Innlent

Fyrsta sím­tal Bjarna í em­bætti til Úkraínu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Utanríkisráðherra Úkraínu þakkaði honum fyrir símtalið. 
Utanríkisráðherra Úkraínu þakkaði honum fyrir símtalið.  Vísir/Vilhelm

Fyrsta símtal Bjarna Benediktssonar í embætti utanríkisráðherra var til Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu. 

Frá þessu greindi Kuleba á samfélagsmiðlinum X þar sem hann þakkar íslensku þjóðinni fyrir sýndan stuðning og segist hlakka til aukins samstarfs þjóðanna tveggja.

Í svari sínu til Kuleba á sama miðli boðar Bjarni áframhaldandi samstöðu Íslendinga með Úkraínu.

Bjarni tók formlega við embætti utanríkisráðherra á mánudag eftir að hafa sagt af sér sem fjármálaráðherra í síðustu viku vegna álits umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka.

Á laugardaginn kynnti ríkisstjórn breytingar í kjölfar afsagnar Bjarna sem fólu í sér að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þáverandi utanríkisráðherra tæki við embætti fjármálaráðherra og Bjarni við embætti utanríkisráðherra. 


Tengdar fréttir

Boðar ekki breytingar í nýju ráðu­neyti

Nýr utanríkisráðherra segir ekki tímabært að boða breytingar í ráðuneytinu. Fyrstu skref verði að koma sér fyrir og setja sig inn í stöðu mála.

Dræmar undir­tektir við sam­eigin­legri yfir­lýsingu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sendu öll frá sér sameiginlega yfirlýsingu á Facebook. Undirtektir eru dræmari en oftast áður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×