Innlent

„Sagðir þú á­rás á flótta­manna­búðirnar?“

Árni Sæberg skrifar
Bjarni var ekki ánægður með spurningu fréttamanns á blaðamannafundi í dag. Myndin er úr safni.
Bjarni var ekki ánægður með spurningu fréttamanns á blaðamannafundi í dag. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Svar utanríkisráðherra við spurningu fréttamanns, um aðgerðir Ísraelshers í Jabalia-flóttamannabúðunum í gær, hafa vakið athygli í Noregi. „Sagðir þú árás á flóttamannabúðir?“ spurði Bjarni Benediktsson.

„Hvaða orð mynduð þið nota til að lýsa árás Ísraelshers á flóttamannabúðirnar í Jabalia?“ spurði fréttamaður norska ríkisútvarpsins utanríkisráðherra fimm Norðurlandaþjóða á blaðamannafundi í norska þinginu í dag.

„Ef ég skyldi þig rétt, sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar? Ef þú spyrð mig hvað mér finnst um árás á flóttamannabúðir, þá ertu að fullyrða að það hafi verið framin árás á flóttamannabúðir,“ svaraði Bjarni.

Fréttamaðurinn endurorðaði þá spurningu sína og spurði hvernig Bjarni myndi lýsa því sem Ísraelsher gerði í Jabalia-flóttamannabúðunum.

„Þetta er spurning um hvernig maður nálgast þetta. Eins og ég sé þetta þá er stríð í gangi gegn hryðjuverkamönnum. Allt sem hefur gerst, eins og við sjáum það í fjölmiðlum, er hræðilegt, eitthvað sem ætti alltaf að forðast, stríðir gegn alþjóðalögum. En þú mátt ekki taka það úr því samhengi að það eru hryðjuverkamenn aktíft að berjast gegn Ísraelum núna. Vegna þessa er brugðist við og við höfum séð mörg dæmi um það að hryðjuverkamennirnir noti almenna borgara sem skildi. Þetta gerir hlutina ótrúlega flókna. Það sem við sjáum í fjölmiðlum er hryllilegt, það er ákaflega hryggjandi. Það er þess vegna sem við erum að kalla eftir mannúðarvopnahléi.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×