Ísland stefnulaust í vímuefnavörnum frá 2020 Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2023 15:19 Sigmar Guðmundsson Viðreisn vakti athygli á því að Ísland hefur í raun verið stefnulaust í vímuefnamálum síðan 2020. vísir/vilhelm Sigmar Guðmundsson Viðreisn spurði heilbrigðisráðherra hvort þess væri að vænta að stjórnvöld settu fram stefnu varðandi vímuefnavandann en fátt varð um svör. Í fyrirspurnartíma á Alþingi óskaði Sigmar konum til hamingju með daginn en engar þingkonur voru staddar á Alþingi. Aðeins karlráðherrar voru til svara, þeir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Og það var einmitt við Willum Þór sem Sigmar vildi tala. Er ráðuneytið að gera eitthvað? Sigmar vildi hafa sem baksvið fyrirspurn sinni það að vímuefnavandinn – fíknisjúkdómurinn – legðist sérlega þungt á konur. Félagsleg staða þeirra væri verri og þær útsettari fyrir ofbeldi, hótunum og hvers kyns óhæfuverkum. Og þær þyrftu því oft önnur úrræði sem tækju lengri tíma. Heldur tómlegt var um að litast í þingsal í dag en fyrirspurnartímann bar upp á sama tíma og fjöldi kvenna hélt samstöðufund á Arnarhóli.vísir/vilhelm Hann vildi vekja athygli á grein sem Alma Möller landlæknir skrifaði á dögunum þar sem hún sagði meðal annars að stefna í áfengis- og vímuefnavörnum til ársins 2020, frá desember 2013 væri löngu útrunnin. „Embætti landlæknis hefur margítrekað nauðsyn þess, bæði við heilbrigðisráðuneyti og Velferðarnefnd Alþingis að setja þurfi nýja og heildstæða stefnu um þennan flókna málaflokk,“ skrifar Alma. Sigmar nefndi þau meðferðarúrræði sem væru til staðar, Vogur og SÁÁ, Krísuvík og Hlaðgerðarkot en þar væri mikil bið, að komast inn í meðferð. Og Sigmar spurði hvort það væri einhver í ráðuneytinu að vinna að þessum málum, í því sem snýr að því sem landlæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í maí síðastliðnum að komið yrði á fót slíkum hópi sem til dæmis mætti kalla Fíknivaktina? Ráðherra vill setja aukinn kraft í stöðumat Willum Þór viðurkenndi hreinskilnislega að það þyrfti að standa betur að þessu. „Ég hef kannski ekki kynnt mér þetta sérstaklega eða ekki fyrr en ég tók að mér þá ábyrgð að verða heilbrigðisráðherra,“ sagði Willum Þór og fór yfir að þarna að baki væru flóknar félagslegar forsendur sem þyrfti að sníða þjónustuna að. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra viðurkenndi hreinskilnislega að hann hefði ekkert sett sig inn í vímuefnamál, ekki bara fyrr en hann tók við sem heilbrigðisráðherra.vísir/vilhelm Willum Þór viðurkenndi einnig að stefnan hafi raunverulega runnið út 2020. „Þá var sett í gang stöðumat sem ekki er lokið og ég hef verið að bíða eftir,“ sagði Willum og vildi meina að hann hefði nú sett aukinn kraft í það og „þá heildrænu stefnu á sama tíma og höfum við sett af stað hóp á fót og viðbrögð stjórnvalda, þetta er komið í gang.“ Willum Þór sagðist hafa átt samtöl við landlækni um þessi efni og það stæði til að setja aukinn kraft í Fíknivaktina. Sigmar sagði það rétt að menn tækju oft meira inn á sig málefni sem stæðu þeim nærri en þannig væri að þessi málaflokkur teygði sig inn í allar fjölskyldur og alla hópa samfélagsins. Og þetta væri flókinn vandi. Alþingi Fíkn Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Í fyrirspurnartíma á Alþingi óskaði Sigmar konum til hamingju með daginn en engar þingkonur voru staddar á Alþingi. Aðeins karlráðherrar voru til svara, þeir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Og það var einmitt við Willum Þór sem Sigmar vildi tala. Er ráðuneytið að gera eitthvað? Sigmar vildi hafa sem baksvið fyrirspurn sinni það að vímuefnavandinn – fíknisjúkdómurinn – legðist sérlega þungt á konur. Félagsleg staða þeirra væri verri og þær útsettari fyrir ofbeldi, hótunum og hvers kyns óhæfuverkum. Og þær þyrftu því oft önnur úrræði sem tækju lengri tíma. Heldur tómlegt var um að litast í þingsal í dag en fyrirspurnartímann bar upp á sama tíma og fjöldi kvenna hélt samstöðufund á Arnarhóli.vísir/vilhelm Hann vildi vekja athygli á grein sem Alma Möller landlæknir skrifaði á dögunum þar sem hún sagði meðal annars að stefna í áfengis- og vímuefnavörnum til ársins 2020, frá desember 2013 væri löngu útrunnin. „Embætti landlæknis hefur margítrekað nauðsyn þess, bæði við heilbrigðisráðuneyti og Velferðarnefnd Alþingis að setja þurfi nýja og heildstæða stefnu um þennan flókna málaflokk,“ skrifar Alma. Sigmar nefndi þau meðferðarúrræði sem væru til staðar, Vogur og SÁÁ, Krísuvík og Hlaðgerðarkot en þar væri mikil bið, að komast inn í meðferð. Og Sigmar spurði hvort það væri einhver í ráðuneytinu að vinna að þessum málum, í því sem snýr að því sem landlæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í maí síðastliðnum að komið yrði á fót slíkum hópi sem til dæmis mætti kalla Fíknivaktina? Ráðherra vill setja aukinn kraft í stöðumat Willum Þór viðurkenndi hreinskilnislega að það þyrfti að standa betur að þessu. „Ég hef kannski ekki kynnt mér þetta sérstaklega eða ekki fyrr en ég tók að mér þá ábyrgð að verða heilbrigðisráðherra,“ sagði Willum Þór og fór yfir að þarna að baki væru flóknar félagslegar forsendur sem þyrfti að sníða þjónustuna að. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra viðurkenndi hreinskilnislega að hann hefði ekkert sett sig inn í vímuefnamál, ekki bara fyrr en hann tók við sem heilbrigðisráðherra.vísir/vilhelm Willum Þór viðurkenndi einnig að stefnan hafi raunverulega runnið út 2020. „Þá var sett í gang stöðumat sem ekki er lokið og ég hef verið að bíða eftir,“ sagði Willum og vildi meina að hann hefði nú sett aukinn kraft í það og „þá heildrænu stefnu á sama tíma og höfum við sett af stað hóp á fót og viðbrögð stjórnvalda, þetta er komið í gang.“ Willum Þór sagðist hafa átt samtöl við landlækni um þessi efni og það stæði til að setja aukinn kraft í Fíknivaktina. Sigmar sagði það rétt að menn tækju oft meira inn á sig málefni sem stæðu þeim nærri en þannig væri að þessi málaflokkur teygði sig inn í allar fjölskyldur og alla hópa samfélagsins. Og þetta væri flókinn vandi.
Alþingi Fíkn Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira