Segir þrálátan orðróm um séra Friðrik hafa verið uppi árum saman Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. október 2023 13:43 Óttar Guðmundsson geðlæknir var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Óttar Guðmundsson geðlæknir spyr sig hvort umræðan um meint brot séra Friðriks gegn ungum drengjum komi nokkrum á óvart. Orðrómurinn hafi legið í loftinu árum saman. Óttar Guðmundsson geðlæknir var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni á morgun, þar sem rætt var um mál séra Friðriks sem hafa verið í mikilli umræðu undanfarna daga. „Það sem ég kasta fram er að hvort þetta komi einhverjum á óvart? Manni finnst að þessi orðrómur hafi hangið í loftinu í mjög mörg ár,“ segir Óttar. „Að það væri eitthvað misjafnt í kringum KFUM og séra Friðrik sérstaklega. Þetta er ástæðan fyrir því að foreldrar mínir vildu ekki að ég færi í Vatnaskóg.“ Allt þetta kjass og strokur, faðmlög og tal um „drengina mína,“ hvað hann var að dást að þeim og þvíumlíkt, þetta var eitthvað sem fólki fannst óeðlilegt. Aðspurður um hvort orðrómurinn hafi þrátt fyrir allt ekki verið nógu sterkur til að brjótast upp á yfirborðið, segir Óttar að tímarnir séu aðrir nú. Á árum áður hafi þeir sem lent hafa í kynferðisofbeldi eða einhverskonar misbeitingu jafnvel verið skammaðir af foreldrum sínum fyrir að „ljúga upp á einhverja sómamenn.“ „Þetta var svo fjarlægt fólki, hlutir eins og barnahneigð. Fólk lokaði augunum fyrir þessu. En þetta var einhver orðrómur sem var í gangi og sumir foreldrar brugðust þannig við að ráðleggja börnunum sínum frá eða meina þeim að fara í þennan félagsskap.“ Ákveðinn samnefnari með Skeggja og séra Friðrik Kristján nefnir að mál séra Friðriks virðist ekki ósvipað mál Skeggja, fyrrum kennara í Lauganesskóla, sem sakaður um að hafa misnotað nemendur sína með ýmsum hætti. Óttar tekur undir að það sé ákveðinn samnefnari milli Skeggja og séra Friðriks. „Ég þvældist inn í það mál því ég var nemandi Skeggja í fjögur ár, ég var í Skeggjabekk. Ég kom í viðtal til Þorsteins J, þar sem ég gat einungis sagt mína hlið, sem var að Skeggi hafi verið besti kennari sem ég hafði haft á öllum mínum langa námsferli. Og ég reyndi hann aldrei að neinu misjöfnu.“ Það sé þetta tvöfalda eðli sumra manna, sem annars vegar geta verið dáðir kennarar sem öllum finnst mikið til koma, en svo eigi þeir sér svarta hlið. Líkt og Skeggi. „Séra Friðrik getur bæði verið þessi dáði æskulýðsleiðtogi sem gekk á guðs vegum, en hann getur líka verið þessi öfuguggi sem er að káfa á ungum drengjum. Annað útilokar ekki hitt,“ segir Óttar. „Gerandinn áttar sig ekki á því sem hann er að gera, því hann er í svo mikilli afneitun að hann réttlætir það fyrir sjálfum sér og sér ekkert athugavert við það. Ég er til dæmis búinn að vera með mjög marga einstaklinga í meðferð sem eru með barnagirnd. Enginn þeirra viðurkennir að hann hafi gerst brotlegur. Menn halda því yfirleitt fram að það hafi verið barnið sjálft sem hafði frumkvæðið að þessu og svo framvegis.“ Þetta er ansi flókið. Ég held að séra Friðrik hafi sennilega ekki séð neitt athugavert við sína hegðun. Enginn hafi brugðist við texta Megas Þá gerir Óttar kvæði Megasar af plötunni Far… þinn veg frá árinu 2001 að umtalsefni. Þar er hann að lýsa miðnæturstemningu í Reykjavík, þar sem er mikið fyllerí og mikið rugl. Fólk er gangandi um ælandi og þvíumlíkt. Þar segir hann að „Sívertsen standi á stalli sínum við Austurvöll en Austurstrætið er kjöti firrt. Svo segir hann „síra Friðrik saurinn graður, æ situr með allt niðurgirt.“ Óttar veltir fyrir sér hvers vegna enginn hafi brugðist við þessum texta. „Þarna kemur aftur þessi orðrómur. Hann er að gera grín af styttunni af séra Friðrik sem situr þarna í Lækjargötu með þennan litla dreng sér við hlið. Hann er að leika á þennan orðróm en viðbrögðin eru engin. Það eru einhverskonar samsæri þagnarinnar. Það eru einhverjir sem vita eða grunar en ekkert gerist.“ Kannski var samfélagið ekki undir það búið að takast á við svona hluti. Hann var með stöðu hins helga manns og enginn sem þorir að hreyfa við þeirri ímynd. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Trúmál Réttindi barna Félagasamtök Sprengisandur Tengdar fréttir „Eitt mest krípí shit sem ég hef heyrt lengi“ Tréstytta af nöktum dreng, sem kallast Drumbur, var í miklu uppáhaldi hjá séra Friðrik Friðrikssyni, stofnanda KFUM og K. Í síðasta viðtalinu sem tekið var við Friðrik sagði hann Drumb „mjög óþekkan“ og að hann „fengist ekki til að fara í að fara í nokkra spjör.