Ísland stefnulaust í vímuefnavörnum frá 2020 Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2023 15:19 Sigmar Guðmundsson Viðreisn vakti athygli á því að Ísland hefur í raun verið stefnulaust í vímuefnamálum síðan 2020. vísir/vilhelm Sigmar Guðmundsson Viðreisn spurði heilbrigðisráðherra hvort þess væri að vænta að stjórnvöld settu fram stefnu varðandi vímuefnavandann en fátt varð um svör. Í fyrirspurnartíma á Alþingi óskaði Sigmar konum til hamingju með daginn en engar þingkonur voru staddar á Alþingi. Aðeins karlráðherrar voru til svara, þeir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Og það var einmitt við Willum Þór sem Sigmar vildi tala. Er ráðuneytið að gera eitthvað? Sigmar vildi hafa sem baksvið fyrirspurn sinni það að vímuefnavandinn – fíknisjúkdómurinn – legðist sérlega þungt á konur. Félagsleg staða þeirra væri verri og þær útsettari fyrir ofbeldi, hótunum og hvers kyns óhæfuverkum. Og þær þyrftu því oft önnur úrræði sem tækju lengri tíma. Heldur tómlegt var um að litast í þingsal í dag en fyrirspurnartímann bar upp á sama tíma og fjöldi kvenna hélt samstöðufund á Arnarhóli.vísir/vilhelm Hann vildi vekja athygli á grein sem Alma Möller landlæknir skrifaði á dögunum þar sem hún sagði meðal annars að stefna í áfengis- og vímuefnavörnum til ársins 2020, frá desember 2013 væri löngu útrunnin. „Embætti landlæknis hefur margítrekað nauðsyn þess, bæði við heilbrigðisráðuneyti og Velferðarnefnd Alþingis að setja þurfi nýja og heildstæða stefnu um þennan flókna málaflokk,“ skrifar Alma. Sigmar nefndi þau meðferðarúrræði sem væru til staðar, Vogur og SÁÁ, Krísuvík og Hlaðgerðarkot en þar væri mikil bið, að komast inn í meðferð. Og Sigmar spurði hvort það væri einhver í ráðuneytinu að vinna að þessum málum, í því sem snýr að því sem landlæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í maí síðastliðnum að komið yrði á fót slíkum hópi sem til dæmis mætti kalla Fíknivaktina? Ráðherra vill setja aukinn kraft í stöðumat Willum Þór viðurkenndi hreinskilnislega að það þyrfti að standa betur að þessu. „Ég hef kannski ekki kynnt mér þetta sérstaklega eða ekki fyrr en ég tók að mér þá ábyrgð að verða heilbrigðisráðherra,“ sagði Willum Þór og fór yfir að þarna að baki væru flóknar félagslegar forsendur sem þyrfti að sníða þjónustuna að. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra viðurkenndi hreinskilnislega að hann hefði ekkert sett sig inn í vímuefnamál, ekki bara fyrr en hann tók við sem heilbrigðisráðherra.vísir/vilhelm Willum Þór viðurkenndi einnig að stefnan hafi raunverulega runnið út 2020. „Þá var sett í gang stöðumat sem ekki er lokið og ég hef verið að bíða eftir,“ sagði Willum og vildi meina að hann hefði nú sett aukinn kraft í það og „þá heildrænu stefnu á sama tíma og höfum við sett af stað hóp á fót og viðbrögð stjórnvalda, þetta er komið í gang.“ Willum Þór sagðist hafa átt samtöl við landlækni um þessi efni og það stæði til að setja aukinn kraft í Fíknivaktina. Sigmar sagði það rétt að menn tækju oft meira inn á sig málefni sem stæðu þeim nærri en þannig væri að þessi málaflokkur teygði sig inn í allar fjölskyldur og alla hópa samfélagsins. Og þetta væri flókinn vandi. Alþingi Fíkn Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Í fyrirspurnartíma á Alþingi óskaði Sigmar konum til hamingju með daginn en engar þingkonur voru staddar á Alþingi. Aðeins karlráðherrar voru til svara, þeir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Og það var einmitt við Willum Þór sem Sigmar vildi tala. Er ráðuneytið að gera eitthvað? Sigmar vildi hafa sem baksvið fyrirspurn sinni það að vímuefnavandinn – fíknisjúkdómurinn – legðist sérlega þungt á konur. Félagsleg staða þeirra væri verri og þær útsettari fyrir ofbeldi, hótunum og hvers kyns óhæfuverkum. Og þær þyrftu því oft önnur úrræði sem tækju lengri tíma. Heldur tómlegt var um að litast í þingsal í dag en fyrirspurnartímann bar upp á sama tíma og fjöldi kvenna hélt samstöðufund á Arnarhóli.vísir/vilhelm Hann vildi vekja athygli á grein sem Alma Möller landlæknir skrifaði á dögunum þar sem hún sagði meðal annars að stefna í áfengis- og vímuefnavörnum til ársins 2020, frá desember 2013 væri löngu útrunnin. „Embætti landlæknis hefur margítrekað nauðsyn þess, bæði við heilbrigðisráðuneyti og Velferðarnefnd Alþingis að setja þurfi nýja og heildstæða stefnu um þennan flókna málaflokk,“ skrifar Alma. Sigmar nefndi þau meðferðarúrræði sem væru til staðar, Vogur og SÁÁ, Krísuvík og Hlaðgerðarkot en þar væri mikil bið, að komast inn í meðferð. Og Sigmar spurði hvort það væri einhver í ráðuneytinu að vinna að þessum málum, í því sem snýr að því sem landlæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í maí síðastliðnum að komið yrði á fót slíkum hópi sem til dæmis mætti kalla Fíknivaktina? Ráðherra vill setja aukinn kraft í stöðumat Willum Þór viðurkenndi hreinskilnislega að það þyrfti að standa betur að þessu. „Ég hef kannski ekki kynnt mér þetta sérstaklega eða ekki fyrr en ég tók að mér þá ábyrgð að verða heilbrigðisráðherra,“ sagði Willum Þór og fór yfir að þarna að baki væru flóknar félagslegar forsendur sem þyrfti að sníða þjónustuna að. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra viðurkenndi hreinskilnislega að hann hefði ekkert sett sig inn í vímuefnamál, ekki bara fyrr en hann tók við sem heilbrigðisráðherra.vísir/vilhelm Willum Þór viðurkenndi einnig að stefnan hafi raunverulega runnið út 2020. „Þá var sett í gang stöðumat sem ekki er lokið og ég hef verið að bíða eftir,“ sagði Willum og vildi meina að hann hefði nú sett aukinn kraft í það og „þá heildrænu stefnu á sama tíma og höfum við sett af stað hóp á fót og viðbrögð stjórnvalda, þetta er komið í gang.“ Willum Þór sagðist hafa átt samtöl við landlækni um þessi efni og það stæði til að setja aukinn kraft í Fíknivaktina. Sigmar sagði það rétt að menn tækju oft meira inn á sig málefni sem stæðu þeim nærri en þannig væri að þessi málaflokkur teygði sig inn í allar fjölskyldur og alla hópa samfélagsins. Og þetta væri flókinn vandi.
Alþingi Fíkn Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira