Deila um girðingu fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 19. október 2023 10:43 Hæstiréttur mun leysa úr deilu um 5,4 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir deilu um kostnaðarþáttöku Borgarbyggðar í byggingu girðingar, sem kostaði um sjö milljónir króna. Borgarbyggð leitaði leyfis til áfrýjunar í máli Gunnars Jónssonar, skógræktarbónda í sveitarfélaginu, á hendur því í júlí síðastliðnum. Gunnar lagðist gegn beiðninni. Málið er ekki það fyrsta sem Gunnar höfðar á hendur Borgarbyggð og ratar fyrir æðsta dómstig. Árið 2020 kvað Hæstiréttur upp dóm þess efnis að Borgarbyggð hefði rétt til beitarafnota af hluta jarðar Gunnars auk þess að sveitarfélaginu væri heimilt að safna fé af fjalli að hausti á þessu sama landi. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ágreiningur aðila málsins lúti að greiðsluþátttöku Borgarbyggðar vegna kostnaðar Gunnars sem eiganda jarðarinnar Króks í Norðurárdal í Borgarfirði af því að reisa girðingu. Með héraðsdómi hafi Borgarbyggð verið sýknuð af kröfu Gunnars, meðal annars með vísan til þess að girðingin afmarkaði ekki heimaland og afrétt. Landsréttur hafi hins vegar talið að girðingin hefði verið sett upp milli afréttar og heimalands í eigu Gunnars en skæri ekki sama afréttarland. Því tæki ákvæði girðingarlaga um kostnaðarþáttöku eigenda og notenda afrétta til girðingarinnar. Jafnframt hafi ekki verið talið að ítaksréttindi þeirra sem ættu upprekstrar- og beitarrétt í landinu hindruðu að Gunnar krefðist þess að girt yrði í samræmi við það ákvæði laganna. Deilan snýst um rúmar fimm milljónir króna Borgarbyggð hafi því verið dæmd til að greiða Gunnari fjárhæð sem svaraði til 4/5 hluta af kostnaði við að reisa girðinguna. Það gerir um 5,4 milljónir króna. Borgarbyggð hafi byggt á því að túlkun Landsréttar á því hvað teljist heimaland og afréttur geti valdið mikilli óvissu til framtíðar. Niðurstaðan valdi einnig óvissu um hvaða girðingum sveitafélögum beri að viðhalda og hverjum ekki. Þá telji Borgarbyggð að dómurinn gangi þvert á dómafordæmi Hæstaréttar og sé því bersýnilega rangur. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um túlkun á áðurnefndu ákvæði girðingarlaga. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Borgarbyggð Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Borgarbyggð leitaði leyfis til áfrýjunar í máli Gunnars Jónssonar, skógræktarbónda í sveitarfélaginu, á hendur því í júlí síðastliðnum. Gunnar lagðist gegn beiðninni. Málið er ekki það fyrsta sem Gunnar höfðar á hendur Borgarbyggð og ratar fyrir æðsta dómstig. Árið 2020 kvað Hæstiréttur upp dóm þess efnis að Borgarbyggð hefði rétt til beitarafnota af hluta jarðar Gunnars auk þess að sveitarfélaginu væri heimilt að safna fé af fjalli að hausti á þessu sama landi. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ágreiningur aðila málsins lúti að greiðsluþátttöku Borgarbyggðar vegna kostnaðar Gunnars sem eiganda jarðarinnar Króks í Norðurárdal í Borgarfirði af því að reisa girðingu. Með héraðsdómi hafi Borgarbyggð verið sýknuð af kröfu Gunnars, meðal annars með vísan til þess að girðingin afmarkaði ekki heimaland og afrétt. Landsréttur hafi hins vegar talið að girðingin hefði verið sett upp milli afréttar og heimalands í eigu Gunnars en skæri ekki sama afréttarland. Því tæki ákvæði girðingarlaga um kostnaðarþáttöku eigenda og notenda afrétta til girðingarinnar. Jafnframt hafi ekki verið talið að ítaksréttindi þeirra sem ættu upprekstrar- og beitarrétt í landinu hindruðu að Gunnar krefðist þess að girt yrði í samræmi við það ákvæði laganna. Deilan snýst um rúmar fimm milljónir króna Borgarbyggð hafi því verið dæmd til að greiða Gunnari fjárhæð sem svaraði til 4/5 hluta af kostnaði við að reisa girðinguna. Það gerir um 5,4 milljónir króna. Borgarbyggð hafi byggt á því að túlkun Landsréttar á því hvað teljist heimaland og afréttur geti valdið mikilli óvissu til framtíðar. Niðurstaðan valdi einnig óvissu um hvaða girðingum sveitafélögum beri að viðhalda og hverjum ekki. Þá telji Borgarbyggð að dómurinn gangi þvert á dómafordæmi Hæstaréttar og sé því bersýnilega rangur. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um túlkun á áðurnefndu ákvæði girðingarlaga. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Borgarbyggð Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira