Atvikið í Breiðagerðisskóla sé áminning til foreldra Jón Þór Stefánsson skrifar 18. október 2023 20:12 Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur í miðlalæsi segir að atvikið í Breiðagerisskóla geta verið foreldrum áminning. Vísir/Vilhelm Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd, segir að atvik þar sem stíflueyðisdufti var skvett í andlit grunnskólastúlku vera áminningu til foreldra um að fylgjast með netnotkun barnanna sinna. Þau beri ábyrgð á börnunum sínum. Greint hefur verið frá því að stúlkan hafi dvalið lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem að unnið hafi verið að því að bjarga sjón hennar. Ekki liggur fyrir hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af. Drengirnir sem köstuðu duftinu byggðu verknaðinn á einhverju sem þeir höfðu séð á netinu. „Hugur minn er hjá þolanda, gerendum og foreldrum þessara barna,“ sagði Unnur í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún bendir á að atvikið sé ekki það fyrsta þar sem krakkar hermi eftir einhverju sem þau sjái á samfélagsmiðlum. „Eins hræðilegt og þetta atvik var þá er það góð áminning um það að við foreldrar og forráðamenn fylgjumst með netnotkun barnanna okkar. Það er hvað þau eru að gera á netinu og skoða þar,“ Aðspurð um hvort foreldrar geti fylgst vel með í ljósi þess hve hraðir netheimar séu segir Unnur svo vera. Foreldrar þurfi þó að hafa viljan til. Hún nefnir til að mynda að hægt sé að fræða börnin áður en þau fái aðgang að samfélagsmiðlum. „Við ættum ekki að vera að veita börnum sem hafa ekki þroska til eftirlitslausan aðgang að samfélagsmiðlum án viðeigandi fræðslu. Við erum ekkert að vera „leiðinlega foreldrið“ að aðstoða börnin okkar og passa upp á þau,“ Unnur veltir fyrir sér hvort aldurstakmarkið sem gildi um samfélagsmiðlana sé „of ungt“ en miðað er við þrettán ára aldur. „Rannsóknir sýna að mikill meirihluti barna sem hefur ekki aldur til er inni á þessum miðlum. Og mjög hátt hlutfall foreldra voru þau sem aðstoðuðu þau að setja upp aðganga að þessum samfélagsmiðlum.“ segir Unnur. „Því miður þá fylgjast alltof fáir foreldrar með notkun barnanna sinna á þessum miðlum,“ bætir hún við. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Greint hefur verið frá því að stúlkan hafi dvalið lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem að unnið hafi verið að því að bjarga sjón hennar. Ekki liggur fyrir hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af. Drengirnir sem köstuðu duftinu byggðu verknaðinn á einhverju sem þeir höfðu séð á netinu. „Hugur minn er hjá þolanda, gerendum og foreldrum þessara barna,“ sagði Unnur í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún bendir á að atvikið sé ekki það fyrsta þar sem krakkar hermi eftir einhverju sem þau sjái á samfélagsmiðlum. „Eins hræðilegt og þetta atvik var þá er það góð áminning um það að við foreldrar og forráðamenn fylgjumst með netnotkun barnanna okkar. Það er hvað þau eru að gera á netinu og skoða þar,“ Aðspurð um hvort foreldrar geti fylgst vel með í ljósi þess hve hraðir netheimar séu segir Unnur svo vera. Foreldrar þurfi þó að hafa viljan til. Hún nefnir til að mynda að hægt sé að fræða börnin áður en þau fái aðgang að samfélagsmiðlum. „Við ættum ekki að vera að veita börnum sem hafa ekki þroska til eftirlitslausan aðgang að samfélagsmiðlum án viðeigandi fræðslu. Við erum ekkert að vera „leiðinlega foreldrið“ að aðstoða börnin okkar og passa upp á þau,“ Unnur veltir fyrir sér hvort aldurstakmarkið sem gildi um samfélagsmiðlana sé „of ungt“ en miðað er við þrettán ára aldur. „Rannsóknir sýna að mikill meirihluti barna sem hefur ekki aldur til er inni á þessum miðlum. Og mjög hátt hlutfall foreldra voru þau sem aðstoðuðu þau að setja upp aðganga að þessum samfélagsmiðlum.“ segir Unnur. „Því miður þá fylgjast alltof fáir foreldrar með notkun barnanna sinna á þessum miðlum,“ bætir hún við.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira