Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn hefði viljað sjá Orra taka vítið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2023 09:01 Orri Steinn Óskarsson í leiknum í gær en til hliðar sést Andre Onana verja vítið. Samsett/Getty Orri Steinn Óskarsson er að fá stærra og stærra hlutverk hjá FCK en Jóhannes Karl Guðjónsson vill sjá hann fá meiri spilatíma því að hann sé í raun eina alvöru nía liðsins sem er ekki alltaf meidd. FC Kaupmannahöfn fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn á móti Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi en liðið klúðraði þá víti á síðustu sekúndunni í uppbótartíma. Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson fékk ekki að taka vítið og það var aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson ekki nógu ánægður með. Jóhannes Karl og Arnar Gunnlaugsson ræddu Orra Stein Óskarsson og stöðu hans hjá Kaupmannahafnarliðinu í Meistaradeildarmörkunum eftir leikinn. Orri Steinn fékk þarna tækifæri til að spila á mótinu liðinu sem hann heldur með í enska boltanum og það í Leikhúsi draumanna, heimavelli Manchester United. „Það var geggjað að sjá hann þarna en ég hefði viljað sjá hann á punktinum. Negla þessu með beinni rist í netið,“ sagði Jóhannes Karl, aðstoðarþjálfari landsliðsins og sérfræðingur í Meistaradeildarmörkunum. Annar varamaður, Jordan Larsson, tók vítið en lét Andre Onana verja frá sér og strax á eftir flautaði dómarinn til leiksloka. Klippa: Umræða um Orra Stein á Old Trafford Orri kom inn á völlinn þegar FC Kaupmannahöfn þurfti mark til að fá eitthvað út úr leiknum. „Þetta er gaman að sjá. Orri er þarna í flottu hlutverki hjá FC Kaupmannahöfn. Ég hefði viljað sjá hann fyrr inn á og jafnvel bara byrja í staðinn fyrir Viktor Claesson. Orri var alveg óþreyttur af því hann spilaði ekkert um helgina í deildinni. Ég hefði viljað sjá hann byrja þennan leik og hann hefði alveg getað gert það vel,“ sagði Jóhannes Karl. „Þetta var alveg geggjað. Hann hefur X-faktorinn og núna er það bara fyrir hann að fá fleiri og fleiri mínútur. Þetta er stórt svið sem hann er að stíga inn á núna. Hann kom líka inn á móti Galatasaray þótt það hafi bara verið nokkrar mínútur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson „Núna koma bara fleiri og fleiri mínútur sem hann þarf svo að nýta til að fá enn fleiri mínútur,“ sagði Arnar. Þeir eru alveg vissir um það að hlutverk Orra í liðinu sé að stækka. „Þeir hafa greinilega mikla trú á honum og þeir eru ekki með svona alvöru níu nema í Andreas Cornelius sem er alltaf meiddur. Orri er eiginlega eina alvöru nían þeirra og ég bind því vonir við það að hann eigi eftir að spila meira,“ sagði Jóhannes eins og sjá má hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má sjá markið og vítið úr leiknum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Sjá meira
FC Kaupmannahöfn fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn á móti Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi en liðið klúðraði þá víti á síðustu sekúndunni í uppbótartíma. Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson fékk ekki að taka vítið og það var aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson ekki nógu ánægður með. Jóhannes Karl og Arnar Gunnlaugsson ræddu Orra Stein Óskarsson og stöðu hans hjá Kaupmannahafnarliðinu í Meistaradeildarmörkunum eftir leikinn. Orri Steinn fékk þarna tækifæri til að spila á mótinu liðinu sem hann heldur með í enska boltanum og það í Leikhúsi draumanna, heimavelli Manchester United. „Það var geggjað að sjá hann þarna en ég hefði viljað sjá hann á punktinum. Negla þessu með beinni rist í netið,“ sagði Jóhannes Karl, aðstoðarþjálfari landsliðsins og sérfræðingur í Meistaradeildarmörkunum. Annar varamaður, Jordan Larsson, tók vítið en lét Andre Onana verja frá sér og strax á eftir flautaði dómarinn til leiksloka. Klippa: Umræða um Orra Stein á Old Trafford Orri kom inn á völlinn þegar FC Kaupmannahöfn þurfti mark til að fá eitthvað út úr leiknum. „Þetta er gaman að sjá. Orri er þarna í flottu hlutverki hjá FC Kaupmannahöfn. Ég hefði viljað sjá hann fyrr inn á og jafnvel bara byrja í staðinn fyrir Viktor Claesson. Orri var alveg óþreyttur af því hann spilaði ekkert um helgina í deildinni. Ég hefði viljað sjá hann byrja þennan leik og hann hefði alveg getað gert það vel,“ sagði Jóhannes Karl. „Þetta var alveg geggjað. Hann hefur X-faktorinn og núna er það bara fyrir hann að fá fleiri og fleiri mínútur. Þetta er stórt svið sem hann er að stíga inn á núna. Hann kom líka inn á móti Galatasaray þótt það hafi bara verið nokkrar mínútur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson „Núna koma bara fleiri og fleiri mínútur sem hann þarf svo að nýta til að fá enn fleiri mínútur,“ sagði Arnar. Þeir eru alveg vissir um það að hlutverk Orra í liðinu sé að stækka. „Þeir hafa greinilega mikla trú á honum og þeir eru ekki með svona alvöru níu nema í Andreas Cornelius sem er alltaf meiddur. Orri er eiginlega eina alvöru nían þeirra og ég bind því vonir við það að hann eigi eftir að spila meira,“ sagði Jóhannes eins og sjá má hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má sjá markið og vítið úr leiknum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Sjá meira