Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Margrét Björk Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. október 2023 19:55 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hvetur þá félagsmenn Eflingar sem misstu húsnæði sitt í brunanum við Funahöfða að hafa samband við félagið. Vísir/Arnar Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði Einn lést og tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna sem varð við Funahöfða í Reykjavík í gær. Tugir manna, mestmegnis erlent verkafólk, búa í húsnæðinu sem er ekki skráð sem íbúðarhúsnæði. „Það er náttúrlega ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það að sú húsnæðiskreppa sem er hér til staðar á höfuðborgarsvæðinu geri það að verkum að fólk lætur lífið,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru nokkur ár síðan að þrjár ungar manneskjur í blóma lífsins dóu við hræðilegar aðstæður. Aðrir misstu aleiguna eða slösuðust mjög illa,“ sagði Sólveig og vísaði til brunans á Bræðraborgarstíg í júní 2020. Auk þess sé stutt síðan fátækt verkafólk missti allt sem það átti í eldsvoða í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. „Og þetta er allt vegna þess að pólitísk valdastétt neitar að gera það sem þarf að gera.“ Veistu til þess að félagsmenn Eflingar búi þarna á Funahöfða? „Ég held að það sé mjög líklegt og ég vil þá fá að nota tækifærið og koma því áleiðis að ef einhverjir félagsmenn- eða konur Eflingar hafa búið þarna og hafa lent í þessum skelfilega eldsvoða að hafa endilega sem fyrst samband við félagið svo við getum reynt að liðsinna fólki.“ Sólveig segir að búið sé að grafa alvarlega undan mannréttindum fólks sem er neytt til að búa við þær ómannsæmandi aðstæður sem iðnaðarhúsnæði er. „Þarna erum við með fullvinnandi verkafólk, sem hér knýr áfram hagvaxtarhjólin, en er samt sett í þessa stöðu, að þurfa að sjá eftir mjög stórum hluta sem ráðstöfun á tekjum en þarf að leigja algjörlega óviðunandi húsnæði. Þannig að það er auðvitað margt sem að gerir það að verkum að þessi hópur, sá aljaðarsettasti, þetta eru innflytjendur, fátækt verkafólk, er látið búa við þessar aðstæður verður helst til viðbótar fyrir launaþjófnaði og vanvirðandi hegðun. Þannig að við erum þarna komin með þann hóp á íslenskum vinnumarkaði sem hefur það alverst,“ sagði Sólveig. Hvaða aðgerðir myndir þú telja að sé brýnastar að ráðast í núna? Það er auðvitað mjög góð spurning en svörin við henni eru ekkert sérstaklega flókin þó að þannig sé látið vera. Það þarf auðvitað að setja verulegar hömlur eða banna AirBNB og svo þarf auðvitað að fara hér í stórtæka uppbyggingu á ódýru og mannsæmandi húsnæði fyrir fólkið sem hér heldur öllu uppi með vinnu sinni. Bruni á Funahöfða Stéttarfélög Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Sjá meira
Einn lést og tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna sem varð við Funahöfða í Reykjavík í gær. Tugir manna, mestmegnis erlent verkafólk, búa í húsnæðinu sem er ekki skráð sem íbúðarhúsnæði. „Það er náttúrlega ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það að sú húsnæðiskreppa sem er hér til staðar á höfuðborgarsvæðinu geri það að verkum að fólk lætur lífið,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru nokkur ár síðan að þrjár ungar manneskjur í blóma lífsins dóu við hræðilegar aðstæður. Aðrir misstu aleiguna eða slösuðust mjög illa,“ sagði Sólveig og vísaði til brunans á Bræðraborgarstíg í júní 2020. Auk þess sé stutt síðan fátækt verkafólk missti allt sem það átti í eldsvoða í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. „Og þetta er allt vegna þess að pólitísk valdastétt neitar að gera það sem þarf að gera.“ Veistu til þess að félagsmenn Eflingar búi þarna á Funahöfða? „Ég held að það sé mjög líklegt og ég vil þá fá að nota tækifærið og koma því áleiðis að ef einhverjir félagsmenn- eða konur Eflingar hafa búið þarna og hafa lent í þessum skelfilega eldsvoða að hafa endilega sem fyrst samband við félagið svo við getum reynt að liðsinna fólki.“ Sólveig segir að búið sé að grafa alvarlega undan mannréttindum fólks sem er neytt til að búa við þær ómannsæmandi aðstæður sem iðnaðarhúsnæði er. „Þarna erum við með fullvinnandi verkafólk, sem hér knýr áfram hagvaxtarhjólin, en er samt sett í þessa stöðu, að þurfa að sjá eftir mjög stórum hluta sem ráðstöfun á tekjum en þarf að leigja algjörlega óviðunandi húsnæði. Þannig að það er auðvitað margt sem að gerir það að verkum að þessi hópur, sá aljaðarsettasti, þetta eru innflytjendur, fátækt verkafólk, er látið búa við þessar aðstæður verður helst til viðbótar fyrir launaþjófnaði og vanvirðandi hegðun. Þannig að við erum þarna komin með þann hóp á íslenskum vinnumarkaði sem hefur það alverst,“ sagði Sólveig. Hvaða aðgerðir myndir þú telja að sé brýnastar að ráðast í núna? Það er auðvitað mjög góð spurning en svörin við henni eru ekkert sérstaklega flókin þó að þannig sé látið vera. Það þarf auðvitað að setja verulegar hömlur eða banna AirBNB og svo þarf auðvitað að fara hér í stórtæka uppbyggingu á ódýru og mannsæmandi húsnæði fyrir fólkið sem hér heldur öllu uppi með vinnu sinni.
Bruni á Funahöfða Stéttarfélög Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Sjá meira