Brattir sauðfjárbændur í Rangárvallasýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. október 2023 21:00 Gunnhildur Þórunn með hluta af verðlaunagripunum, sem hún gerði fyrir Dag sauðkindarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var létt yfir sauðfjárbændum á Degi sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu um helgina þar sem hrútar og gimbrar voru þuklaðar og dæmdar. 96 ára bóndi naut sín vel innan um sauðféð. „Og efsta gimbrin hér í dag er númer 125 frá Teigi. Hún er með ómvöðva upp á 43, 5,1 í fitu, 4,5 í lögun, hún er með 9,5 fyrir frampart, 19,5 læri, 8,5 ull og 9 í samræmi. Glæsilega vel gert lamb á allan hátt, gjörið svo vel, til hamingju,” sagði Lovísa Herborg Ragnarsdóttir kynnir á Degi sauðkindarinnar þegar hún afhenti Tómasi Jenssyni á Teigi verðlaunin fyrir gimbrina. „Hún stóð sig vel, vonandi gerir hún það áfram,” segir Tómas. Það var heldur betur stemming á laugardaginn í reiðhöllinni á Hvolsvelli þar sem dagurinn fór fram. Mikið af fólki mætti til að fylgjast með og allt af fallegasta fénu í Rangárvallasýslu var mætt í höllina. Keppt var meðal annars um best hyrnda hrútinn, bestu kollóttu gimbrina, litfegurstu gimbrina og svo var ræktunarbú ársins 2022 tilkynnt en það er sauðfjárræktarbúið á Teigi í Fljótshlíð og tóku bræðurnir á bænum, þeir Jens Heiðar Guðnason, 9 ára og Ýmis Atli, 5 ára við verðlaununum. Tómast á Teigi með verðlaunagimbrina sína. Með honum eru bræðurnir Jens Heiðar 9 ára og Ýmir Atli Guðnasynir, sem búa líka á Teigi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hyrndur hrútur frá Austvaðsholti vakti sérstaka athygli á deginum. „Ég ætla að vonast til að geta notað annað hvort hann eða son hans í vetur á forysturollurnar mínar. Hann er fallega hyrndur og hornin eru ekki í kinnunum, hann gæti verið útigangur í mörg ár, það færu aldrei í hann hornin,” segir Vilmundur Rúnar Ólafsson, bóndi á Torfastöðum í Fljótshlíð. Fallega hyrndi hrúturinn frá Austvaðsholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Bændur eru ekkert að gefa eftir í sauðfjárræktinni, þetta er bara svo gaman eins og allt stússið, smala, raga, gefa, bara vera innan um skepnurnar og borða, fá kjötið á diskinn,” segir Lovísa Herborg, kynnir og sauðfjárbóndi. Verðlaunagripirnir voru ekki af verri endanum. Myndir sem Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir á Hvolsvelli teiknaði og málaði. „Ég gerist smiður einu sinni á ári, sker út og mála svo. Ég var svona tvær klukkustundir með hverja mynd,” segir Gunnhildur Þórunn. Katrín J. Óskarsdóttir var með skemmtilega sýningu á myndum sínum en hún er sérstaklega góð í að teikna og mála íslenska húsdýrin og var meðal annars að gefa út fallegt plakat út um íslenska húsdýrin. Katrín J. Óskarsdóttir, sem var að gefa út plaggat um íslensku húsdýrin, allt myndir sem hún teiknaði og málaði og hægt er að kaupa í næstu bókabúð og í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sverrir Haraldsson í Selsundi, 96 ára lét sig ekki vanta á Dag sauðkindarinnar. „Mér líst vel á þetta nýjasta með ræktunina og riðuna í sauðfénu með nýju arfgerðina, það eru einu framfarirnar sem eru yfirstandandi núna,” segir Sverrir. Sverrir Haraldsson í Selsundi, 96 ára, sem var brattur og hress á Degi sauðkindarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
„Og efsta gimbrin hér í dag er númer 125 frá Teigi. Hún er með ómvöðva upp á 43, 5,1 í fitu, 4,5 í lögun, hún er með 9,5 fyrir frampart, 19,5 læri, 8,5 ull og 9 í samræmi. Glæsilega vel gert lamb á allan hátt, gjörið svo vel, til hamingju,” sagði Lovísa Herborg Ragnarsdóttir kynnir á Degi sauðkindarinnar þegar hún afhenti Tómasi Jenssyni á Teigi verðlaunin fyrir gimbrina. „Hún stóð sig vel, vonandi gerir hún það áfram,” segir Tómas. Það var heldur betur stemming á laugardaginn í reiðhöllinni á Hvolsvelli þar sem dagurinn fór fram. Mikið af fólki mætti til að fylgjast með og allt af fallegasta fénu í Rangárvallasýslu var mætt í höllina. Keppt var meðal annars um best hyrnda hrútinn, bestu kollóttu gimbrina, litfegurstu gimbrina og svo var ræktunarbú ársins 2022 tilkynnt en það er sauðfjárræktarbúið á Teigi í Fljótshlíð og tóku bræðurnir á bænum, þeir Jens Heiðar Guðnason, 9 ára og Ýmis Atli, 5 ára við verðlaununum. Tómast á Teigi með verðlaunagimbrina sína. Með honum eru bræðurnir Jens Heiðar 9 ára og Ýmir Atli Guðnasynir, sem búa líka á Teigi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hyrndur hrútur frá Austvaðsholti vakti sérstaka athygli á deginum. „Ég ætla að vonast til að geta notað annað hvort hann eða son hans í vetur á forysturollurnar mínar. Hann er fallega hyrndur og hornin eru ekki í kinnunum, hann gæti verið útigangur í mörg ár, það færu aldrei í hann hornin,” segir Vilmundur Rúnar Ólafsson, bóndi á Torfastöðum í Fljótshlíð. Fallega hyrndi hrúturinn frá Austvaðsholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Bændur eru ekkert að gefa eftir í sauðfjárræktinni, þetta er bara svo gaman eins og allt stússið, smala, raga, gefa, bara vera innan um skepnurnar og borða, fá kjötið á diskinn,” segir Lovísa Herborg, kynnir og sauðfjárbóndi. Verðlaunagripirnir voru ekki af verri endanum. Myndir sem Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir á Hvolsvelli teiknaði og málaði. „Ég gerist smiður einu sinni á ári, sker út og mála svo. Ég var svona tvær klukkustundir með hverja mynd,” segir Gunnhildur Þórunn. Katrín J. Óskarsdóttir var með skemmtilega sýningu á myndum sínum en hún er sérstaklega góð í að teikna og mála íslenska húsdýrin og var meðal annars að gefa út fallegt plakat út um íslenska húsdýrin. Katrín J. Óskarsdóttir, sem var að gefa út plaggat um íslensku húsdýrin, allt myndir sem hún teiknaði og málaði og hægt er að kaupa í næstu bókabúð og í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sverrir Haraldsson í Selsundi, 96 ára lét sig ekki vanta á Dag sauðkindarinnar. „Mér líst vel á þetta nýjasta með ræktunina og riðuna í sauðfénu með nýju arfgerðina, það eru einu framfarirnar sem eru yfirstandandi núna,” segir Sverrir. Sverrir Haraldsson í Selsundi, 96 ára, sem var brattur og hress á Degi sauðkindarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira