Innlent

Laugar­dals­laug ekki opnuð fyrr en á föstu­dag

Árni Sæberg skrifar
Unnið að viðgerð á heitu pottunum í Laugardalslaug.
Unnið að viðgerð á heitu pottunum í Laugardalslaug. Reykjavíkurborg

Laugardalslaug verður opnuð aftur fyrir almenning föstudaginn 20. október kl. 13:00. Ekki gekk eftir að opna í dag þriðjudaginn 17. október, eins og stefnt var að.

Þetta segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar er haft eftir Árna Jónssyni, forstöðumanni Laugardalslaugar, að nóg hafi verið að gera við lagfæringar á lauginni og hvergi slegið slöku við. Meðal framkvæmda á meðan á lokun hefur staðið sé málun í útibúningsklefum og í laugarkeri, múrvinna á bakka og í laug, viðgerð á pípulögnum, útskipting á kýraugum og lokun yfir hluta af stærri gluggum, aðskilja laugarker, þrif á yfirfallsrennum, djúpþrif á laugarbotni, þrif og viðhald á heitum pottum, viðgerðir á hurðum og ýmislegt annað.

„Það eru nokkrir óvissuþættir sem tengjast því að fylla laugarkerið sjálft en við erum bjartsýn á að það gangi allt vel. Heitir pottir verða komnir í fullan rekstur á föstudag og við gerum svo sannarlega ráð fyrir því að hægt verði að synda í lauginni. Takk fyrir þolinmæðina ágætu sundlaugargestir. Við hlökkum mikið til að taka á móti okkar dásamlegu gestum á föstudaginn,“ er haft eftir Árna.


Tengdar fréttir

Fresta opnun Laugardalslaugar

Reykjarvíkurborg greinir frá því í tilkynningu að ekki verði unnt að opna Laugardalslaug 10. október eins og fyrirhugað var.

Laugin tóm í tvær vikur

Laugardalslaug verður lokuð næstu vikur vegna framkvæmda. Laugin er tóm í fyrsta sinn í sjö ár og framkvæmdastjórinn segir millivegg sem nú verður rifinn niður hafa enst um 25 árum lengur en hann átti að gera.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×