Innlent

Mið­aldra ís­lenskur karl­maður leggi líf fjöl­skyldunnar í rúst

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Erna Kristín ásamt yngri sonum sínum.
Erna Kristín ásamt yngri sonum sínum. Erna Kristín.

Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og áhrifavaldur, sem heldur úti samfélagsmiðlinum Ernuland hefur orðið fyrir hótunum af hálfu hakkara sem segist ætla að loka miðlinum ef hún borgar honum ekki tiltekna upphæð, eða um 80 þúsund krónur.

Erna greinir frá málinu á samfélagsmiðlum. 

Í samtali við Vísi segir hún íslenskan miðaldra karlmann standa á bakvið hótunina, sem teljist til fjárkúgunar þar sem vettvangurinn er starf hennar og eina tekjulind fjölskyldunnar. Fjölskyldan flutti til Danmerkur fyrr á árinu.

„Ég óska þess ad þessi manneskja finni frið í hjarta sínu og fari að einbeita sér að einhverju öðru en mér og minni velferð. Lögreglan er í málinu en ég hika ekki við að nafngreina viðkomandi ef síðunni verður lokað, segir Erna Kristín. 

Hún segir manninn einnig hafa átt þátt í að loka I­nsta­gram-reikn­ing­i henn­ar í ágúst síðastliðnum í samstarfi við fyrrnefndan hakkara.

„Viðkomandi er að fylgjast með og getur alltaf borgað hakkaranum til baka ef hann vill ekki að nafnið sitt og sitt fyrirtæki fari upp á yfirborðið,“ segir Erna. 

Ernuland


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×