Fékk færri atkvæði í seinna skiptið en vill reyna aftur, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2023 11:09 Jim Jordan í þinghúsi Bandaríkjanna í gær. AP/Mark Schiefelbein Hinn umdeildi bandaríski þingmaður Jim Jordan gerði aðra atrennu að embætti forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Hann fékk þó færri atkvæði en í fyrstu atkvæðagreiðslunni og þrátt fyrir það vill hann reyna aftur. Í fyrstu atkvæðagreiðslunni greiddu tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði gegn Jordan. Í gær fjölgaði þeim svo um tvo, þar sem fjórir þingmenn sem höfðu veitt honum atkvæði sitt gerðu það ekki aftur og tveir sem fóru gegn honum fyrstu snerist hugur í gær. Jordan fékk 199 atkvæði en hann þurfti 217 til að tryggja sér embætti þingforseta. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, fékk 212 atkvæði í gær en fulltrúadeildin skiptist milli flokka 221-212. Ein þingkona sem fór gegn Jordan segist hafa fengið trúverðugar morðhótanir og gífurlega mörg símtöl þar sem henni var hótað í kjölfar atkvæðagreiðslunnar í gær. Bandamenn Jordans höfðu dreift símanúmerum þingmanna sem neituðu að lýsa yfir stuðningi við framboð hans og hvatt fólk til að láta þingmennina heyra það. Fundaði með andstæðingum sínum Eftir atkvæðagreiðsluna í gær fundaði Jordan með nokkrum af andstæðingum sínum en samkvæmt frétt New York Times virðist hann ekki hafa náð til þeirra. Nokkrir þingmannanna eru sagðir alfarið mótfallnir því að Jordan verði þingforseti. Enginn endir á óreiðunni í fulltrúadeildinni er í sjónmáli. Þingmenn munu koma saman á fundi í dag en óljóst er hvort önnur atkvæðagreiðsla fari fram. Á sama tíma eru þingmenn úr báðum flokkum þingsins að reyna að finna leið til að veita Patrick McHenry, sitjandi þingforseta, umboð til að sitja yfir hefðbundnum störfum þingsins. Að svo stöddu hefur hann eingöngu umboð til að sitja yfir þingfundum sem snúast um að finna þingforseta. Samkvæmt heimildum blaðamanna Washington Post er alls ekki eining innan Repúblikanaflokksins um það og þá sérstaklega meðal bandamanna Jordans, sem segjast óttast að með þessu skapist hættulegt fordæmi. Margir þingmenn eru þó sagðir hafa miklar áhyggjur af óreiðunni og þingforsetaleysinu, með hliðsjón af stríðunum í Úkraínu og fyrir botni Miðjarðarhafsins, auk þess sem nokkrar vikur eru þar til Bandaríkjamenn neyðast til að loka opinberum stofnunum, verði þingið ekki búið að samþykkja fjárlög. Það mun gerast þann 17. nóvember en AP fréttaveitan segir einhverja þingmenn telja að fulltrúadeildin verði forsetalaus um langt skeið. Fyrsti forsetinn sem vikið er úr embætti Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem þingforseta var vikið úr embætti. Eftir deilur innan flokksins var Steve Scalise tilnefndur til embættisins eftir að hann sigraði Jordan í atkvæðagreiðslu hjá þingflokknum. Hann dró framboð sitt þó til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið en bandamenn Scalise hafa sakað Jordan um að grafa undan honum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10 Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Í fyrstu atkvæðagreiðslunni greiddu tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði gegn Jordan. Í gær fjölgaði þeim svo um tvo, þar sem fjórir þingmenn sem höfðu veitt honum atkvæði sitt gerðu það ekki aftur og tveir sem fóru gegn honum fyrstu snerist hugur í gær. Jordan fékk 199 atkvæði en hann þurfti 217 til að tryggja sér embætti þingforseta. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, fékk 212 atkvæði í gær en fulltrúadeildin skiptist milli flokka 221-212. Ein þingkona sem fór gegn Jordan segist hafa fengið trúverðugar morðhótanir og gífurlega mörg símtöl þar sem henni var hótað í kjölfar atkvæðagreiðslunnar í gær. Bandamenn Jordans höfðu dreift símanúmerum þingmanna sem neituðu að lýsa yfir stuðningi við framboð hans og hvatt fólk til að láta þingmennina heyra það. Fundaði með andstæðingum sínum Eftir atkvæðagreiðsluna í gær fundaði Jordan með nokkrum af andstæðingum sínum en samkvæmt frétt New York Times virðist hann ekki hafa náð til þeirra. Nokkrir þingmannanna eru sagðir alfarið mótfallnir því að Jordan verði þingforseti. Enginn endir á óreiðunni í fulltrúadeildinni er í sjónmáli. Þingmenn munu koma saman á fundi í dag en óljóst er hvort önnur atkvæðagreiðsla fari fram. Á sama tíma eru þingmenn úr báðum flokkum þingsins að reyna að finna leið til að veita Patrick McHenry, sitjandi þingforseta, umboð til að sitja yfir hefðbundnum störfum þingsins. Að svo stöddu hefur hann eingöngu umboð til að sitja yfir þingfundum sem snúast um að finna þingforseta. Samkvæmt heimildum blaðamanna Washington Post er alls ekki eining innan Repúblikanaflokksins um það og þá sérstaklega meðal bandamanna Jordans, sem segjast óttast að með þessu skapist hættulegt fordæmi. Margir þingmenn eru þó sagðir hafa miklar áhyggjur af óreiðunni og þingforsetaleysinu, með hliðsjón af stríðunum í Úkraínu og fyrir botni Miðjarðarhafsins, auk þess sem nokkrar vikur eru þar til Bandaríkjamenn neyðast til að loka opinberum stofnunum, verði þingið ekki búið að samþykkja fjárlög. Það mun gerast þann 17. nóvember en AP fréttaveitan segir einhverja þingmenn telja að fulltrúadeildin verði forsetalaus um langt skeið. Fyrsti forsetinn sem vikið er úr embætti Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem þingforseta var vikið úr embætti. Eftir deilur innan flokksins var Steve Scalise tilnefndur til embættisins eftir að hann sigraði Jordan í atkvæðagreiðslu hjá þingflokknum. Hann dró framboð sitt þó til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið en bandamenn Scalise hafa sakað Jordan um að grafa undan honum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10 Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18. október 2023 12:10
Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17. október 2023 15:01