„Sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar?“ Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2023 23:55 Bjarni var ekki ánægður með spurningu fréttamanns á blaðamannafundi í dag. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Svar utanríkisráðherra við spurningu fréttamanns, um aðgerðir Ísraelshers í Jabalia-flóttamannabúðunum í gær, hafa vakið athygli í Noregi. „Sagðir þú árás á flóttamannabúðir?“ spurði Bjarni Benediktsson. „Hvaða orð mynduð þið nota til að lýsa árás Ísraelshers á flóttamannabúðirnar í Jabalia?“ spurði fréttamaður norska ríkisútvarpsins utanríkisráðherra fimm Norðurlandaþjóða á blaðamannafundi í norska þinginu í dag. „Ef ég skyldi þig rétt, sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar? Ef þú spyrð mig hvað mér finnst um árás á flóttamannabúðir, þá ertu að fullyrða að það hafi verið framin árás á flóttamannabúðir,“ svaraði Bjarni. Fréttamaðurinn endurorðaði þá spurningu sína og spurði hvernig Bjarni myndi lýsa því sem Ísraelsher gerði í Jabalia-flóttamannabúðunum. „Þetta er spurning um hvernig maður nálgast þetta. Eins og ég sé þetta þá er stríð í gangi gegn hryðjuverkamönnum. Allt sem hefur gerst, eins og við sjáum það í fjölmiðlum, er hræðilegt, eitthvað sem ætti alltaf að forðast, stríðir gegn alþjóðalögum. En þú mátt ekki taka það úr því samhengi að það eru hryðjuverkamenn aktíft að berjast gegn Ísraelum núna. Vegna þessa er brugðist við og við höfum séð mörg dæmi um það að hryðjuverkamennirnir noti almenna borgara sem skildi. Þetta gerir hlutina ótrúlega flókna. Það sem við sjáum í fjölmiðlum er hryllilegt, það er ákaflega hryggjandi. Það er þess vegna sem við erum að kalla eftir mannúðarvopnahléi.“ Átök í Ísrael og Palestínu Noregur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Ísraelsher gengst við árásinni á flóttamannabúðirnar Ísraelsher hefur gengist við loftárásunum á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar í dag. Minnst fimmtíu manns eru sagðir hafa látist í árásinni. 31. október 2023 19:12 Segja tugi fallna eftir árásir á flóttamannabúðir Tugir fólks er sagt hafa fallið í loftárásum Ísraela á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar. Ísraelski herinn hefur gert innrás á svæðið og segir um átta hundruð þúsund manns hafa flúið til suðurs. 31. október 2023 16:06 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Hvaða orð mynduð þið nota til að lýsa árás Ísraelshers á flóttamannabúðirnar í Jabalia?“ spurði fréttamaður norska ríkisútvarpsins utanríkisráðherra fimm Norðurlandaþjóða á blaðamannafundi í norska þinginu í dag. „Ef ég skyldi þig rétt, sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar? Ef þú spyrð mig hvað mér finnst um árás á flóttamannabúðir, þá ertu að fullyrða að það hafi verið framin árás á flóttamannabúðir,“ svaraði Bjarni. Fréttamaðurinn endurorðaði þá spurningu sína og spurði hvernig Bjarni myndi lýsa því sem Ísraelsher gerði í Jabalia-flóttamannabúðunum. „Þetta er spurning um hvernig maður nálgast þetta. Eins og ég sé þetta þá er stríð í gangi gegn hryðjuverkamönnum. Allt sem hefur gerst, eins og við sjáum það í fjölmiðlum, er hræðilegt, eitthvað sem ætti alltaf að forðast, stríðir gegn alþjóðalögum. En þú mátt ekki taka það úr því samhengi að það eru hryðjuverkamenn aktíft að berjast gegn Ísraelum núna. Vegna þessa er brugðist við og við höfum séð mörg dæmi um það að hryðjuverkamennirnir noti almenna borgara sem skildi. Þetta gerir hlutina ótrúlega flókna. Það sem við sjáum í fjölmiðlum er hryllilegt, það er ákaflega hryggjandi. Það er þess vegna sem við erum að kalla eftir mannúðarvopnahléi.“
Átök í Ísrael og Palestínu Noregur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Ísraelsher gengst við árásinni á flóttamannabúðirnar Ísraelsher hefur gengist við loftárásunum á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar í dag. Minnst fimmtíu manns eru sagðir hafa látist í árásinni. 31. október 2023 19:12 Segja tugi fallna eftir árásir á flóttamannabúðir Tugir fólks er sagt hafa fallið í loftárásum Ísraela á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar. Ísraelski herinn hefur gert innrás á svæðið og segir um átta hundruð þúsund manns hafa flúið til suðurs. 31. október 2023 16:06 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Ísraelsher gengst við árásinni á flóttamannabúðirnar Ísraelsher hefur gengist við loftárásunum á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar í dag. Minnst fimmtíu manns eru sagðir hafa látist í árásinni. 31. október 2023 19:12
Segja tugi fallna eftir árásir á flóttamannabúðir Tugir fólks er sagt hafa fallið í loftárásum Ísraela á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar. Ísraelski herinn hefur gert innrás á svæðið og segir um átta hundruð þúsund manns hafa flúið til suðurs. 31. október 2023 16:06