarlegur fjöldi landsmanna eigi hlut í fyrirtækinu. „En í því er jafnframt fólgin gríðarlega mikil áhætta. Bæði vegna þess að um er að ræða stærsta fyrirtækið á hlutabréfamarkaði en líka út af áhrifum þess á samfélagið okkar,“ hefur Reuters eftir hagfræðingnum. Hann segir áhrif velgengni fyrirtækisins á danskt samfélag ótvíræð og nefnir sem dæmi fjölda eldri borgara sem séu hluthafar í fyrirtækinu. Hlutabréf í fyrirtækinu hafa þrefaldast í verði síðan megrunarlyfið kom út í júní 2021.
Danmörk Heilbrigðismál Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent