Innlent

Slátra lúsa­hrjáðum laxi fyrir veturinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lús hefur herjað á laxa í sjókvíum í Tálknafirði síðan í vor.
Lús hefur herjað á laxa í sjókvíum í Tálknafirði síðan í vor. Vísir/Einar

Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 

Ríkisútvarpið greinir frá því í frétt að Matvælastofnun hafi ekki fyrirskipað slátrunina. Haft er eftir Berglindi Helgu Bergsdóttur, sérgreinadýralækni hjá MAST, að fyrirtækin hafi ekki séð fram á að laxinn myndi lifa veturinn með þann sáraskaða sem hlaust af lúsinni. 

Berglind segir jafnframt við RÚV að lúsin hafi dreifst um kvíarnar síðustu tvær vikur á hraða sem ekki hafi sést áður og tjónið hlaupi á milljörðum króna.

Daníel Jakobsson hjá Arctic Sea Farm segist í samtali við fréttastofu ekki vita nákvæmlega hver staða mála hjá fyrirtækinu sé. Laxalúsin hafi verið viðvarandi vandamál síðan í vor. Hann segir ekki rétt sem komi fram í frétt RÚV af málinu að þúsund tonnum hafi verið fargað í dag heldur sé þarna uppsafnað magn.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Ó­venju mikið af lús á Vest­fjörðum

Óvenjuslæm staða er hvað varðar laxalús á í eldiskvíum á Vestfjörðum. Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað lyfjameðhöndlanir á átta eldissvæðum vegna þessa. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×