Innlent

Samtök Píeta opna aðstöðu á Ísafirði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjöldi fólks mætti á opnun Píeta á Ísafirði í dag.
Fjöldi fólks mætti á opnun Píeta á Ísafirði í dag. Píeta

Samtök Píeta opnuðu í dag Píetaskjól á Ísafirði í aðstöðu geðræktarmiðstöðvar Vesturafls. Athvarfið er það fjórða á Íslandi en fyrsta á Vestfjörðum. 

Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að í skjólinu muni samtökin geta tekið viðtöl í hlýlegu herbergi. 

Jorgo Vougiouklakis læknir og fagaðili Píeta og Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðar klipptu á borða af tilefni opnunarinnar.Píeta

Fulltrúar Píeta samtakanna, heilbrigðisþjónustu, forsvarsmenn sveitarfélaga og ýmsir aðrir hafi komið saman við opnun Píetaskjólsins í dag. Jorgo Vougiouklakis læknir og fagaðili Píeta og Anna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðar, klipptu á borða í tilefni opnunarinnar. 

Opnun Píetaskjólsins á Ísafirði er liður í að breiða út þjónustu samtakana og segir í tilkynningu að eftir opnun Píeta árið 2018 hafi eftirspurn eftir þjónustu samtakanna aukist mjög. 

„Píeta samtökin veita hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra. Þjónustan er með öllu gjaldfrjáls og stedur til boða öllum þeim sem náð hafa átján ára aldri og viðtölin eru fyrir fólk með sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaða og aðstandendur þeirra.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×