“ Jón Gnarr gagnrýnir að styttan hafi fengið að standa í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM. 28. október 2023 09:24 Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Óttar Guðmundsson geðlæknir var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni á morgun, þar sem rætt var um mál séra Friðriks sem hafa verið í mikilli umræðu undanfarna daga. „Það sem ég kasta fram er að hvort þetta komi einhverjum á óvart? Manni finnst að þessi orðrómur hafi hangið í loftinu í mjög mörg ár,“ segir Óttar. „Að það væri eitthvað misjafnt í kringum KFUM og séra Friðrik sérstaklega. Þetta er ástæðan fyrir því að foreldrar mínir vildu ekki að ég færi í Vatnaskóg.“ Allt þetta kjass og strokur, faðmlög og tal um „drengina mína,“ hvað hann var að dást að þeim og þvíumlíkt, þetta var eitthvað sem fólki fannst óeðlilegt. Aðspurður um hvort orðrómurinn hafi þrátt fyrir allt ekki verið nógu sterkur til að brjótast upp á yfirborðið, segir Óttar að tímarnir séu aðrir nú. Á árum áður hafi þeir sem lent hafa í kynferðisofbeldi eða einhverskonar misbeitingu jafnvel verið skammaðir af foreldrum sínum fyrir að „ljúga upp á einhverja sómamenn.“ „Þetta var svo fjarlægt fólki, hlutir eins og barnahneigð. Fólk lokaði augunum fyrir þessu. En þetta var einhver orðrómur sem var í gangi og sumir foreldrar brugðust þannig við að ráðleggja börnunum sínum frá eða meina þeim að fara í þennan félagsskap.“ Ákveðinn samnefnari með Skeggja og séra Friðrik Kristján nefnir að mál séra Friðriks virðist ekki ósvipað mál Skeggja, fyrrum kennara í Lauganesskóla, sem sakaður um að hafa misnotað nemendur sína með ýmsum hætti. Óttar tekur undir að það sé ákveðinn samnefnari milli Skeggja og séra Friðriks. „Ég þvældist inn í það mál því ég var nemandi Skeggja í fjögur ár, ég var í Skeggjabekk. Ég kom í viðtal til Þorsteins J, þar sem ég gat einungis sagt mína hlið, sem var að Skeggi hafi verið besti kennari sem ég hafði haft á öllum mínum langa námsferli. Og ég reyndi hann aldrei að neinu misjöfnu.“ Það sé þetta tvöfalda eðli sumra manna, sem annars vegar geta verið dáðir kennarar sem öllum finnst mikið til koma, en svo eigi þeir sér svarta hlið. Líkt og Skeggi. „Séra Friðrik getur bæði verið þessi dáði æskulýðsleiðtogi sem gekk á guðs vegum, en hann getur líka verið þessi öfuguggi sem er að káfa á ungum drengjum. Annað útilokar ekki hitt,“ segir Óttar. „Gerandinn áttar sig ekki á því sem hann er að gera, því hann er í svo mikilli afneitun að hann réttlætir það fyrir sjálfum sér og sér ekkert athugavert við það. Ég er til dæmis búinn að vera með mjög marga einstaklinga í meðferð sem eru með barnagirnd. Enginn þeirra viðurkennir að hann hafi gerst brotlegur. Menn halda því yfirleitt fram að það hafi verið barnið sjálft sem hafði frumkvæðið að þessu og svo framvegis.“ Þetta er ansi flókið. Ég held að séra Friðrik hafi sennilega ekki séð neitt athugavert við sína hegðun. Enginn hafi brugðist við texta Megas Þá gerir Óttar kvæði Megasar af plötunni Far… þinn veg frá árinu 2001 að umtalsefni. Þar er hann að lýsa miðnæturstemningu í Reykjavík, þar sem er mikið fyllerí og mikið rugl. Fólk er gangandi um ælandi og þvíumlíkt. Þar segir hann að „Sívertsen standi á stalli sínum við Austurvöll en Austurstrætið er kjöti firrt. Svo segir hann „síra Friðrik saurinn graður, æ situr með allt niðurgirt.“ Óttar veltir fyrir sér hvers vegna enginn hafi brugðist við þessum texta. „Þarna kemur aftur þessi orðrómur. Hann er að gera grín af styttunni af séra Friðrik sem situr þarna í Lækjargötu með þennan litla dreng sér við hlið. Hann er að leika á þennan orðróm en viðbrögðin eru engin. Það eru einhverskonar samsæri þagnarinnar. Það eru einhverjir sem vita eða grunar en ekkert gerist.“ Kannski var samfélagið ekki undir það búið að takast á við svona hluti. Hann var með stöðu hins helga manns og enginn sem þorir að hreyfa við þeirri ímynd.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Trúmál Réttindi barna Félagasamtök Sprengisandur Tengdar fréttir „Eitt mest krípí shit sem ég hef heyrt lengi“ Tréstytta af nöktum dreng, sem kallast Drumbur, var í miklu uppáhaldi hjá séra Friðrik Friðrikssyni, stofnanda KFUM og K. Í síðasta viðtalinu sem tekið var við Friðrik sagði hann Drumb „mjög óþekkan“ og að hann „fengist ekki til að fara í að fara í nokkra spjör.“ Jón Gnarr gagnrýnir að styttan hafi fengið að standa í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM. 28. október 2023 09:24 Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
„Eitt mest krípí shit sem ég hef heyrt lengi“ Tréstytta af nöktum dreng, sem kallast Drumbur, var í miklu uppáhaldi hjá séra Friðrik Friðrikssyni, stofnanda KFUM og K. Í síðasta viðtalinu sem tekið var við Friðrik sagði hann Drumb „mjög óþekkan“ og að hann „fengist ekki til að fara í að fara í nokkra spjör.“ Jón Gnarr gagnrýnir að styttan hafi fengið að standa í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM. 28. október 2023 09:24
Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05