Lík fundið við leit að sjö ára dreng í Noregi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. október 2023 14:10 Lögregla hefur ekki gefið upp vonina um að drengurinn muni finnast á lífi. EPA-EFE/Stian Lysberg Solum Umfangsmikil leit stendur nú yfir að sjö ára dreng sem týndist fyrir tveimur dögum síðan í óbyggðum skammt frá Lindesnes syðst í Noregi. Lögregla segir leitarsvæðið verða stækkað í dag en fjöldi sjálfboðaliða aðstoðar við leitina. Í umfjöllun norska ríkisútvarpsins kemur fram að drengurinn hafi verið ásamt fjölskyldumeðlimum í veiði í skógi nálægt Heddan. Hann hafi orðið viðskila við restina af hópnum um klukkan hálf tvö að staðartíma á sunnudag. Um er að ræða mýri þar sem mikið er um árfarvegi og stöðuvötn. Svæðið er því afar erfitt til leitar að sögn lögreglu. Hundruð sjálfboðaliða leitar nú drengsins í skóginum og eru vonir bundnar við það að hann sé enn á lífi þrátt fyrir að hafa verið úti í svo langan tíma. Haft er eftir Geir Ljungqvist, lögreglustjóra, að leitarsvæðið verði stækkað í dag. Þá muni jafnframt verða leitað úr lofti og þyrlur nýttar til verksins. 300 manns á vegum lögreglu leita nú að drengnum og 400 sjálfboðaliðar. NRK hefur eftir Mattias Høiland, verslunarstjóra og eiganda matvöruverslunar í Vigeland bæ að samfélagið taki hvarf drengsins nærri sér. Allir séu einhuga um að leggjast á árarnar og taka þátt í leitinni og hefur búðin verið miðstöð sjálfboðaliða sem leita drengsins. Þá hefur fjöldi stúdenta tekið sér frí frá skóla til að leita að drengnum. Uppfært klukkan 15:12 Norskir miðlar greina frá því að einstaklingur hafi fundist látinn á leitarsvæðinu. Lögregla segir að enn eigi eftir að bera kennsl á líkið. En person er funnet død i skogsområdet ved Langemyr i Lindesnes kommune, i området hvor det siden søndag har vært en leteaksjon etter en syv år gammel gutt som forsvant under en jakttur.https://t.co/iiwA80ZLVd— Politiet i Agder (@politiagder) October 17, 2023 Noregur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Í umfjöllun norska ríkisútvarpsins kemur fram að drengurinn hafi verið ásamt fjölskyldumeðlimum í veiði í skógi nálægt Heddan. Hann hafi orðið viðskila við restina af hópnum um klukkan hálf tvö að staðartíma á sunnudag. Um er að ræða mýri þar sem mikið er um árfarvegi og stöðuvötn. Svæðið er því afar erfitt til leitar að sögn lögreglu. Hundruð sjálfboðaliða leitar nú drengsins í skóginum og eru vonir bundnar við það að hann sé enn á lífi þrátt fyrir að hafa verið úti í svo langan tíma. Haft er eftir Geir Ljungqvist, lögreglustjóra, að leitarsvæðið verði stækkað í dag. Þá muni jafnframt verða leitað úr lofti og þyrlur nýttar til verksins. 300 manns á vegum lögreglu leita nú að drengnum og 400 sjálfboðaliðar. NRK hefur eftir Mattias Høiland, verslunarstjóra og eiganda matvöruverslunar í Vigeland bæ að samfélagið taki hvarf drengsins nærri sér. Allir séu einhuga um að leggjast á árarnar og taka þátt í leitinni og hefur búðin verið miðstöð sjálfboðaliða sem leita drengsins. Þá hefur fjöldi stúdenta tekið sér frí frá skóla til að leita að drengnum. Uppfært klukkan 15:12 Norskir miðlar greina frá því að einstaklingur hafi fundist látinn á leitarsvæðinu. Lögregla segir að enn eigi eftir að bera kennsl á líkið. En person er funnet død i skogsområdet ved Langemyr i Lindesnes kommune, i området hvor det siden søndag har vært en leteaksjon etter en syv år gammel gutt som forsvant under en jakttur.https://t.co/iiwA80ZLVd— Politiet i Agder (@politiagder) October 17, 2023
Noregur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira