Lífið

Alexandra og Gylfi keyptu hús í Garða­bæ

Lovísa Arnardóttir skrifar
Alexandra Helga og Gylfi tóku sig vel út í sveitabrúðkaupi í Kjósinni fyrr í sumar.
Alexandra Helga og Gylfi tóku sig vel út í sveitabrúðkaupi í Kjósinni fyrr í sumar. @alexandrahelga

Alexandra Helga Ívarsdóttir, verslanaeigandi, og eiginmaður hennar Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður, hafa keypt sér einbýlishús á Íslandi. 

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson og eiginkona hans Alexandra Helga Ívarsdóttir hafa keypt sér einbýlishús í Garðabæ. Húsið er við Brúnás og var nokkuð mikið fjallað um það þegar það fór á sölu í janúar á þessu ári.

Fjallað var fyrst um kaup hjónanna á Smartland á mbl.is.

Húsið var teiknað af Sigurði Hallgrímssyni arkítekt og byggt árið 2005. Í húsinu er meðal annars að finna tíu herbergi, þrjú baðherbergi, fimm svefnherbergi, tvöfaldan bílskúr og heitan pott. Þegar húsið fór á sölu í janúar var fasteignamat þess um 200 milljónir en óskað var eftir tilboði í húsið.

Hægt er að sjá myndir af húsinu í fréttinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Alexandra og Gylfi nutu lífsins á Norðurlandi

Hjónin Alexandra Helga Ívarsdóttir verslunareigandi og Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður eru á meðal þeirra sem hafa verið á faraldsfæti um landið undanfarna daga. Alexandra Helga og Gylfi skelltu sér með dóttur sína norður í landi og nutu þess sem Húsavík hefur upp á að bjóða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×