Innlent

Katrín hyggst leggja niður störf á þriðjudag

Jón Þór Stefánsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir segist hafa tilkynnt starfsfólki ráðuneytis síns til að leggja niður störf og hvetur samstarfskonur sínar til að gera það líka.
Katrín Jakobsdóttir segist hafa tilkynnt starfsfólki ráðuneytis síns til að leggja niður störf og hvetur samstarfskonur sínar til að gera það líka. Vísir/Ívar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst leggja niður störf næstkomandi í kvennaverkfalli næstkomandi þriðjudag.

„Ég hyggst leggja niður störf til að sýna konum samstöðu. Það er auðvitað alveg ótrúleg staða á árinu 2023 að við séum enn með kynbundin launamun, eða að við séum enn ekki búin að ná fullu jafnrétti og að við séum enn að takast á við kynbundið ofbeldi,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu.

Hún segir að umrædd málefni hafi verið forgangsmál hjá ríkisstjórninni.

„Við erum að sjá launamuninn dragast saman og við erum líka búin að ráðast í töluverðar aðgerðir til að takast á við kynbundið ofbeldi,“ segir hún.

Mikil umræða hefur verið um kvennaverkfallið í næstu viku, og þá sérstaklega um hvort að fyrirtæki og stofnanir ætli að virða verkfallið.

Skipuleggjendur verkfallsins hafa gefið út að þau ætli sér að birta lista yfir atvinnurekendur sem ætli að hamla þátttöku í verkfallinu

Katrín segist hafa tilkynnt starfsfólki ráðuneytis síns að hún ætli að taka þátt í verkfallinu og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama.


Tengdar fréttir

Skerða þjónustu heilsu­gæslunnar vegna kvenna­­verk­­falls

Reikna má með að starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verði verulega skert þriðjudaginn 24. október næstkomandi vegna boðaðs kvennaverkfalls. Heilsugæslustöðvar verða opnar en munu eingöngu sinna bráðaerindum þennan dag.

Mikil­vægt að laun verði ekki dregin af fólki vegna kvenna­verk­falls

Mikilvægt er að atvinnurekendur gefi skýr skilaboð um að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf þann 24. október næstkomandi. Forsvarskonur kvennaverkfalls hvetja sem flesta til að virkja fólk í kringum sig til þátttöku, sérstaklega fólk af erlendum uppruna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×