Alvarlegri og þyngri vinnumansalsmál en áður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2023 13:00 Saga Kjartansdóttir verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ segir sífellt alvarlegri mál koma upp hér á landi þar sem grunur sé um vinnumansal. Vísir/Vilhelm Alvarlegri vinnumansalsmál eru að koma upp nú en áður hjá aðildarfélögum ASÍ. Verkefnastjóri segir þrjú fyrirtæki hafa verið tilkynnt til lögreglu á síðasta ári þar sem grunur sé um vinnumansal, það stefni í að málin verði mun fleiri í ár. Lögreglan hefur lagt fram kæru í nokkrum málum á þessu ári. Saga Kjartansdóttir verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ segir sífellt alvarlegri mál koma upp hér á landi þar sem grunur sé um vinnumansal. Það er í samræmi við niðurstöðu nýrrar evrópskrar úttektar þar sem íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum. Þá kom fram í fréttum í gær að lögreglan og Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, finna fyrir mikilli fjölgun slíkra mála. „Öll stéttarfélögin finna fyrir því að alvarlegum hagnýtingarmálum er að fjölga. Birtingarmyndin er sjaldnast þannig að fólk tilkynni sjálft um vinnumansal heldur hefur samband út af einhverju öðru og svo kemur í ljós þegar nánar er skoðað að þetta er meira en venjulegt kjaramál,“ segir Saga. Hún segir að ASÍ hafi tilkynnt nokkur fyrirtæki til lögreglu á síðasta ári. „Við sendum tilkynningar um þrjú fyrirtæki á síðasta ári sem vörðuðu marga einstaklinga. Þá voru þau í veitingaþjónustu og hótelrekstri og við höfum líka séð mál í byggingariðnaði. Það má búast við að tilkynningarnar verði enn fleiri í ár því málunum fjölgar jafnt og þétt,“ segir Saga. Nokkur fyrirtæki hafa verið kærð Hún segir að nokkur mál hafi leitt til kæru. „Ég veit til þess að lögreglan er að rannsaka nokkur mál er varða vinnumansal og nokkur þeirra hafa leitt til kæru,“ segir Saga. Grunur geti vaknað ef myndavélar fylgist með störfum fólks Hún segir ekki nóg að horfa á launaseðilinn til að koma auga á vinnumansal. „ Vísbendingar um að mansal sé í gangi geta verið margvíslegar. Við horfum til ýmissa þátta eins og þegar yfirmenn standa yfir starfsfólki við eftirlit á vinnustað, ef það eru margar myndavélar sem fylgjast með störfum fólks, ef fólk sefur á vinnustaðnum og vinnutíminn er óeðlilega langur,“ segir Saga. Teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð hvatti til vitundarvakningu í málaflokknum í fréttum okkar í gær. Saga er á sama máli. Við hvetjum almenning til að vera með augun opin fyrir þessum vanda. Það er hægt að senda okkur ábendingu á vefsíðuna okkar sem heitir Labour.is,“ segir Saga að lokum. Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Stéttarfélög Kjaramál Lögreglan Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Saga Kjartansdóttir verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ segir sífellt alvarlegri mál koma upp hér á landi þar sem grunur sé um vinnumansal. Það er í samræmi við niðurstöðu nýrrar evrópskrar úttektar þar sem íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum. Þá kom fram í fréttum í gær að lögreglan og Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, finna fyrir mikilli fjölgun slíkra mála. „Öll stéttarfélögin finna fyrir því að alvarlegum hagnýtingarmálum er að fjölga. Birtingarmyndin er sjaldnast þannig að fólk tilkynni sjálft um vinnumansal heldur hefur samband út af einhverju öðru og svo kemur í ljós þegar nánar er skoðað að þetta er meira en venjulegt kjaramál,“ segir Saga. Hún segir að ASÍ hafi tilkynnt nokkur fyrirtæki til lögreglu á síðasta ári. „Við sendum tilkynningar um þrjú fyrirtæki á síðasta ári sem vörðuðu marga einstaklinga. Þá voru þau í veitingaþjónustu og hótelrekstri og við höfum líka séð mál í byggingariðnaði. Það má búast við að tilkynningarnar verði enn fleiri í ár því málunum fjölgar jafnt og þétt,“ segir Saga. Nokkur fyrirtæki hafa verið kærð Hún segir að nokkur mál hafi leitt til kæru. „Ég veit til þess að lögreglan er að rannsaka nokkur mál er varða vinnumansal og nokkur þeirra hafa leitt til kæru,“ segir Saga. Grunur geti vaknað ef myndavélar fylgist með störfum fólks Hún segir ekki nóg að horfa á launaseðilinn til að koma auga á vinnumansal. „ Vísbendingar um að mansal sé í gangi geta verið margvíslegar. Við horfum til ýmissa þátta eins og þegar yfirmenn standa yfir starfsfólki við eftirlit á vinnustað, ef það eru margar myndavélar sem fylgjast með störfum fólks, ef fólk sefur á vinnustaðnum og vinnutíminn er óeðlilega langur,“ segir Saga. Teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð hvatti til vitundarvakningu í málaflokknum í fréttum okkar í gær. Saga er á sama máli. Við hvetjum almenning til að vera með augun opin fyrir þessum vanda. Það er hægt að senda okkur ábendingu á vefsíðuna okkar sem heitir Labour.is,“ segir Saga að lokum.
Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Stéttarfélög Kjaramál Lögreglan Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira