Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn hefði viljað sjá Orra taka vítið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2023 09:01 Orri Steinn Óskarsson í leiknum í gær en til hliðar sést Andre Onana verja vítið. Samsett/Getty Orri Steinn Óskarsson er að fá stærra og stærra hlutverk hjá FCK en Jóhannes Karl Guðjónsson vill sjá hann fá meiri spilatíma því að hann sé í raun eina alvöru nía liðsins sem er ekki alltaf meidd. FC Kaupmannahöfn fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn á móti Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi en liðið klúðraði þá víti á síðustu sekúndunni í uppbótartíma. Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson fékk ekki að taka vítið og það var aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson ekki nógu ánægður með. Jóhannes Karl og Arnar Gunnlaugsson ræddu Orra Stein Óskarsson og stöðu hans hjá Kaupmannahafnarliðinu í Meistaradeildarmörkunum eftir leikinn. Orri Steinn fékk þarna tækifæri til að spila á mótinu liðinu sem hann heldur með í enska boltanum og það í Leikhúsi draumanna, heimavelli Manchester United. „Það var geggjað að sjá hann þarna en ég hefði viljað sjá hann á punktinum. Negla þessu með beinni rist í netið,“ sagði Jóhannes Karl, aðstoðarþjálfari landsliðsins og sérfræðingur í Meistaradeildarmörkunum. Annar varamaður, Jordan Larsson, tók vítið en lét Andre Onana verja frá sér og strax á eftir flautaði dómarinn til leiksloka. Klippa: Umræða um Orra Stein á Old Trafford Orri kom inn á völlinn þegar FC Kaupmannahöfn þurfti mark til að fá eitthvað út úr leiknum. „Þetta er gaman að sjá. Orri er þarna í flottu hlutverki hjá FC Kaupmannahöfn. Ég hefði viljað sjá hann fyrr inn á og jafnvel bara byrja í staðinn fyrir Viktor Claesson. Orri var alveg óþreyttur af því hann spilaði ekkert um helgina í deildinni. Ég hefði viljað sjá hann byrja þennan leik og hann hefði alveg getað gert það vel,“ sagði Jóhannes Karl. „Þetta var alveg geggjað. Hann hefur X-faktorinn og núna er það bara fyrir hann að fá fleiri og fleiri mínútur. Þetta er stórt svið sem hann er að stíga inn á núna. Hann kom líka inn á móti Galatasaray þótt það hafi bara verið nokkrar mínútur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson „Núna koma bara fleiri og fleiri mínútur sem hann þarf svo að nýta til að fá enn fleiri mínútur,“ sagði Arnar. Þeir eru alveg vissir um það að hlutverk Orra í liðinu sé að stækka. „Þeir hafa greinilega mikla trú á honum og þeir eru ekki með svona alvöru níu nema í Andreas Cornelius sem er alltaf meiddur. Orri er eiginlega eina alvöru nían þeirra og ég bind því vonir við það að hann eigi eftir að spila meira,“ sagði Jóhannes eins og sjá má hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má sjá markið og vítið úr leiknum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Sjá meira
FC Kaupmannahöfn fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn á móti Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi en liðið klúðraði þá víti á síðustu sekúndunni í uppbótartíma. Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson fékk ekki að taka vítið og það var aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson ekki nógu ánægður með. Jóhannes Karl og Arnar Gunnlaugsson ræddu Orra Stein Óskarsson og stöðu hans hjá Kaupmannahafnarliðinu í Meistaradeildarmörkunum eftir leikinn. Orri Steinn fékk þarna tækifæri til að spila á mótinu liðinu sem hann heldur með í enska boltanum og það í Leikhúsi draumanna, heimavelli Manchester United. „Það var geggjað að sjá hann þarna en ég hefði viljað sjá hann á punktinum. Negla þessu með beinni rist í netið,“ sagði Jóhannes Karl, aðstoðarþjálfari landsliðsins og sérfræðingur í Meistaradeildarmörkunum. Annar varamaður, Jordan Larsson, tók vítið en lét Andre Onana verja frá sér og strax á eftir flautaði dómarinn til leiksloka. Klippa: Umræða um Orra Stein á Old Trafford Orri kom inn á völlinn þegar FC Kaupmannahöfn þurfti mark til að fá eitthvað út úr leiknum. „Þetta er gaman að sjá. Orri er þarna í flottu hlutverki hjá FC Kaupmannahöfn. Ég hefði viljað sjá hann fyrr inn á og jafnvel bara byrja í staðinn fyrir Viktor Claesson. Orri var alveg óþreyttur af því hann spilaði ekkert um helgina í deildinni. Ég hefði viljað sjá hann byrja þennan leik og hann hefði alveg getað gert það vel,“ sagði Jóhannes Karl. „Þetta var alveg geggjað. Hann hefur X-faktorinn og núna er það bara fyrir hann að fá fleiri og fleiri mínútur. Þetta er stórt svið sem hann er að stíga inn á núna. Hann kom líka inn á móti Galatasaray þótt það hafi bara verið nokkrar mínútur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson „Núna koma bara fleiri og fleiri mínútur sem hann þarf svo að nýta til að fá enn fleiri mínútur,“ sagði Arnar. Þeir eru alveg vissir um það að hlutverk Orra í liðinu sé að stækka. „Þeir hafa greinilega mikla trú á honum og þeir eru ekki með svona alvöru níu nema í Andreas Cornelius sem er alltaf meiddur. Orri er eiginlega eina alvöru nían þeirra og ég bind því vonir við það að hann eigi eftir að spila meira,“ sagði Jóhannes eins og sjá má hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má sjá markið og vítið úr leiknum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Sjá meira