Kvennaverkfall ekki um að „hæpa einhverja gúddí gæja“ Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2023 16:02 Sóley Tómasdóttir gefur Haraldi Þorleifssyni veitingamanni með meiru og karlkyns vinum hans engan afslátt; kvennaverkfallið er að hennar mati ekki hannað til að velmeinandi karlmenn geti nýtt tækifærið og keypt sér friðþægingarafslátt. vísir/vilhelm Svo virðist sem ákvörðun Haralds Þorleifssonar eiganda veitingahússins Önnu Jónu að fá þjóðþekkta einstaklinga til að hlaupa í skarðið fyrir kvenkyns þjóna, ætli að snúast í höndum hans. Sóley Tómasdóttir femínisti fordæmir hugmyndina. „Ég veit að það er langt í að jafnrétti verði raunverulegt á Íslandi, hvað þá í heiminum. En að vel meinandi karlar sem langar til að leggja sitt af mörkum standist ekki freistinguna um að láta kvennaverkfallið snúast um sig er beinlínis bakslag,“ skrifar Sóley á Facebooksíðu sína. Haraldur kom fram með þá hugmynd að kalla til „vanhæfa gestaþjóna“ til að þjóna á stað hans Önnu Jónu í tilefni af kvennaverkfallinu. Og voru nokkrir frægir sem mynstruðu sig á þjónalista svo sem þeir Ari Eldjárn, Sigurður Guðmundsson, Unnsteinn Manuel, Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar, Haraldur Þorleifsson, Einar Örn, Gunnar Hansson, Jón Gnarr og Högni Egilsson. Jón Ólafsson tónlistarmaður var einnig á lista en hann mynstraði sig af skipinu og bar fyrir sig því að hann ætti svo mörg börn og þyrfti að sinna þeim. Jón sleppur þó ekki undan reiði Sóleyjar. „Og enn verri er tilhugsunin um að þeim verði hampað fyrir að hætta við og vera gaurarnir sem eru svo góðir í að taka gagnrýni.“ Þannig eru þeir sem hafa verið kynntir sem „vanhæfir gestaþjónar“ í stöðu sem er vandséð hvernig hægt sé að snúa sig út úr. „Kvennaverkfall 24. október 2023 snýst ekki um karla,“ skrifar Sóley og gefur ekki þumlung eftir. „Það snýst um uppreisn kvenna gegn kerfislægu misrétti. Kvenna sem hafa hvorki áhuga á friðþægingaraflslætti í tilefni dagsins né því að baráttan þeirra snúist uppí að hæpa einhverja gúddí gæja.“ Og Sóley lýkur ádrepu sinni með eftirfarandi hætti: „Plís, elsku vinir. Látið þennan dag í friði.“ Kvennaverkfall Samfélagsmiðlar Veitingastaðir Jafnréttismál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Ég veit að það er langt í að jafnrétti verði raunverulegt á Íslandi, hvað þá í heiminum. En að vel meinandi karlar sem langar til að leggja sitt af mörkum standist ekki freistinguna um að láta kvennaverkfallið snúast um sig er beinlínis bakslag,“ skrifar Sóley á Facebooksíðu sína. Haraldur kom fram með þá hugmynd að kalla til „vanhæfa gestaþjóna“ til að þjóna á stað hans Önnu Jónu í tilefni af kvennaverkfallinu. Og voru nokkrir frægir sem mynstruðu sig á þjónalista svo sem þeir Ari Eldjárn, Sigurður Guðmundsson, Unnsteinn Manuel, Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar, Haraldur Þorleifsson, Einar Örn, Gunnar Hansson, Jón Gnarr og Högni Egilsson. Jón Ólafsson tónlistarmaður var einnig á lista en hann mynstraði sig af skipinu og bar fyrir sig því að hann ætti svo mörg börn og þyrfti að sinna þeim. Jón sleppur þó ekki undan reiði Sóleyjar. „Og enn verri er tilhugsunin um að þeim verði hampað fyrir að hætta við og vera gaurarnir sem eru svo góðir í að taka gagnrýni.“ Þannig eru þeir sem hafa verið kynntir sem „vanhæfir gestaþjónar“ í stöðu sem er vandséð hvernig hægt sé að snúa sig út úr. „Kvennaverkfall 24. október 2023 snýst ekki um karla,“ skrifar Sóley og gefur ekki þumlung eftir. „Það snýst um uppreisn kvenna gegn kerfislægu misrétti. Kvenna sem hafa hvorki áhuga á friðþægingaraflslætti í tilefni dagsins né því að baráttan þeirra snúist uppí að hæpa einhverja gúddí gæja.“ Og Sóley lýkur ádrepu sinni með eftirfarandi hætti: „Plís, elsku vinir. Látið þennan dag í friði.“
Kvennaverkfall Samfélagsmiðlar Veitingastaðir Jafnréttismál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira